SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. apríl 2025 12:05 Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra stendur að baki frumvarpi um hækkun veiðigjalda sem hefur valdið kurr í röðum sjávarútvegsins. Vísir/Vilhelm Atvinnuvegaráðuneytið segir Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) ekki hafa svarað fundarboði um fund þar sem fara átti yfir útreikninga að baki veiðigjaldsbreytingum. Gagnabeiðnir frá SFS hafi verið afgreiddar í samræmi við lög og þau gögn sem falli undir afhendingarskyldu hafi samtökin fengið. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins þar sem ráðuneytið svarar harðorðri yfirlýsingu sem SFS sendu frá sér í gær. Samtökin sögðust þar ekki ætla að veita umsögn um veiðigjaldafrumvarp innan tilskilins vikufrests vegna þess hve stuttur hann er. Samtökin sögðu ráðuneytið jafnframt kjósa að svara ekki ítrekuðum beiðnum um aðgang að undirliggjandi grunngögnum og útreikningum sem frumvarpið byggði á. Þannig væri ljóst að samtökin höfnuðu faglegri úrvinnslu gagna, gagnsæi og upplýstri umræðu. Atvinnuvegaráðuneytið svarar nú fyrir ásakanir SFS um tregðu við afhendingu gagna, samráðsleysi og stuttan umsagnarfrest um frumvarpið. Hafi fengið boð um fund og öll gögn Ráðuneytið segir í tilkynningunni að gagnabeiðnum frá samtökunum hafi verið svarað innan tilskilinna tímamarka og þær afgreiddar í samræmi við upplýsingalög og stjórnsýslulög. „Samtökunum hafa verið afhent öll þau gögn sem óskað hefur verið eftir og falla undir afhendingarskyldu fyrrgreindra laga. Vinnugögn og gögn sem varða einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga eða fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila eru undanskilin afhendingarskyldu,“ segir í tilkynningunni. Þá segist ráðuneytið hafa átt þrjá fundi með samtökunum vegna frumvarpsins auk annnarra „formlegra og óformlegra samskipta“. „Samtökin svöruðu ekki boði um fund sem boðaður var 1. apríl sl. þar sem til stóð að fara yfir útreikninga sem liggja að baki ákvörðunar veiðigjaldsins,“ segir einnig í tilkynningunni. Málið sé brýnt og fresturinn því stuttur Loks útskýrir ráðuneytið að einnar viku umsagnarfrestur í samráðsgáttinni hafi verið ákveðinn í ljósi hve brýnt hafi verið að koma málinu sem fyrst til Alþingis. Það væri í samræmi við fyrirmæli í samþykkt ríkisstjórnarinnar um undirbúning og frágang stjórnarfrumvarpa. Jafnframt gefist aftur kostur á að koma á framfæri athugasemdum við frumvarpið við þinglega meðferð þess. Gagnrýni á stuttan umsagnarfrest um frumvarpið í samráðsgátt hafa komið frá fleirumm en SFS, þar á meðal Samtökum atvinnulífsins. Síðasta ríkisstjórn setti sér árið 2018 þá vinnureglu að gefinn væri að minnsta kosti tveggja til fjögurra vikna frestur til að skila inn umsögnum um drög að frumvörpum. Ný ríkisstjórn virðist ekki ætla að halda jafn fast í þá vinnureglu. Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Matvælaframleiðsla Atvinnurekendur Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Rúmlega sextíu prósent þjóðarinnar eru hlynntir frumvarpi atvinnuvegaráðherra um breytingar á veiðigjöldum. 94 prósent telja að útgerðirnar séu færar um að greiða hærri veiðigjöld en þær gera í dag. 4. apríl 2025 11:53 Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Atvinnuvegaráðherra segir að ef fiskvinnslum verði lokað verði það ekki vegna hærri veiðigjalda heldur vegna þess að eigendur þeirra geri það til þess að lýsa óánægju sinni. Hann trúi því ekki fyrri en á reyni að sjávarútvegsfyrirtæki grípi til slíkra aðgerða. 28. mars 2025 14:12 „Þetta er afnotagjald“ Fjármála- og efnahagsráðherra segir breytingu á veiðigjöldum ekki vera skattlagningu heldur afnotagjald af auðlindum. Tillaga ráðherra hefur hlotið mikla gagnrýni, þá helst frá kvótaeigendum, á meðan merkja má ánægju víða í samfélaginu. 28. mars 2025 12:37 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins þar sem ráðuneytið svarar harðorðri yfirlýsingu sem SFS sendu frá sér í gær. Samtökin sögðust þar ekki ætla að veita umsögn um veiðigjaldafrumvarp innan tilskilins vikufrests vegna þess hve stuttur hann er. Samtökin sögðu ráðuneytið jafnframt kjósa að svara ekki ítrekuðum beiðnum um aðgang að undirliggjandi grunngögnum og útreikningum sem frumvarpið byggði á. Þannig væri ljóst að samtökin höfnuðu faglegri úrvinnslu gagna, gagnsæi og upplýstri umræðu. Atvinnuvegaráðuneytið svarar nú fyrir ásakanir SFS um tregðu við afhendingu gagna, samráðsleysi og stuttan umsagnarfrest um frumvarpið. Hafi fengið boð um fund og öll gögn Ráðuneytið segir í tilkynningunni að gagnabeiðnum frá samtökunum hafi verið svarað innan tilskilinna tímamarka og þær afgreiddar í samræmi við upplýsingalög og stjórnsýslulög. „Samtökunum hafa verið afhent öll þau gögn sem óskað hefur verið eftir og falla undir afhendingarskyldu fyrrgreindra laga. Vinnugögn og gögn sem varða einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga eða fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila eru undanskilin afhendingarskyldu,“ segir í tilkynningunni. Þá segist ráðuneytið hafa átt þrjá fundi með samtökunum vegna frumvarpsins auk annnarra „formlegra og óformlegra samskipta“. „Samtökin svöruðu ekki boði um fund sem boðaður var 1. apríl sl. þar sem til stóð að fara yfir útreikninga sem liggja að baki ákvörðunar veiðigjaldsins,“ segir einnig í tilkynningunni. Málið sé brýnt og fresturinn því stuttur Loks útskýrir ráðuneytið að einnar viku umsagnarfrestur í samráðsgáttinni hafi verið ákveðinn í ljósi hve brýnt hafi verið að koma málinu sem fyrst til Alþingis. Það væri í samræmi við fyrirmæli í samþykkt ríkisstjórnarinnar um undirbúning og frágang stjórnarfrumvarpa. Jafnframt gefist aftur kostur á að koma á framfæri athugasemdum við frumvarpið við þinglega meðferð þess. Gagnrýni á stuttan umsagnarfrest um frumvarpið í samráðsgátt hafa komið frá fleirumm en SFS, þar á meðal Samtökum atvinnulífsins. Síðasta ríkisstjórn setti sér árið 2018 þá vinnureglu að gefinn væri að minnsta kosti tveggja til fjögurra vikna frestur til að skila inn umsögnum um drög að frumvörpum. Ný ríkisstjórn virðist ekki ætla að halda jafn fast í þá vinnureglu.
Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Matvælaframleiðsla Atvinnurekendur Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Rúmlega sextíu prósent þjóðarinnar eru hlynntir frumvarpi atvinnuvegaráðherra um breytingar á veiðigjöldum. 94 prósent telja að útgerðirnar séu færar um að greiða hærri veiðigjöld en þær gera í dag. 4. apríl 2025 11:53 Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Atvinnuvegaráðherra segir að ef fiskvinnslum verði lokað verði það ekki vegna hærri veiðigjalda heldur vegna þess að eigendur þeirra geri það til þess að lýsa óánægju sinni. Hann trúi því ekki fyrri en á reyni að sjávarútvegsfyrirtæki grípi til slíkra aðgerða. 28. mars 2025 14:12 „Þetta er afnotagjald“ Fjármála- og efnahagsráðherra segir breytingu á veiðigjöldum ekki vera skattlagningu heldur afnotagjald af auðlindum. Tillaga ráðherra hefur hlotið mikla gagnrýni, þá helst frá kvótaeigendum, á meðan merkja má ánægju víða í samfélaginu. 28. mars 2025 12:37 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Rúmlega sextíu prósent þjóðarinnar eru hlynntir frumvarpi atvinnuvegaráðherra um breytingar á veiðigjöldum. 94 prósent telja að útgerðirnar séu færar um að greiða hærri veiðigjöld en þær gera í dag. 4. apríl 2025 11:53
Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Atvinnuvegaráðherra segir að ef fiskvinnslum verði lokað verði það ekki vegna hærri veiðigjalda heldur vegna þess að eigendur þeirra geri það til þess að lýsa óánægju sinni. Hann trúi því ekki fyrri en á reyni að sjávarútvegsfyrirtæki grípi til slíkra aðgerða. 28. mars 2025 14:12
„Þetta er afnotagjald“ Fjármála- og efnahagsráðherra segir breytingu á veiðigjöldum ekki vera skattlagningu heldur afnotagjald af auðlindum. Tillaga ráðherra hefur hlotið mikla gagnrýni, þá helst frá kvótaeigendum, á meðan merkja má ánægju víða í samfélaginu. 28. mars 2025 12:37