Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson og Styrmir Hallsson skrifa 31. mars 2025 15:30 Hvers vegna þurfa nemendur í hjúkrunarfræði að borga fyrir verknám? Verknám er ómissandi hluti af námi í hjúkrunarfræði, hvort sem um er að ræða grunn- eða framhaldsnám. Það er einmitt í verknáminu sem hjúkrunarfræðingar framtíðarinnar fá tækifæri til að tileinka sér hagnýta færni, tengja saman fræðilega þekkingu við raunverulegt starf og öðlast dýrmætan skilning á starfsháttum innan heilbrigðiskerfisins. Aðstæður í verknámi geta verið krefjandi, bæði líkamlega og andlega. Hjúkrunarnemar sinna raunverulegum störfum hjúkrunarfræðinga: þeir veita sjúklingum umönnun, halda fræðslu, gefa lyf, setja upp sondur og margt fleira. Í staðinn fá þeir hvorki greidda veikindadaga né annars konar starfsréttindi. Í staðinn fá nemendur uppsafnaðar skuldir, aukið vinnuálag og í sumum tilvikum upplifa þeir kulnun í starfi, þrátt fyrir að vera ekki einu sinni í “alvöru” vinnu. Verknám leiðir til tekjumissis þar sem nemar neyðast til þess að minnka við sig í hlutavinnu á meðan verknámi stendur, nema þeir taki á sig tvöfaldar vaktir. Valið stendur því á milli tekjutaps eða 16 klst vinnuvakta. Þetta er bæði ósanngjarnt og ólíðandi – sérstaklega í ljósi þess að nemendur eru ekki eingöngu í námi heldur leggja einnig sitt af mörkum á heilbrigðisstofnunum þar sem ríkir mannekla víða. Við hjá Röskvu skorum á Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga til að stíga inn og axla ábyrgð. Félagið telur um 4.800 félaga, þar af um 3.800 starfandi hjúkrunarfræðinga. Ef hver og einn þeirra myndi leggja einungis 208 kr aukalega á mánuði, 2.500 krónur á ári, í sameiginlegan sjóð, væri hægt að fjármagna verknám nemenda og styðja þannig við menntun næstu kynslóða hjúkrunarfræðinga. Jafnframt skorum við á Háskólinn taki þátt í að niðurgreiða á móti Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Þetta myndi skapa 24.000.000 kr. sjóð til að niðurgreiða verknám hjúkrunarfræðinema. Með öðrum orðum, risastórt skref í hagsmunabaráttunni. Það ætti að vera sameiginlegt hagsmunamál stéttarinnar – og sérstaklega Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga – að tryggja að menntun í hjúkrun sé aðgengileg, jöfn og án óþarfa hindrana. Það er kominn tími til að hlúa að framtíð hjúkrunar – ekki með orðum, heldur með aðgerðum. Höfundar eru Ríkharður Ólafsson, hjúkrunarfræðinemi í 3. sæti á framboðslista Röskvu fyrir Heilbrigðisvísindasvið, og Styrmir Hallsson, stúdentaráðsliði fyrir hönd Röskvu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Heilbrigðismál Hagsmunir stúdenta Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Hvers vegna þurfa nemendur í hjúkrunarfræði að borga fyrir verknám? Verknám er ómissandi hluti af námi í hjúkrunarfræði, hvort sem um er að ræða grunn- eða framhaldsnám. Það er einmitt í verknáminu sem hjúkrunarfræðingar framtíðarinnar fá tækifæri til að tileinka sér hagnýta færni, tengja saman fræðilega þekkingu við raunverulegt starf og öðlast dýrmætan skilning á starfsháttum innan heilbrigðiskerfisins. Aðstæður í verknámi geta verið krefjandi, bæði líkamlega og andlega. Hjúkrunarnemar sinna raunverulegum störfum hjúkrunarfræðinga: þeir veita sjúklingum umönnun, halda fræðslu, gefa lyf, setja upp sondur og margt fleira. Í staðinn fá þeir hvorki greidda veikindadaga né annars konar starfsréttindi. Í staðinn fá nemendur uppsafnaðar skuldir, aukið vinnuálag og í sumum tilvikum upplifa þeir kulnun í starfi, þrátt fyrir að vera ekki einu sinni í “alvöru” vinnu. Verknám leiðir til tekjumissis þar sem nemar neyðast til þess að minnka við sig í hlutavinnu á meðan verknámi stendur, nema þeir taki á sig tvöfaldar vaktir. Valið stendur því á milli tekjutaps eða 16 klst vinnuvakta. Þetta er bæði ósanngjarnt og ólíðandi – sérstaklega í ljósi þess að nemendur eru ekki eingöngu í námi heldur leggja einnig sitt af mörkum á heilbrigðisstofnunum þar sem ríkir mannekla víða. Við hjá Röskvu skorum á Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga til að stíga inn og axla ábyrgð. Félagið telur um 4.800 félaga, þar af um 3.800 starfandi hjúkrunarfræðinga. Ef hver og einn þeirra myndi leggja einungis 208 kr aukalega á mánuði, 2.500 krónur á ári, í sameiginlegan sjóð, væri hægt að fjármagna verknám nemenda og styðja þannig við menntun næstu kynslóða hjúkrunarfræðinga. Jafnframt skorum við á Háskólinn taki þátt í að niðurgreiða á móti Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Þetta myndi skapa 24.000.000 kr. sjóð til að niðurgreiða verknám hjúkrunarfræðinema. Með öðrum orðum, risastórt skref í hagsmunabaráttunni. Það ætti að vera sameiginlegt hagsmunamál stéttarinnar – og sérstaklega Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga – að tryggja að menntun í hjúkrun sé aðgengileg, jöfn og án óþarfa hindrana. Það er kominn tími til að hlúa að framtíð hjúkrunar – ekki með orðum, heldur með aðgerðum. Höfundar eru Ríkharður Ólafsson, hjúkrunarfræðinemi í 3. sæti á framboðslista Röskvu fyrir Heilbrigðisvísindasvið, og Styrmir Hallsson, stúdentaráðsliði fyrir hönd Röskvu
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun