Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Samúel Karl Ólason skrifar 4. apríl 2025 16:47 X er í einkaeigu Elons Musk, auðugasta manns heims. Getty/Beata Zawrzel Forsvarsmenn Evrópusambandsins eru sagðir íhuga að sekta X, samfélagsmiðil Elons Musk, vegna brota á lögum sambandsins um ólöglegt efni og upplýsingaóreiðu. Slíkt myndi líklega auka spennu milli ESB og ríkisstjórnar Donalds Trump en Musk er náinn bandamaður forsetans. Sektin gæti orðið meira en milljarður dala (um 131 milljarður króna). Samkvæmt heimildum New York Times á einnig að fylgja sektinni krafa um að breytingar verði gerðar á X, í samræmi við lög ESB. Ef ákvörðun verður tekin um að taka slaginn við yrði það tilkynnt í sumar en það yrði í fyrsta sinn sem slíkt yrði gert á grunni nýrra laga um samfélagsmiðla og ritstjórn á þeim. Hægt var á rannsókninni eftir að Trump var kjörinn forseti vestanhafs en samkvæmt heimildum NYT var nýleg ákveðið að keyra málið áfram. Samskipti ESB og Bandaríkjanna hafa beðið hnekki frá því Trump tók við embætti í janúar. „Við munum ávallt framfylgja lögum okkar með sanngirni og án mismununar gagnvart öllum fyrirtækjum sem starfa innan Evrópusambandsins, í fullu samræmi við alþjóðareglur,“ hefur NYT eftir talsmanni framkvæmdastjórnar ESB. Sá vildi ekki tjá sig með beinum hætti um málefni X. Í kjölfar þess að fréttin var birt sagði annar talsmaður að ekki væri verið að skoða eins háa sekt og NYT heldur fram. Tillögur að sekt lægju ekki fyrir. Þá var skrifað í yfirlýsingu á síðu X á X að ef þessar fregnir væru réttar væri um að ræða pólitíska ritskoðun af fordæmalausum skala og árás á málfrelsi. X færi eftir reglum ESB. If the reports that the European Commission is considering enforcement actions against X are accurate, it represents an unprecedented act of political censorship and an attack on free speech. X has gone above and beyond to comply with the EU’s Digital Services Act, and we will…— Global Government Affairs (@GlobalAffairs) April 4, 2025 Ráðamenn í Brussel búast við því að Musk myndi berjast gegn refsingu, eins og hann sagði síðasta sumar þegar bráðabirgðaniðurstöður á rannsókn gagnvart X voru fyrst birtar. Þar var því haldið fram að X færi gegn áðurnefndum lögum með því að neita að veita utanaðkomandi rannsakendum aðgang að ýmsum gögnum samfélagsmiðilsins. Þar er um að ræða gögn sem hægt væri að nota til að greina upplýsingaóreiðu og hatursorðræðu á samfélagsmiðlinum. X er einnig sakað um að veita ekki nægilegar upplýsingar um auglýsendur. Þá snýr ein ásökunin að því að fyrirtækið kannar ekki hverjir greiða fyrir þjónustu, sem sagt er gera samfélagsmiðilinn viðkvæman fyrir áróðursherferðum ríkja. Evrópusambandið Elon Musk X (Twitter) Samfélagsmiðlar Donald Trump Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Sjá meira
Sektin gæti orðið meira en milljarður dala (um 131 milljarður króna). Samkvæmt heimildum New York Times á einnig að fylgja sektinni krafa um að breytingar verði gerðar á X, í samræmi við lög ESB. Ef ákvörðun verður tekin um að taka slaginn við yrði það tilkynnt í sumar en það yrði í fyrsta sinn sem slíkt yrði gert á grunni nýrra laga um samfélagsmiðla og ritstjórn á þeim. Hægt var á rannsókninni eftir að Trump var kjörinn forseti vestanhafs en samkvæmt heimildum NYT var nýleg ákveðið að keyra málið áfram. Samskipti ESB og Bandaríkjanna hafa beðið hnekki frá því Trump tók við embætti í janúar. „Við munum ávallt framfylgja lögum okkar með sanngirni og án mismununar gagnvart öllum fyrirtækjum sem starfa innan Evrópusambandsins, í fullu samræmi við alþjóðareglur,“ hefur NYT eftir talsmanni framkvæmdastjórnar ESB. Sá vildi ekki tjá sig með beinum hætti um málefni X. Í kjölfar þess að fréttin var birt sagði annar talsmaður að ekki væri verið að skoða eins háa sekt og NYT heldur fram. Tillögur að sekt lægju ekki fyrir. Þá var skrifað í yfirlýsingu á síðu X á X að ef þessar fregnir væru réttar væri um að ræða pólitíska ritskoðun af fordæmalausum skala og árás á málfrelsi. X færi eftir reglum ESB. If the reports that the European Commission is considering enforcement actions against X are accurate, it represents an unprecedented act of political censorship and an attack on free speech. X has gone above and beyond to comply with the EU’s Digital Services Act, and we will…— Global Government Affairs (@GlobalAffairs) April 4, 2025 Ráðamenn í Brussel búast við því að Musk myndi berjast gegn refsingu, eins og hann sagði síðasta sumar þegar bráðabirgðaniðurstöður á rannsókn gagnvart X voru fyrst birtar. Þar var því haldið fram að X færi gegn áðurnefndum lögum með því að neita að veita utanaðkomandi rannsakendum aðgang að ýmsum gögnum samfélagsmiðilsins. Þar er um að ræða gögn sem hægt væri að nota til að greina upplýsingaóreiðu og hatursorðræðu á samfélagsmiðlinum. X er einnig sakað um að veita ekki nægilegar upplýsingar um auglýsendur. Þá snýr ein ásökunin að því að fyrirtækið kannar ekki hverjir greiða fyrir þjónustu, sem sagt er gera samfélagsmiðilinn viðkvæman fyrir áróðursherferðum ríkja.
Evrópusambandið Elon Musk X (Twitter) Samfélagsmiðlar Donald Trump Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Sjá meira