„Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Elín Margrét Böðvarsdóttir og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 1. apríl 2025 11:40 Gossprungan hefur jafnt og þétt haldið áfram að lengjast og hefur síðan þessi mynd var tekin í morgun teygt sig inn fyrir varnargarðana og nær Grindavík. Vísir/RAX Gregory Paul De Pascale dósent við jarðvísindadeild Háskóla Íslands, segir koma á óvart hve lítill kraftur er í eldgosinu sem hófst í morgun skammt frá Grindavík, samanborið við þrjú síðustu eldgos á Sundhnúksgígaröðinni. Það komi nokkuð á óvart og gæti verið til markst um að eldgosið standi yfir í lengri tíma, en erfitt sé þó að spá fyrir um það á þessum tímapunkti. Gregory Paul De Pascale ræddi við Tómas Arnar Þorláksson fréttamann nærri gosstöðvunum í morgun, en viðtalið í heild sinni má finna í spilaranum hér að neðan. „Ég vaknaði og sá að eitthvað var að gerast og lagði af stað hingað um leið,“ segir Gregory. Eftir um klukkustundar bið byrjaði hraunið hægt og rólega að malla upp úr jörðinni. Hann lýsir því meðal annars í viðtalinu hvernig gosstrókarnir hafi teygt sig um sextíu til sjötíu metra upp í loftið, sem séu ekki eins háir gosstrókar og oft áður þegar þeir hafi náð allt upp í um þrjú hundruð metra. „Þetta virðist vera nokkuð minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos,“ segir Gregory. „Þetta er í þróun núna. Þetta virðist líkara Fagradalsfjalli sem var mjög hægt, hægfara gos sem stóð í langan tíma. Við erum að horfa á hegðun flókinna kerfa, svo með því að rannsaka þetta reynum við að fá vísbendingu um hvað gæti gerst í framtíðinni. En þetta er mjög ólíkt síðustu þremur gosum, svo það kemur aðeins á óvart,“ útskýrir Gregory. Miðað við þann hraða sem sé á gosinu núna gæti það verið vísbending um að gosið muni standa yfir í lengri tíma, í ljósi þess hve mikil kvika mælingar benda til að sé í kvikuhólfinu. „Það gæti verið. Sem vísindamenn er erfitt að spá fyrir um það á þessum tímapunkti,“ segir Gregory. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
Gregory Paul De Pascale ræddi við Tómas Arnar Þorláksson fréttamann nærri gosstöðvunum í morgun, en viðtalið í heild sinni má finna í spilaranum hér að neðan. „Ég vaknaði og sá að eitthvað var að gerast og lagði af stað hingað um leið,“ segir Gregory. Eftir um klukkustundar bið byrjaði hraunið hægt og rólega að malla upp úr jörðinni. Hann lýsir því meðal annars í viðtalinu hvernig gosstrókarnir hafi teygt sig um sextíu til sjötíu metra upp í loftið, sem séu ekki eins háir gosstrókar og oft áður þegar þeir hafi náð allt upp í um þrjú hundruð metra. „Þetta virðist vera nokkuð minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos,“ segir Gregory. „Þetta er í þróun núna. Þetta virðist líkara Fagradalsfjalli sem var mjög hægt, hægfara gos sem stóð í langan tíma. Við erum að horfa á hegðun flókinna kerfa, svo með því að rannsaka þetta reynum við að fá vísbendingu um hvað gæti gerst í framtíðinni. En þetta er mjög ólíkt síðustu þremur gosum, svo það kemur aðeins á óvart,“ útskýrir Gregory. Miðað við þann hraða sem sé á gosinu núna gæti það verið vísbending um að gosið muni standa yfir í lengri tíma, í ljósi þess hve mikil kvika mælingar benda til að sé í kvikuhólfinu. „Það gæti verið. Sem vísindamenn er erfitt að spá fyrir um það á þessum tímapunkti,“ segir Gregory.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira