Bæði vonbrigði og léttir Jón Þór Stefánsson skrifar 2. apríl 2025 21:57 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir að nú verði vinaþjóðir að standa saman. Vísir/Anton Brink Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra lýsir bæði ákveðnum vonbrigðum og létti vegna ákvörðunar Donalds Trumps Bandaríkjaforseta að leggja tíu prósenta lágmarkstoll á innfluttar vörur frá öllum ríkjum. Þorgerður segir að nú muni Íslendingar meta stöðuna, líkt og önnur ríki séu að gera, og reyna að finna farsæla lausn á þessu með Bandaríkjunum. Á morgun hyggst hún að boða til fundar með fulltrúum atvinnulífsins og fulltrúa frá bandaríska sendiráðinu. „Þetta er eitthvað sem við ætlum að fara yfir yfirvegað. Við ætlum að greina, meta stöðuna og ekki síst vera í miklu samráði við atvinnulífið um þá stöðu sem upp er komin. Við viljum auðvitað finna mjög farsæla lausn á þessu alvarlega málið í gegnum uppbyggilegt samtal við Bandaríkin,“ segir Þorgerður Katrín en fréttastofa náði að tali af henni örskömmu eftir að Trump tilkynnti um ákvörðun sína. „Við Íslendingar höfum alltaf átt í góðu sambandi og samskiptum við Bandaríkin. Vöruskipti okkar hafa verið í jafnvægi, þannig að báðar þjóðir hafa hagnast á viðskiptunum. Ég verð að segja að það eru að einhverju leyti vonbrigði að sjá þessa mikilvægu bandamenn okkar hækka tolla á innflutning okkar fyrirtækja inn á Bandaríkjamarkað. Okkar markaður er mjög opinn fyrir bandarískan innflutning,“ segir Þorgerður. Á skjön við reglurnar sem Bandaríkjamenn settu á fót Líkt og hefur komið fram mun tíu prósenta tollur leggjast á ísland. Þá mun Evrópusambandið fá tuttugu prósenta toll, og Noregur fimmtán prósent. „Við erum með tíu prósent. Ég sé að aðrar þjóðir koma misvel undan þessu. Viðhorf okkar Íslendinga í gegnum tíðina er að það er mikilvægt fyrir þjóðir, ekki síst litlar þjóðir eins og okkur, að hafa greiðan og opinn aðgang að mörkuðum, að það sé frelsi. Að einhverju leyti er þetta á skjön við þessar alþjóðlegu leikreglur í viðskiptum, sem Bandaríkin komu að sjálf mestu upp,“ segir Þorgerður. „Ég er náttúrulega fylgjandi þessum opna frjálsa markaði. Hærri tollar, óvissa og ófyrirsjáanleiki er ekki í þágu útflytjanda frekar en einhverra annarra.“ Ekki rétt að etja vinaþjóðum saman Var einhver léttir að sjá Ísland í þessum lágmarksflokki? „Já já, auðvitað er það þannig. En það breytir ekki því að stóra myndin er sú, sem mér finnst erfitt að horfa upp á, að það er svolítið verið að etja líkt þenkjandi þjóðum saman,“ segir Þorgerður. „Ríkin sem eru að tala fyrir opnum og frjálsum mörkuðum, lýðræði og mannréttindum, við eigum að standa saman. Við eigum ekki að etja hvoru öðru gegn hvoru öðru. Við viljum ekki sjá okkar vinaþjóðir koma verr eða illa út úr þessu. Það má ekki gerast að þjóðirnar sem hafa staðið saman fari núna út og suður.“ Bandaríkin Utanríkismál Skattar og tollar Donald Trump Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Efnahagsmál Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Þorgerður segir að nú muni Íslendingar meta stöðuna, líkt og önnur ríki séu að gera, og reyna að finna farsæla lausn á þessu með Bandaríkjunum. Á morgun hyggst hún að boða til fundar með fulltrúum atvinnulífsins og fulltrúa frá bandaríska sendiráðinu. „Þetta er eitthvað sem við ætlum að fara yfir yfirvegað. Við ætlum að greina, meta stöðuna og ekki síst vera í miklu samráði við atvinnulífið um þá stöðu sem upp er komin. Við viljum auðvitað finna mjög farsæla lausn á þessu alvarlega málið í gegnum uppbyggilegt samtal við Bandaríkin,“ segir Þorgerður Katrín en fréttastofa náði að tali af henni örskömmu eftir að Trump tilkynnti um ákvörðun sína. „Við Íslendingar höfum alltaf átt í góðu sambandi og samskiptum við Bandaríkin. Vöruskipti okkar hafa verið í jafnvægi, þannig að báðar þjóðir hafa hagnast á viðskiptunum. Ég verð að segja að það eru að einhverju leyti vonbrigði að sjá þessa mikilvægu bandamenn okkar hækka tolla á innflutning okkar fyrirtækja inn á Bandaríkjamarkað. Okkar markaður er mjög opinn fyrir bandarískan innflutning,“ segir Þorgerður. Á skjön við reglurnar sem Bandaríkjamenn settu á fót Líkt og hefur komið fram mun tíu prósenta tollur leggjast á ísland. Þá mun Evrópusambandið fá tuttugu prósenta toll, og Noregur fimmtán prósent. „Við erum með tíu prósent. Ég sé að aðrar þjóðir koma misvel undan þessu. Viðhorf okkar Íslendinga í gegnum tíðina er að það er mikilvægt fyrir þjóðir, ekki síst litlar þjóðir eins og okkur, að hafa greiðan og opinn aðgang að mörkuðum, að það sé frelsi. Að einhverju leyti er þetta á skjön við þessar alþjóðlegu leikreglur í viðskiptum, sem Bandaríkin komu að sjálf mestu upp,“ segir Þorgerður. „Ég er náttúrulega fylgjandi þessum opna frjálsa markaði. Hærri tollar, óvissa og ófyrirsjáanleiki er ekki í þágu útflytjanda frekar en einhverra annarra.“ Ekki rétt að etja vinaþjóðum saman Var einhver léttir að sjá Ísland í þessum lágmarksflokki? „Já já, auðvitað er það þannig. En það breytir ekki því að stóra myndin er sú, sem mér finnst erfitt að horfa upp á, að það er svolítið verið að etja líkt þenkjandi þjóðum saman,“ segir Þorgerður. „Ríkin sem eru að tala fyrir opnum og frjálsum mörkuðum, lýðræði og mannréttindum, við eigum að standa saman. Við eigum ekki að etja hvoru öðru gegn hvoru öðru. Við viljum ekki sjá okkar vinaþjóðir koma verr eða illa út úr þessu. Það má ekki gerast að þjóðirnar sem hafa staðið saman fari núna út og suður.“
Bandaríkin Utanríkismál Skattar og tollar Donald Trump Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Efnahagsmál Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun