Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar 1. apríl 2025 12:00 Í sumar verða 60 ár síðan Landsvirkjun var stofnuð. Á ársfundi Landsvirkjunar þann 4. mars síðastliðinn kom fram nauðsyn þess að vinna meiri raforku hér á Íslandi, en ógnarlangt leyfisveitingaferli stæði þeirri vinnslu fyrir þrifum. Umhverfis, orku og auðlindaráðherra hafði talað um raforkuöryggi og loftslagsmarkmið í viðtali við mbl.is þann 15. janúar síðastliðin til að réttlæta inngrip inn í leyfisveitingaferlið. Samorka hefur haldið því fram að loftslagsmarkmið og orkuskipti valdi því að virkja þarf sem nemur fimm nýjum Kárahnjúkavirkjunum á 18 árum til að ná markmiðum um full orkuskipti. Orkuskortur? Hvernig getur þjóð með allar þessar orkuauðlindir fundið sig í þessari stöðu? Ný ríkisstjórn er mætt með gamlar áherslur og gerræðislegar bókanir til að ryðja úr vegi „ógnarlöngu“ leyfisveitingaferli. Árangur áfram, ekkert stopp. Fyrir hverja er orkan? Kaupendur, eins og garðyrkjumenn, lifa nú í þeirri vonlausu stöðu að reiða sig heildsölumarkaðinn Vonarskarð sem setur þá í beina samkeppni við stórnotendur í stað þess að fá forgang. Niðurstaðan af þeim viðskiptum er snar hækkað raforkuverð. Árið 2003 sömdu íslensk stjórnvöld um raforkusamninga við ALCOA og hófu byggingu Kárahnjúkavirkjunar. Ekki þarf að fjölyrða um átökin sem fylgdu þeim framkvæmdum en hún átti að mala gull. Við höfum ekki fengið að vita arðsemina af þeirri fjárfestingu því Landsvirkjun reiknar ekki út arðsemi Kárahnjúkavirkjunar sérstaklega. Þar sem langt er um liðið þá er alveg hægt að geta sér til um raunverulegan árangur með smá samanburði. Gefum okkur að eigendur Landsvirkjunar, árið 2003, hefðu slaufað framkvæmdum og sett fjármagn sem eyrnamerkt hefði verið Kárahnjúkavirkjun í algengan sjóð. Forsendur: Áætlaður kostnaður Kárahnjúkavirkjunar frá því í september 2003, án virðisauka og án kostnaðar vegna flutningsvirkja, hljóðaði upp á 85.5 milljarða króna. Bandarískir dalir keyptir fyrir 85.5 milljarða króna á genginu sem var þann 9. september 2003 gera um það bil $1060 milljónir. Fyrir þessa bandarísku dali er fjárfest í sjóði sem fylgir afkomu Standard and Poor's 500 vísitölunni í nóvember lok 2007, sama tíma og Kárahnjúkavirkjun var formlega gangsett. Arðgreiðslur sjóðsins fara ekki í frekari kaup í sjóðnum, annars stæði sjóðurinn 40% betur. Í dag stæði sjóðurinn í umþað bil $4300 milljónum. Sem dæmi að einn af eigendum Landsvirkjunar, Akureyrarbær, væri með varasjóð upp á um það bil 30 milljarða íslenskra króna. Akureyrabær seldi hlut sinn í Landsvirkjun fyrir rúma 3 milljarða í árslok 2006. Samkvæmt ársskýrslu Landsvirkjunar 2024 kemur fram að heildareignir eru $3478 milljónir. Þessi samanburður segir okkur það að fjárfestingar Landsvirkjunar hafa ekki verið góðar. Viðvarandi hræðsla, ofmat og óðagot stendur Landsvirkjun fyrir þrifum. Hér er ekki orkuskortur, hér er sóun. Við þurfum á yfirvegun, góðri yfirsýn og markvissri áætlun að halda. Hætta þarf við Hvammsvirkjun, loka Vonarskarði og forgangsraða kaupendum. Öll stærri fyrirtæki í orkuframleiðslu verða að vera í opinberri eigu vegna kerfislægu mikilvægi þeirra. Síðast en ekki síst verður að vera sátt um stefnu þjóðarinnar í orkumálum. Höfundur er áhugamaður um auðlindamál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Í sumar verða 60 ár síðan Landsvirkjun var stofnuð. Á ársfundi Landsvirkjunar þann 4. mars síðastliðinn kom fram nauðsyn þess að vinna meiri raforku hér á Íslandi, en ógnarlangt leyfisveitingaferli stæði þeirri vinnslu fyrir þrifum. Umhverfis, orku og auðlindaráðherra hafði talað um raforkuöryggi og loftslagsmarkmið í viðtali við mbl.is þann 15. janúar síðastliðin til að réttlæta inngrip inn í leyfisveitingaferlið. Samorka hefur haldið því fram að loftslagsmarkmið og orkuskipti valdi því að virkja þarf sem nemur fimm nýjum Kárahnjúkavirkjunum á 18 árum til að ná markmiðum um full orkuskipti. Orkuskortur? Hvernig getur þjóð með allar þessar orkuauðlindir fundið sig í þessari stöðu? Ný ríkisstjórn er mætt með gamlar áherslur og gerræðislegar bókanir til að ryðja úr vegi „ógnarlöngu“ leyfisveitingaferli. Árangur áfram, ekkert stopp. Fyrir hverja er orkan? Kaupendur, eins og garðyrkjumenn, lifa nú í þeirri vonlausu stöðu að reiða sig heildsölumarkaðinn Vonarskarð sem setur þá í beina samkeppni við stórnotendur í stað þess að fá forgang. Niðurstaðan af þeim viðskiptum er snar hækkað raforkuverð. Árið 2003 sömdu íslensk stjórnvöld um raforkusamninga við ALCOA og hófu byggingu Kárahnjúkavirkjunar. Ekki þarf að fjölyrða um átökin sem fylgdu þeim framkvæmdum en hún átti að mala gull. Við höfum ekki fengið að vita arðsemina af þeirri fjárfestingu því Landsvirkjun reiknar ekki út arðsemi Kárahnjúkavirkjunar sérstaklega. Þar sem langt er um liðið þá er alveg hægt að geta sér til um raunverulegan árangur með smá samanburði. Gefum okkur að eigendur Landsvirkjunar, árið 2003, hefðu slaufað framkvæmdum og sett fjármagn sem eyrnamerkt hefði verið Kárahnjúkavirkjun í algengan sjóð. Forsendur: Áætlaður kostnaður Kárahnjúkavirkjunar frá því í september 2003, án virðisauka og án kostnaðar vegna flutningsvirkja, hljóðaði upp á 85.5 milljarða króna. Bandarískir dalir keyptir fyrir 85.5 milljarða króna á genginu sem var þann 9. september 2003 gera um það bil $1060 milljónir. Fyrir þessa bandarísku dali er fjárfest í sjóði sem fylgir afkomu Standard and Poor's 500 vísitölunni í nóvember lok 2007, sama tíma og Kárahnjúkavirkjun var formlega gangsett. Arðgreiðslur sjóðsins fara ekki í frekari kaup í sjóðnum, annars stæði sjóðurinn 40% betur. Í dag stæði sjóðurinn í umþað bil $4300 milljónum. Sem dæmi að einn af eigendum Landsvirkjunar, Akureyrarbær, væri með varasjóð upp á um það bil 30 milljarða íslenskra króna. Akureyrabær seldi hlut sinn í Landsvirkjun fyrir rúma 3 milljarða í árslok 2006. Samkvæmt ársskýrslu Landsvirkjunar 2024 kemur fram að heildareignir eru $3478 milljónir. Þessi samanburður segir okkur það að fjárfestingar Landsvirkjunar hafa ekki verið góðar. Viðvarandi hræðsla, ofmat og óðagot stendur Landsvirkjun fyrir þrifum. Hér er ekki orkuskortur, hér er sóun. Við þurfum á yfirvegun, góðri yfirsýn og markvissri áætlun að halda. Hætta þarf við Hvammsvirkjun, loka Vonarskarði og forgangsraða kaupendum. Öll stærri fyrirtæki í orkuframleiðslu verða að vera í opinberri eigu vegna kerfislægu mikilvægi þeirra. Síðast en ekki síst verður að vera sátt um stefnu þjóðarinnar í orkumálum. Höfundur er áhugamaður um auðlindamál.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun