Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. apríl 2025 06:48 Eldgosinu er formlega lokið en ekki atburðinum að sögn jarðvísindamanna. Enn mælast skjálftar í kvikuganginum. Vísir/Anton Brink Jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga hélt áfram í nótt en hefur þó farið minnkandi frá fyrri dögum. Hins vegar reið kröftug gikkskjálftahrina yfir við Trölladyngju og fannst hún víða. Þetta kemur fram í tilkynningu frá náttúruvárvakt Veðurstofunnar. Þar kemur fram að dregið hafi úr skjálftavirkni í kvikuganginum en hún sé þó nokkuð jafndreifð um hann, frá Stóra Skógfelli í suðri og norður fyrir Keili. Sömuleiðis sé dýpi skjálfta enn nokkuð stöðugt á milli fjögurra og sex kílómetra. Jarðvísindamenn lýstu síðdegis í gær yfir endalokum eldgossins. Kvikuflæði væri það lítið að landsig mældist ekki. Atburðinum væri þó ekki lokið því áfram mælist fjöldi smáskjálfta á norðurhluta kvikugangsins. Ólíklegt væri að ný gosopnun myndaðist yfir norðausturhluta kvikugangsins, eins og óttast var um tíma. Hins vegar ríkti óvissa um framhaldið en aflögunarmælingar næstu daga og vikna myndu varpa ljósi á kvikusöfnun undir Svartsengi. Skjálftavirkni síðustu tólf klukkustundir. Gikkskjálftahrina við Trölladyngju fannst víða Öflug hrina gikkskjálfta hófst um hálf sex í gærkvöldi við Trölladyngju norðvestan við Kleifarvatn og hélt áfram í marga klukkutíma. Um var að ræða gikkskjálftahrinu sem hófst við Reykjanestá og færði sig svo að Eldey og loks Trölladyngju. Stærsti skjálftinn sem mældist var 3.9 að stærð rétt fyrir ellefu í gærkvöldi en alls mældust fimm skjálftar yfir 3 að stærð frá upphafi hrinunnar. Náttúruvárvakt Veðurstofunnar segir Veðurstofunni hafa borist fjölmargar tilkynningar um að skjálftarnir hefðu fundist í byggð. „Eftir miðnætti hefur hægt og bítandi dregið úr fjölda gikkskjálfta á svæðinu,“ segir í tilkynningunni. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá náttúruvárvakt Veðurstofunnar. Þar kemur fram að dregið hafi úr skjálftavirkni í kvikuganginum en hún sé þó nokkuð jafndreifð um hann, frá Stóra Skógfelli í suðri og norður fyrir Keili. Sömuleiðis sé dýpi skjálfta enn nokkuð stöðugt á milli fjögurra og sex kílómetra. Jarðvísindamenn lýstu síðdegis í gær yfir endalokum eldgossins. Kvikuflæði væri það lítið að landsig mældist ekki. Atburðinum væri þó ekki lokið því áfram mælist fjöldi smáskjálfta á norðurhluta kvikugangsins. Ólíklegt væri að ný gosopnun myndaðist yfir norðausturhluta kvikugangsins, eins og óttast var um tíma. Hins vegar ríkti óvissa um framhaldið en aflögunarmælingar næstu daga og vikna myndu varpa ljósi á kvikusöfnun undir Svartsengi. Skjálftavirkni síðustu tólf klukkustundir. Gikkskjálftahrina við Trölladyngju fannst víða Öflug hrina gikkskjálfta hófst um hálf sex í gærkvöldi við Trölladyngju norðvestan við Kleifarvatn og hélt áfram í marga klukkutíma. Um var að ræða gikkskjálftahrinu sem hófst við Reykjanestá og færði sig svo að Eldey og loks Trölladyngju. Stærsti skjálftinn sem mældist var 3.9 að stærð rétt fyrir ellefu í gærkvöldi en alls mældust fimm skjálftar yfir 3 að stærð frá upphafi hrinunnar. Náttúruvárvakt Veðurstofunnar segir Veðurstofunni hafa borist fjölmargar tilkynningar um að skjálftarnir hefðu fundist í byggð. „Eftir miðnætti hefur hægt og bítandi dregið úr fjölda gikkskjálfta á svæðinu,“ segir í tilkynningunni.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira