Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar 31. mars 2025 11:01 Þegar haustmisserið hófst síðasta ágúst áttum við að vera komin í glæsilega endurbætta byggingu Háskóla Íslands, Sögu. En raunin varð önnur. Við vorum enn föst í Stakkahlíðinni, og það sem verra var, helmingur húsnæðisins hafði verið afhentur Listaháskóla Íslands. Við þurftum að læra í kennslurýmum hér og þar, í öðrum byggingum og jafnvel í kirkjum um hríð. Þetta var niðurlægjandi staða fyrir svið sem ber ábyrgð á menntun framtíðarkennara landsins. Við í Vöku rétt eins og allir aðrir stúdentar Menntavísindasviðs vorum og erum ósátt. En ólíkt öðrum ákváðum við að láta ekki nægja að birtast óvænt í umræðum viku fyrir kosningar. Við tókum til handa og fórum að vinna. Vinna, ekki bara loforð Það fyrsta sem ég gerði þegar ég tók við sem sviðsráðsforseti Menntavísindasviðs var að kortleggja það sem brýnast væri að bæta. Í gegnum baráttu, sem er ekki alltaf jafn sýnileg, bæði í sviðsráði og Stúdentaráði sem og í öðrum skipulagseiningum eins og Söguhópnum, hefur okkur tekist að tryggja fjölmörg mikilvæg mál fyrir okkar nemendur: Vaka tryggði að gert verði ráð fyrir hreiðri, aðstöðu fyrir börn stúdenta, í Sögu. Eitthvað sem hefði ekki orðið ef ég hefði ekki fært mál fyrir því í Söguhópnum. Vaka tryggði að nemendafélög fái loks aðgang að sameiginlegri fundaraðstöðu og geymslum í Sögu, sem þau hafa verið án síðan Hamar fór undir Listaháskólann. Ég lagði fram tillögu í Stúdentaráði í febrúar um að auka sveigjanleika í vettvangsnámi kennaranema. Tillaga sem var samþykkt einróma. Skrifstofa SHÍ og fulltrúar Vöku í sviðsráði vinna nú að því að fylgja þessu markmiði eftir. Sem fulltrúi nemenda í stjórn Menntavísindasviðs hef ég kallað eftir auknum fyrirsjáanleika í skipulagi náms, og unnið að því að stundatöflur verði birtar tímanlega fyrir næsta haust. Það er eitt af mínum meginmarkmiðum að ná því fram á næsta starfsári. Nú þegar kennslu lýkur í vor verður Stakkahlíðinni pakkað niður og flutningurinn í Sögu að fullu lokið fyrir næsta haust. Háskólinn dró flutninginn allt of lengi, og aðstæður á þessu skólaári hafa verið ólíðandi, en þegar á hólminn verður komið í Sögu verða aðstæður stúdenta á Menntavísindasviði mun betri en ella, þökk sé vinnu Vökuliða. Röskva mætir seint og tómhent Það er holur hljómur í Röskvu, sem hefur þar til núna ekki lagt fram eina tillögu á stúdentaráðsfundi á þessu starfsári um kennsluhætti eða aðstæður á Menntavísindasviði, eða flutning þess í Sögu, að fara nú allt í einu að berja sér á brjóst rúmlega viku fyrir kosningar og segja að þau „standi með Menntavísindasviði.“ Það þarf meira en vel valdar yfirlýsingar rétt fyrir kjördag til að hljóta traust stúdenta. Það traust byggist á því að fulltrúar vinni fyrir hagsmuni sviðsins allt árið um kring, og það hefur Vaka gert og mun halda áfram að gera. Framtíðin skiptir máli Nú þegar flutningurinn í Sögu er loksins að verða að veruleika skiptir öllu máli að rétt fólk sitji áfram við borðið. Fólk sem þekkir málin, hefur unnið að bættum hagsmunum stúdenta og mun halda áfram að gera það. Við í Vöku látum verkin tala. Við erum ekki bara að bregðast við rétt fyrir kosningar, við höfum starfað samfleytt fyrir stúdenta Menntavísindasviðs frá byrjun. Á miðvikudaginn og fimmtudaginn kjósa stúdentar sína fulltrúa til að leiða hagsmunabaráttu stúdenta á vettvangi SHÍ. Ég hvet alla stúdenta Menntavísindasviðs til þess að kjósa þá sem hafa staðið með þeim. Ekki bara í orði, heldur líka á borði. Kjósum Vöku. Höfundur er stúdentaráðsliði og oddviti Vöku á Menntavísindasviði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Þegar haustmisserið hófst síðasta ágúst áttum við að vera komin í glæsilega endurbætta byggingu Háskóla Íslands, Sögu. En raunin varð önnur. Við vorum enn föst í Stakkahlíðinni, og það sem verra var, helmingur húsnæðisins hafði verið afhentur Listaháskóla Íslands. Við þurftum að læra í kennslurýmum hér og þar, í öðrum byggingum og jafnvel í kirkjum um hríð. Þetta var niðurlægjandi staða fyrir svið sem ber ábyrgð á menntun framtíðarkennara landsins. Við í Vöku rétt eins og allir aðrir stúdentar Menntavísindasviðs vorum og erum ósátt. En ólíkt öðrum ákváðum við að láta ekki nægja að birtast óvænt í umræðum viku fyrir kosningar. Við tókum til handa og fórum að vinna. Vinna, ekki bara loforð Það fyrsta sem ég gerði þegar ég tók við sem sviðsráðsforseti Menntavísindasviðs var að kortleggja það sem brýnast væri að bæta. Í gegnum baráttu, sem er ekki alltaf jafn sýnileg, bæði í sviðsráði og Stúdentaráði sem og í öðrum skipulagseiningum eins og Söguhópnum, hefur okkur tekist að tryggja fjölmörg mikilvæg mál fyrir okkar nemendur: Vaka tryggði að gert verði ráð fyrir hreiðri, aðstöðu fyrir börn stúdenta, í Sögu. Eitthvað sem hefði ekki orðið ef ég hefði ekki fært mál fyrir því í Söguhópnum. Vaka tryggði að nemendafélög fái loks aðgang að sameiginlegri fundaraðstöðu og geymslum í Sögu, sem þau hafa verið án síðan Hamar fór undir Listaháskólann. Ég lagði fram tillögu í Stúdentaráði í febrúar um að auka sveigjanleika í vettvangsnámi kennaranema. Tillaga sem var samþykkt einróma. Skrifstofa SHÍ og fulltrúar Vöku í sviðsráði vinna nú að því að fylgja þessu markmiði eftir. Sem fulltrúi nemenda í stjórn Menntavísindasviðs hef ég kallað eftir auknum fyrirsjáanleika í skipulagi náms, og unnið að því að stundatöflur verði birtar tímanlega fyrir næsta haust. Það er eitt af mínum meginmarkmiðum að ná því fram á næsta starfsári. Nú þegar kennslu lýkur í vor verður Stakkahlíðinni pakkað niður og flutningurinn í Sögu að fullu lokið fyrir næsta haust. Háskólinn dró flutninginn allt of lengi, og aðstæður á þessu skólaári hafa verið ólíðandi, en þegar á hólminn verður komið í Sögu verða aðstæður stúdenta á Menntavísindasviði mun betri en ella, þökk sé vinnu Vökuliða. Röskva mætir seint og tómhent Það er holur hljómur í Röskvu, sem hefur þar til núna ekki lagt fram eina tillögu á stúdentaráðsfundi á þessu starfsári um kennsluhætti eða aðstæður á Menntavísindasviði, eða flutning þess í Sögu, að fara nú allt í einu að berja sér á brjóst rúmlega viku fyrir kosningar og segja að þau „standi með Menntavísindasviði.“ Það þarf meira en vel valdar yfirlýsingar rétt fyrir kjördag til að hljóta traust stúdenta. Það traust byggist á því að fulltrúar vinni fyrir hagsmuni sviðsins allt árið um kring, og það hefur Vaka gert og mun halda áfram að gera. Framtíðin skiptir máli Nú þegar flutningurinn í Sögu er loksins að verða að veruleika skiptir öllu máli að rétt fólk sitji áfram við borðið. Fólk sem þekkir málin, hefur unnið að bættum hagsmunum stúdenta og mun halda áfram að gera það. Við í Vöku látum verkin tala. Við erum ekki bara að bregðast við rétt fyrir kosningar, við höfum starfað samfleytt fyrir stúdenta Menntavísindasviðs frá byrjun. Á miðvikudaginn og fimmtudaginn kjósa stúdentar sína fulltrúa til að leiða hagsmunabaráttu stúdenta á vettvangi SHÍ. Ég hvet alla stúdenta Menntavísindasviðs til þess að kjósa þá sem hafa staðið með þeim. Ekki bara í orði, heldur líka á borði. Kjósum Vöku. Höfundur er stúdentaráðsliði og oddviti Vöku á Menntavísindasviði.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar