Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Aron Guðmundsson skrifar 30. mars 2025 10:33 Stefán Teitur Þórðarson fagnar sigurmarki sínu gegn Portsmouth um helgina en það kom á ögurstundu. PNEFC/Ian Robinson Í enska bikarnum eigum við Íslendingar okkar fulltrúa í átta liða úrslitunum, Skagamanninn Stefán Teit Þórðarson, leikmann Preston North End, sem verður í eldlínunni þegar að enska úrvalsdeildarfélagið Aston Villa mætir í heimsókn í dag. Stefán er á sínu fyrsta tímabili á Englandi eftir að hafa gengið til liðs við Preston frá danska úrvalsdeildarfélaginu Silkeborg. Nú þegar er Stefán Teitur orðinn mikilvægur hlekkur í liði Preston, Skagamaðurinn hefur komið við sögu í 38 leikjum á yfirstandandi tímabili og í þokkabót komið að nokkrum mörkum. Hann skoraði meðal annars dramatískt sigurmark í síðustu umferð í ensku B-deildinni gegn Portsmouth. „Það tók kannski smá tíma að venjast öllu á Englandi en ég hef verið að spila rosalega mikið og vel núna undanfarna fjóra til fimm mánuði. Ég fékk nýja stöðu eftir að ég kom þarna inn, er orðinn eina sexan í liðinu núna, öðruvísi staða en ég er vanur frá tíð minni í Danmörku en líður frábærlega innan sem utan vallar á Englandi. Það hefur sýnt sig í frammistöðu minni með Preston.“ Preston er um miðja deild í ensku B-deildinni og möguleikarnir á að komast upp í ensku úrvalsdeildina litlir. En í enska bikarnum er liðið komið alla leið í átta liða úrslit, er eina liðið úr neðri deildum Englands sem er eftir í þeirri keppni og á í dag leik þar gegn enska úrvalsdeildarfélaginu Aston Villa á heimavelli. Aston Villa hefur verið með betri liðum Englands undanfarið ár eða svo og er komið alla leið í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Verðugt verkefni fyrir Stefán Teit og liðsfélaga hans í Preston en Skagamaðurinn hefur trú. Er maður að leyfa sér að dreyma um eitthvað bikarævintýri? „Já hundrað prósent. Þetta er í fyrsta skipti í einhver sextíu ár sem Preston North End kemst alla leið í átta liða úrslit enska bikarsins. Maður finnur að það er mikil stemning og spenna fyrir þessu í öllum hópnum. Við erum nú þegar búnir að slá út úrvalsdeildarlið á tímabilinu í enska deildarbikarnum þar sem að við höfðum betur gegn Fulham. Það verður vonandi bara sama uppi á teningnum í bikarnum og við náum að slá út Aston Villa og koma okkur á Wembley.“ Leikur Preston Norh End og Aston Villa í átta liða úrslitum enska bikarsins í fótbolta verður sýndur í beinni útsendingu á Vodafone sport klukkan hálf eitt í dag. Enski boltinn Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Handbolti Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Fótbolti Fleiri fréttir Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Leikbann á versta tíma en Kane lofar því að fagna meira en allir í liðinu Spila allar í takkaskóm fyrir konur Sjá meira
Stefán er á sínu fyrsta tímabili á Englandi eftir að hafa gengið til liðs við Preston frá danska úrvalsdeildarfélaginu Silkeborg. Nú þegar er Stefán Teitur orðinn mikilvægur hlekkur í liði Preston, Skagamaðurinn hefur komið við sögu í 38 leikjum á yfirstandandi tímabili og í þokkabót komið að nokkrum mörkum. Hann skoraði meðal annars dramatískt sigurmark í síðustu umferð í ensku B-deildinni gegn Portsmouth. „Það tók kannski smá tíma að venjast öllu á Englandi en ég hef verið að spila rosalega mikið og vel núna undanfarna fjóra til fimm mánuði. Ég fékk nýja stöðu eftir að ég kom þarna inn, er orðinn eina sexan í liðinu núna, öðruvísi staða en ég er vanur frá tíð minni í Danmörku en líður frábærlega innan sem utan vallar á Englandi. Það hefur sýnt sig í frammistöðu minni með Preston.“ Preston er um miðja deild í ensku B-deildinni og möguleikarnir á að komast upp í ensku úrvalsdeildina litlir. En í enska bikarnum er liðið komið alla leið í átta liða úrslit, er eina liðið úr neðri deildum Englands sem er eftir í þeirri keppni og á í dag leik þar gegn enska úrvalsdeildarfélaginu Aston Villa á heimavelli. Aston Villa hefur verið með betri liðum Englands undanfarið ár eða svo og er komið alla leið í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Verðugt verkefni fyrir Stefán Teit og liðsfélaga hans í Preston en Skagamaðurinn hefur trú. Er maður að leyfa sér að dreyma um eitthvað bikarævintýri? „Já hundrað prósent. Þetta er í fyrsta skipti í einhver sextíu ár sem Preston North End kemst alla leið í átta liða úrslit enska bikarsins. Maður finnur að það er mikil stemning og spenna fyrir þessu í öllum hópnum. Við erum nú þegar búnir að slá út úrvalsdeildarlið á tímabilinu í enska deildarbikarnum þar sem að við höfðum betur gegn Fulham. Það verður vonandi bara sama uppi á teningnum í bikarnum og við náum að slá út Aston Villa og koma okkur á Wembley.“ Leikur Preston Norh End og Aston Villa í átta liða úrslitum enska bikarsins í fótbolta verður sýndur í beinni útsendingu á Vodafone sport klukkan hálf eitt í dag.
Enski boltinn Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Handbolti Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Fótbolti Fleiri fréttir Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Leikbann á versta tíma en Kane lofar því að fagna meira en allir í liðinu Spila allar í takkaskóm fyrir konur Sjá meira