Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar 31. mars 2025 10:04 Undir lok síðasta árs mátti sjá á samfélagsmiðlum fólk víða um heim dást að hinu íslenska jólabókaflóði. Vissulega kann að vera að ást Íslendinga á bókum í aðdraganda jóla sé örlítið ýkt í hugum fólks erlendis. Við getum þó verið sammála um að bæði bóksala og áhugi á bókum – sérstaklega á nýjum skáldsögum – í jólavertíðinni sé nokkuð sem við getum öll verið ákaflega stolt af. Eins stórkostlegt og jólabókaflóðið er með öllum sínum skemmtilegu hefðum þá má það ekki samt verða til þess að við hugsum ekki til bóka á öðrum árstímum. Framundan er til dæmis tímabil þar sem bókabúðir ættu að vera mikilvægur viðkomustaður okkar enda bókabúðir farnar að stilla upp spennandi valkostum. Boð í fermingar hafa borist og útskriftir eru handan við hornið. En bækur eru ekki bara gjafavara. Þær eru líka frábær félagsskapur og svalandi þeim sem þyrstir í fróðleik. Fólk sem er farið að huga að sumarfríi gæti einnig íhugað sumarlesturinn og skoðað hvað stendur til boða. Vorbókaleysingar er hugtak sem kom upp í samræðum hjá stjórn Hagþenkis – félags höfunda fræðirita og kennslugagna, þar sem bóksala utan jólabókaflóðsins var til umræðu. Þrátt fyrir erfiða og þunga stöðu höfunda er útgáfa á spennandi bókum um fjölbreytt efni ótrúlega öflug á Íslandi. Bókaverslanir eru þessa dagana fullar af mögnuðum verkum um náttúru Íslands, staðhætti, sögu einstaklinga og landshluta, stjórnmál, heimspeki – svona mætti lengi telja. Það væri magnað ef okkur tækist að tengja bækur við tilveru okkar á vorin á sama hátt og við tengjum þær jólahaldinu. Það að stjórn fagfélags höfunda fræðirita og kennslugagna komi fram með hugtak og hvatningu til landsmanna skapar auðvitað ekki nýja menningu eða nýja hefð. Þótt ég skrifi eina grein eru vorbókaleysingarnar ekki komnar til að vera. En mig langar þó til að hvetja almenning til að sannfæra sig ekki fyrirfram um að fermingarbarn eigi sér fá áhugamál og langi ekki í bækur. Mig langar einnig að biðja fólk um að láta það ekki hvarfla að sér að ekki séu til íslenskar og aðgengilegar bækur um öll þau efni sem hafa leitað á hug útskriftarnema í námi þeirra. Að lokum er full ástæða til að hvetja Íslendinga til að koma við í bókabúð og tryggja sér lesefni fyrir unaðsreitinn í sveitinni. Hver einasta sveit á sér magnaða sögu og spennandi umhverfi. Bókabúðir búa yfir miklu efni eftir íslenska höfunda um mosa, mold og grjót, svo ekki sé minnst á atburði og örlög í nágrenninu. Bækur passa vissulega vel inn í skammdegið. Jólabókaflóðið færir okkur yndislegar stundir með kakói og kertaljósi. En bækur eru ekki síður viðeigandi á endalausum kvöldum miðnætursólar. Hvernig væri að við myndum prófa eins og einar vorbókaleysingar og gera okkur að minnsta kosti eina ferð á næstunni í bókabúðir – sem ég raunar veit að munu taka frábærlega á móti öllum með spennandi og óvæntu úrvali. Höfundur er stjórnarmaður í Hagþenki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Henry Alexander Henrysson Bókaútgáfa Bókmenntir Mest lesið Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Börn passa ekki í kassa Elín Hoe Hinriksdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Undir lok síðasta árs mátti sjá á samfélagsmiðlum fólk víða um heim dást að hinu íslenska jólabókaflóði. Vissulega kann að vera að ást Íslendinga á bókum í aðdraganda jóla sé örlítið ýkt í hugum fólks erlendis. Við getum þó verið sammála um að bæði bóksala og áhugi á bókum – sérstaklega á nýjum skáldsögum – í jólavertíðinni sé nokkuð sem við getum öll verið ákaflega stolt af. Eins stórkostlegt og jólabókaflóðið er með öllum sínum skemmtilegu hefðum þá má það ekki samt verða til þess að við hugsum ekki til bóka á öðrum árstímum. Framundan er til dæmis tímabil þar sem bókabúðir ættu að vera mikilvægur viðkomustaður okkar enda bókabúðir farnar að stilla upp spennandi valkostum. Boð í fermingar hafa borist og útskriftir eru handan við hornið. En bækur eru ekki bara gjafavara. Þær eru líka frábær félagsskapur og svalandi þeim sem þyrstir í fróðleik. Fólk sem er farið að huga að sumarfríi gæti einnig íhugað sumarlesturinn og skoðað hvað stendur til boða. Vorbókaleysingar er hugtak sem kom upp í samræðum hjá stjórn Hagþenkis – félags höfunda fræðirita og kennslugagna, þar sem bóksala utan jólabókaflóðsins var til umræðu. Þrátt fyrir erfiða og þunga stöðu höfunda er útgáfa á spennandi bókum um fjölbreytt efni ótrúlega öflug á Íslandi. Bókaverslanir eru þessa dagana fullar af mögnuðum verkum um náttúru Íslands, staðhætti, sögu einstaklinga og landshluta, stjórnmál, heimspeki – svona mætti lengi telja. Það væri magnað ef okkur tækist að tengja bækur við tilveru okkar á vorin á sama hátt og við tengjum þær jólahaldinu. Það að stjórn fagfélags höfunda fræðirita og kennslugagna komi fram með hugtak og hvatningu til landsmanna skapar auðvitað ekki nýja menningu eða nýja hefð. Þótt ég skrifi eina grein eru vorbókaleysingarnar ekki komnar til að vera. En mig langar þó til að hvetja almenning til að sannfæra sig ekki fyrirfram um að fermingarbarn eigi sér fá áhugamál og langi ekki í bækur. Mig langar einnig að biðja fólk um að láta það ekki hvarfla að sér að ekki séu til íslenskar og aðgengilegar bækur um öll þau efni sem hafa leitað á hug útskriftarnema í námi þeirra. Að lokum er full ástæða til að hvetja Íslendinga til að koma við í bókabúð og tryggja sér lesefni fyrir unaðsreitinn í sveitinni. Hver einasta sveit á sér magnaða sögu og spennandi umhverfi. Bókabúðir búa yfir miklu efni eftir íslenska höfunda um mosa, mold og grjót, svo ekki sé minnst á atburði og örlög í nágrenninu. Bækur passa vissulega vel inn í skammdegið. Jólabókaflóðið færir okkur yndislegar stundir með kakói og kertaljósi. En bækur eru ekki síður viðeigandi á endalausum kvöldum miðnætursólar. Hvernig væri að við myndum prófa eins og einar vorbókaleysingar og gera okkur að minnsta kosti eina ferð á næstunni í bókabúðir – sem ég raunar veit að munu taka frábærlega á móti öllum með spennandi og óvæntu úrvali. Höfundur er stjórnarmaður í Hagþenki.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun