Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. apríl 2025 19:27 He Rulong sendiherra Kína á Íslandi. Vísir/Arnar Sendiherra Kína á Íslandi segist harma fullyrðingar yfirmanns öryggis- og greiningarsviðs ríkislögreglustjóra um njósnir Kínverja hér á landi. Hann hafnar þeim með öllum og segist vona að löndin haldi áfram giftusamlegu samstarfi. Karl Steinar Valsson yfirmaður öryggis- og greiningarsviðs ríkislögreglustjóra sagði í síðustu viku að tímabært væri að opna umræðuna um njósnir Kínverja á Íslandi. Hann kynnti nýtt stöðumat um öryggisáskoranir á ráðstefnu embættisins í síðustu viku og sagði að viðkvæmt hefði verið að fjalla um njósnir Kínverja hér á landi, en nú væri tímabært að opna þá umræðu. Segir mikla hagsmuni í húfi Sendiherra Kína á Íslandi He Rulong bauð fulltrúum íslensks atvinnulífs og utanríkisráðuneytinu á pallborð um samstarf Kína og Íslands á sviði viðskipta, menningar og orkumála. Hann hafnar ásökunum lögreglunnar um njósnir og segir Kína ekki skipta sér af innanríkismálum á Íslandi. „Og ég tel augljóst að atvinnulífið og fólkið í landinu styður samstarf og ég vona að ríkisstjórnir okkar geti gripið tækifærið, því samstarf þjóðanna tveggja getur komið þeim báðum vel,“ segir sendiherrann. Miklir hagsmunir séu í húfi í umræðu sem þessari, fjöldi kínverskra ferðamanna hafi sem dæmi aldrei verið meiri á Íslandi og segir Rulong að neikvæð umræða um Kína hérlendis geti haft áhrif á skoðanir þeirra og þeir velt fyrir sér hvort þeir séu velkomnir hér á landi. „Ísland hefur margt að bjóða, þetta er stórkostlegur staður og ég er eilítið sorgmæddur og hissa til að vera hreinskilinn á því að slík ummæli hafi verið látin falla þegar fólkið ykkar hefur sósts eftir samstarfi við Kína.“ Hann segist telja kínversku þjóðina sára vegna ummælanna. Rulong segist vona að viðkomandi stofnun, það er Ríkislögreglustjóri, sjái að sér og hlusti á raddir þeirra sem kallað hafa eftir samstarfi ríkjanna tveggja. Kína Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Fjarskipti Sendiráð á Íslandi Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Karl Steinar Valsson yfirmaður öryggis- og greiningarsviðs ríkislögreglustjóra sagði í síðustu viku að tímabært væri að opna umræðuna um njósnir Kínverja á Íslandi. Hann kynnti nýtt stöðumat um öryggisáskoranir á ráðstefnu embættisins í síðustu viku og sagði að viðkvæmt hefði verið að fjalla um njósnir Kínverja hér á landi, en nú væri tímabært að opna þá umræðu. Segir mikla hagsmuni í húfi Sendiherra Kína á Íslandi He Rulong bauð fulltrúum íslensks atvinnulífs og utanríkisráðuneytinu á pallborð um samstarf Kína og Íslands á sviði viðskipta, menningar og orkumála. Hann hafnar ásökunum lögreglunnar um njósnir og segir Kína ekki skipta sér af innanríkismálum á Íslandi. „Og ég tel augljóst að atvinnulífið og fólkið í landinu styður samstarf og ég vona að ríkisstjórnir okkar geti gripið tækifærið, því samstarf þjóðanna tveggja getur komið þeim báðum vel,“ segir sendiherrann. Miklir hagsmunir séu í húfi í umræðu sem þessari, fjöldi kínverskra ferðamanna hafi sem dæmi aldrei verið meiri á Íslandi og segir Rulong að neikvæð umræða um Kína hérlendis geti haft áhrif á skoðanir þeirra og þeir velt fyrir sér hvort þeir séu velkomnir hér á landi. „Ísland hefur margt að bjóða, þetta er stórkostlegur staður og ég er eilítið sorgmæddur og hissa til að vera hreinskilinn á því að slík ummæli hafi verið látin falla þegar fólkið ykkar hefur sósts eftir samstarfi við Kína.“ Hann segist telja kínversku þjóðina sára vegna ummælanna. Rulong segist vona að viðkomandi stofnun, það er Ríkislögreglustjóri, sjái að sér og hlusti á raddir þeirra sem kallað hafa eftir samstarfi ríkjanna tveggja.
Kína Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Fjarskipti Sendiráð á Íslandi Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira