Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Aron Guðmundsson skrifar 30. mars 2025 10:33 Stefán Teitur Þórðarson fagnar sigurmarki sínu gegn Portsmouth um helgina en það kom á ögurstundu. PNEFC/Ian Robinson Í enska bikarnum eigum við Íslendingar okkar fulltrúa í átta liða úrslitunum, Skagamanninn Stefán Teit Þórðarson, leikmann Preston North End, sem verður í eldlínunni þegar að enska úrvalsdeildarfélagið Aston Villa mætir í heimsókn í dag. Stefán er á sínu fyrsta tímabili á Englandi eftir að hafa gengið til liðs við Preston frá danska úrvalsdeildarfélaginu Silkeborg. Nú þegar er Stefán Teitur orðinn mikilvægur hlekkur í liði Preston, Skagamaðurinn hefur komið við sögu í 38 leikjum á yfirstandandi tímabili og í þokkabót komið að nokkrum mörkum. Hann skoraði meðal annars dramatískt sigurmark í síðustu umferð í ensku B-deildinni gegn Portsmouth. „Það tók kannski smá tíma að venjast öllu á Englandi en ég hef verið að spila rosalega mikið og vel núna undanfarna fjóra til fimm mánuði. Ég fékk nýja stöðu eftir að ég kom þarna inn, er orðinn eina sexan í liðinu núna, öðruvísi staða en ég er vanur frá tíð minni í Danmörku en líður frábærlega innan sem utan vallar á Englandi. Það hefur sýnt sig í frammistöðu minni með Preston.“ Preston er um miðja deild í ensku B-deildinni og möguleikarnir á að komast upp í ensku úrvalsdeildina litlir. En í enska bikarnum er liðið komið alla leið í átta liða úrslit, er eina liðið úr neðri deildum Englands sem er eftir í þeirri keppni og á í dag leik þar gegn enska úrvalsdeildarfélaginu Aston Villa á heimavelli. Aston Villa hefur verið með betri liðum Englands undanfarið ár eða svo og er komið alla leið í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Verðugt verkefni fyrir Stefán Teit og liðsfélaga hans í Preston en Skagamaðurinn hefur trú. Er maður að leyfa sér að dreyma um eitthvað bikarævintýri? „Já hundrað prósent. Þetta er í fyrsta skipti í einhver sextíu ár sem Preston North End kemst alla leið í átta liða úrslit enska bikarsins. Maður finnur að það er mikil stemning og spenna fyrir þessu í öllum hópnum. Við erum nú þegar búnir að slá út úrvalsdeildarlið á tímabilinu í enska deildarbikarnum þar sem að við höfðum betur gegn Fulham. Það verður vonandi bara sama uppi á teningnum í bikarnum og við náum að slá út Aston Villa og koma okkur á Wembley.“ Leikur Preston Norh End og Aston Villa í átta liða úrslitum enska bikarsins í fótbolta verður sýndur í beinni útsendingu á Vodafone sport klukkan hálf eitt í dag. Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Sjá meira
Stefán er á sínu fyrsta tímabili á Englandi eftir að hafa gengið til liðs við Preston frá danska úrvalsdeildarfélaginu Silkeborg. Nú þegar er Stefán Teitur orðinn mikilvægur hlekkur í liði Preston, Skagamaðurinn hefur komið við sögu í 38 leikjum á yfirstandandi tímabili og í þokkabót komið að nokkrum mörkum. Hann skoraði meðal annars dramatískt sigurmark í síðustu umferð í ensku B-deildinni gegn Portsmouth. „Það tók kannski smá tíma að venjast öllu á Englandi en ég hef verið að spila rosalega mikið og vel núna undanfarna fjóra til fimm mánuði. Ég fékk nýja stöðu eftir að ég kom þarna inn, er orðinn eina sexan í liðinu núna, öðruvísi staða en ég er vanur frá tíð minni í Danmörku en líður frábærlega innan sem utan vallar á Englandi. Það hefur sýnt sig í frammistöðu minni með Preston.“ Preston er um miðja deild í ensku B-deildinni og möguleikarnir á að komast upp í ensku úrvalsdeildina litlir. En í enska bikarnum er liðið komið alla leið í átta liða úrslit, er eina liðið úr neðri deildum Englands sem er eftir í þeirri keppni og á í dag leik þar gegn enska úrvalsdeildarfélaginu Aston Villa á heimavelli. Aston Villa hefur verið með betri liðum Englands undanfarið ár eða svo og er komið alla leið í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Verðugt verkefni fyrir Stefán Teit og liðsfélaga hans í Preston en Skagamaðurinn hefur trú. Er maður að leyfa sér að dreyma um eitthvað bikarævintýri? „Já hundrað prósent. Þetta er í fyrsta skipti í einhver sextíu ár sem Preston North End kemst alla leið í átta liða úrslit enska bikarsins. Maður finnur að það er mikil stemning og spenna fyrir þessu í öllum hópnum. Við erum nú þegar búnir að slá út úrvalsdeildarlið á tímabilinu í enska deildarbikarnum þar sem að við höfðum betur gegn Fulham. Það verður vonandi bara sama uppi á teningnum í bikarnum og við náum að slá út Aston Villa og koma okkur á Wembley.“ Leikur Preston Norh End og Aston Villa í átta liða úrslitum enska bikarsins í fótbolta verður sýndur í beinni útsendingu á Vodafone sport klukkan hálf eitt í dag.
Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Sjá meira