Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar 2. apríl 2025 06:03 Hér á okkar blessaða landi fer oft fram umræða, sem meikar lítinn sens. Er stundum út í hött. Eitt af því, sem hefur verið í tízku, er, að fullyrða, að Evrópa sé veik og getulaus, þar sé allt í hers höndum, ef álfan er þá ekki brennandi hús eða rjúkandi rústir. Þeir, sem hér fara, eru annað hvort afar illa upplýstir, vita ekki betur, eru þá hálfgerðir aular, eða þá, að þeira vita nokkuð um málið, en hika ekki við, að fara með rangfærslur og ósannindi. „Brennandi hús“, ekki man ég betur, en að fyrrvernandi ráðherra, formaður B, hafi lýst Evrópu svo; annað eins aula- eða rangfærslutal. Efnahagslega geta er mæld í vergri landsframleiðslu, VLF. Á Ensku GDP. Ef efhanhagsleg geta helztu 11 landa heims, nú 2025, er skoðuð, kemur í ljós, að 4 þeirra eru evrópsk! Númer 3 Þýzkaland, nr. 6. Bretland, nr. 7 Frakkland og númer 8 Ítalía. Hvernig má það vera, að Evrópa sé brennandi hús, sérstaklega í ljósi þess, að það eru tugir þjóða, sem eru miklu mannfleiri, allt að 15-falt, en eru þó með lægri heildar VFL en t.a.m. Þýzkaland!? Ef farið er eftir nýlegum lista IMF yfir áætlaða landsframleiðslu í billjónum (1.000 milljörðum) Bandaríkjadala helztu 11 ríkja heims, þá lítur hann svona út: -Bandaríkin (íbúar 336 milljónir) 30,34 billjónir -Kína (íbúar 1.410 milljónir) 19,5 billjónir -Þýzkaland (íbúar 84 milljónir) 4,9 billjónir -Japan (íbúar 123 milljónir) 4,4 billjónir -Indland (íbúar 1.430 milljónir) 4,3 billjónir -Bretland (íbúar 69 milljónir) 3,7 billjónir -Frakkland (íbúar 66 milljónir) 3,3 billjónir -Ítalía (íbúar 59 milljónir) 2,5 billjónir -Kanada (íbúar 40 milljónir) 2,3 billjónir -Brasilía (íbúar 217 milljónir) 2,3 billjónir -Rússland (íbúar 144 milljónir) 2,2 billjónir Þarna blasir m.a. við, að landsframleiðsla Þjóðvera, með 84 milljónir íbúa, er mun meiri, en landsframleiðsla Indlands, með sína 1.430 milljónir íbúa, 15-falt fleiri, landsframleiðsla Þýzkalands er meira en helmingi meiri en landsframleiðsla Rússa, sem hafa tvisvar sinnum fleiri íbúa og annað eftir því. Bretland, Frakkland og Ítalía slá líka út Rússland og Brasilíu og Rússland, sem hafa þrefallt eða fjórfallt fleiri íbúa. Tal um að Evrópa sé veik og getulaus, er hreint aulatal. Árás Pútíns (ég segi Pútíns, ekki rússnesku þjóðarinnar, hún var/er ekki að verki) olli Evrópu hins vegar alvarlegum skaða. Evrópa hafði í miklum mæli byggt sinn efnahag á rússneskum orkugjöfum, olíu og gasi. Orkan er aflgjafi allrar framleiðslu, verzlunar og þjónustu. Evrópa hafði fengið sína orku mikið frá Rússlandi og það á hagstæðu verði. Þegar Úkraínu stríðið leiddi svo til þess, að þessi orkuviðskipti hættu, og Evrópa varð að leita sér að nýjum orkubirgjum, þar sem verðlag var hærra, einkum til að byrja með, leiddi það til verðbólgu og tímabundins efnahagslegs samdráttar í Evrópu. Þrátt fyrir þetta, stendur Evrópa feikivel, eins og sjá má, hún er nú líka búin að leysa sín orkumál, eigin orkuframleiðslu og -innkaup, og stefnir nú aftur, eftir 3ja ára umþóttunartíma, með og frá 2026, í öflugan hagvöxt. Er það mat undirritaðs, að þar muni Evrópa fara fram úr BNA, en nýr forseti þar er að setja efnahagsmál landsins í stórfellt uppnám, með því að víkja frá markaðskerfinu, frjálsri samkeppni, þar sem sá hæfasti vinnur og býður markaðnum upp á hagstæðustu lausnirnar, fyrir almenning og atvinnuvegi. Í stað þess er rugludallurinn Trump að innleiða stórfellda vernd fyrir innlenda starfssemi, iðnað og verzlun, en slík verndarstefna mun í lok dags leiða til verðbólgu, hækkaðs verðs, bæði á innflutningi og því sem framleitt er innanlands, og þar með til skertrar kaupgetu, minnkandi eftirspurnar, samdráttar og atvinnuleysis. Menn kunna að spyrja, af hverju Evrópa hafi komið sér í þau mál, að verða svona háð Rússlandi með orku og sinn efnahag. Merkel kanslari Þýzkaland 2005-2021 ber mikla ábyrgð á því. Ég er ekki að segja, að hér hafi hún gert mistök, heldur það, að sú friðarstefna fyrir Evrópu, sem hún innleiddi og rak, gekk á endanum ekki upp. Merkel taldi, að unnt væri að tryggja góða samvinnu og frið milli Rússlands og Evrópu með góðum og hagstæðum gagnkvæmum viðskiptum. Að Rússar, myndu ekki ráðast á góðan, eða, hér, sinn bezta viðskiptavin. Í þessari hugmyndafræði býr auðvitað verulegi skynsemi, og stóðst þessi stefna lengi, en í lokin brast hún, þar sem Pútiín taldi sig hafa gert Evrópu svo háða sér með orku, að hún gæti ekkert gert, þó að hann léti sverfa til stáls, sprengdi samstarfs- og vinátturamman með árás á Úkraínu. Þar brást honum auðvitað bogalistin, Evrópa brást við með vina- og samstarfsslitum, en þar með datt botninn úr Austur-Vestur stefnu Merkel. Í lok dags er það þó Pútín, sem stendur uppi sem lúser, annars vegar mun hann ekki ná Úkraínu, með þeim hætti, sem hann vildi, og hins vegar hafa svik hans við Evrópu þrýst ríkjum áfunnar svo fast saman, að þau standa eins og ein órofa heild, ekki bara efnahgslega, heldur líka í ört vaxandi mæli varnar- og hernaðarlega, en þar er einmitt ESB að taka allt frumkvæðið, með frumkvæði að stórfelldri varnar- og hervæðingu bandalagsríkjanna 27, sennilega þeirrar mestu í sögunni, og flyzt þar þyngd frá NATO yfir á ESB. BNA munu detta þar út í vaxandi mæli, enda ekkert á þau að treysa. Sjálfstæðisflokkurinn norski, Höyre, er nú þegar kominn á fulla ferð í því að undirbúa nýtt þjóðaratkvæði um ESB-aðild, en Höyre er frjálslyndur hægri flokkur, eins og Sjálfstæðisflokkurinn var, en er ekki lengur. Höfundur er samfélagsrýnir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Hér á okkar blessaða landi fer oft fram umræða, sem meikar lítinn sens. Er stundum út í hött. Eitt af því, sem hefur verið í tízku, er, að fullyrða, að Evrópa sé veik og getulaus, þar sé allt í hers höndum, ef álfan er þá ekki brennandi hús eða rjúkandi rústir. Þeir, sem hér fara, eru annað hvort afar illa upplýstir, vita ekki betur, eru þá hálfgerðir aular, eða þá, að þeira vita nokkuð um málið, en hika ekki við, að fara með rangfærslur og ósannindi. „Brennandi hús“, ekki man ég betur, en að fyrrvernandi ráðherra, formaður B, hafi lýst Evrópu svo; annað eins aula- eða rangfærslutal. Efnahagslega geta er mæld í vergri landsframleiðslu, VLF. Á Ensku GDP. Ef efhanhagsleg geta helztu 11 landa heims, nú 2025, er skoðuð, kemur í ljós, að 4 þeirra eru evrópsk! Númer 3 Þýzkaland, nr. 6. Bretland, nr. 7 Frakkland og númer 8 Ítalía. Hvernig má það vera, að Evrópa sé brennandi hús, sérstaklega í ljósi þess, að það eru tugir þjóða, sem eru miklu mannfleiri, allt að 15-falt, en eru þó með lægri heildar VFL en t.a.m. Þýzkaland!? Ef farið er eftir nýlegum lista IMF yfir áætlaða landsframleiðslu í billjónum (1.000 milljörðum) Bandaríkjadala helztu 11 ríkja heims, þá lítur hann svona út: -Bandaríkin (íbúar 336 milljónir) 30,34 billjónir -Kína (íbúar 1.410 milljónir) 19,5 billjónir -Þýzkaland (íbúar 84 milljónir) 4,9 billjónir -Japan (íbúar 123 milljónir) 4,4 billjónir -Indland (íbúar 1.430 milljónir) 4,3 billjónir -Bretland (íbúar 69 milljónir) 3,7 billjónir -Frakkland (íbúar 66 milljónir) 3,3 billjónir -Ítalía (íbúar 59 milljónir) 2,5 billjónir -Kanada (íbúar 40 milljónir) 2,3 billjónir -Brasilía (íbúar 217 milljónir) 2,3 billjónir -Rússland (íbúar 144 milljónir) 2,2 billjónir Þarna blasir m.a. við, að landsframleiðsla Þjóðvera, með 84 milljónir íbúa, er mun meiri, en landsframleiðsla Indlands, með sína 1.430 milljónir íbúa, 15-falt fleiri, landsframleiðsla Þýzkalands er meira en helmingi meiri en landsframleiðsla Rússa, sem hafa tvisvar sinnum fleiri íbúa og annað eftir því. Bretland, Frakkland og Ítalía slá líka út Rússland og Brasilíu og Rússland, sem hafa þrefallt eða fjórfallt fleiri íbúa. Tal um að Evrópa sé veik og getulaus, er hreint aulatal. Árás Pútíns (ég segi Pútíns, ekki rússnesku þjóðarinnar, hún var/er ekki að verki) olli Evrópu hins vegar alvarlegum skaða. Evrópa hafði í miklum mæli byggt sinn efnahag á rússneskum orkugjöfum, olíu og gasi. Orkan er aflgjafi allrar framleiðslu, verzlunar og þjónustu. Evrópa hafði fengið sína orku mikið frá Rússlandi og það á hagstæðu verði. Þegar Úkraínu stríðið leiddi svo til þess, að þessi orkuviðskipti hættu, og Evrópa varð að leita sér að nýjum orkubirgjum, þar sem verðlag var hærra, einkum til að byrja með, leiddi það til verðbólgu og tímabundins efnahagslegs samdráttar í Evrópu. Þrátt fyrir þetta, stendur Evrópa feikivel, eins og sjá má, hún er nú líka búin að leysa sín orkumál, eigin orkuframleiðslu og -innkaup, og stefnir nú aftur, eftir 3ja ára umþóttunartíma, með og frá 2026, í öflugan hagvöxt. Er það mat undirritaðs, að þar muni Evrópa fara fram úr BNA, en nýr forseti þar er að setja efnahagsmál landsins í stórfellt uppnám, með því að víkja frá markaðskerfinu, frjálsri samkeppni, þar sem sá hæfasti vinnur og býður markaðnum upp á hagstæðustu lausnirnar, fyrir almenning og atvinnuvegi. Í stað þess er rugludallurinn Trump að innleiða stórfellda vernd fyrir innlenda starfssemi, iðnað og verzlun, en slík verndarstefna mun í lok dags leiða til verðbólgu, hækkaðs verðs, bæði á innflutningi og því sem framleitt er innanlands, og þar með til skertrar kaupgetu, minnkandi eftirspurnar, samdráttar og atvinnuleysis. Menn kunna að spyrja, af hverju Evrópa hafi komið sér í þau mál, að verða svona háð Rússlandi með orku og sinn efnahag. Merkel kanslari Þýzkaland 2005-2021 ber mikla ábyrgð á því. Ég er ekki að segja, að hér hafi hún gert mistök, heldur það, að sú friðarstefna fyrir Evrópu, sem hún innleiddi og rak, gekk á endanum ekki upp. Merkel taldi, að unnt væri að tryggja góða samvinnu og frið milli Rússlands og Evrópu með góðum og hagstæðum gagnkvæmum viðskiptum. Að Rússar, myndu ekki ráðast á góðan, eða, hér, sinn bezta viðskiptavin. Í þessari hugmyndafræði býr auðvitað verulegi skynsemi, og stóðst þessi stefna lengi, en í lokin brast hún, þar sem Pútiín taldi sig hafa gert Evrópu svo háða sér með orku, að hún gæti ekkert gert, þó að hann léti sverfa til stáls, sprengdi samstarfs- og vinátturamman með árás á Úkraínu. Þar brást honum auðvitað bogalistin, Evrópa brást við með vina- og samstarfsslitum, en þar með datt botninn úr Austur-Vestur stefnu Merkel. Í lok dags er það þó Pútín, sem stendur uppi sem lúser, annars vegar mun hann ekki ná Úkraínu, með þeim hætti, sem hann vildi, og hins vegar hafa svik hans við Evrópu þrýst ríkjum áfunnar svo fast saman, að þau standa eins og ein órofa heild, ekki bara efnahgslega, heldur líka í ört vaxandi mæli varnar- og hernaðarlega, en þar er einmitt ESB að taka allt frumkvæðið, með frumkvæði að stórfelldri varnar- og hervæðingu bandalagsríkjanna 27, sennilega þeirrar mestu í sögunni, og flyzt þar þyngd frá NATO yfir á ESB. BNA munu detta þar út í vaxandi mæli, enda ekkert á þau að treysa. Sjálfstæðisflokkurinn norski, Höyre, er nú þegar kominn á fulla ferð í því að undirbúa nýtt þjóðaratkvæði um ESB-aðild, en Höyre er frjálslyndur hægri flokkur, eins og Sjálfstæðisflokkurinn var, en er ekki lengur. Höfundur er samfélagsrýnir
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar