„Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Aron Guðmundsson skrifar 29. mars 2025 12:01 Craig Pedersen, landsliðsþjálfari Íslands og Kristófer Acox, leikmaður Vals Vísir/Samsett mynd Sérfræðingar Bónus körfuboltakvölds eru sammála því að komandi úrslitakeppni sé mikilvæg á margan hátt fyrir Kristófer Acox leikmann Vals, bæði er varðar að bæta við titli í safnið en einnig varðandi mögulegt sæti hans í íslenska landsliðinu fyrir komandi Evrópumót en Kristófer hefur ekki verið valinn í liðið upp á síðkastið. Segja má að deildarkeppninni hafi verið ansi kaflaskipt hjá liði Vals sem byrjaði mótið herfilega og var um tíma í fallsæti en eins og hefur sannast svo oft áður í körfuboltanum snýst þetta um að toppa á réttum tíma og er Valur eitt þeirra liða sem kemur á hvað mestu skriði inn í úrslitakeppnina þar sem að bíður einvígi gegn Grindavík. Þessi lið, sem mættust í úrslitaeinvígi deildarinnar í fyrra sem fór alla leið í oddaleik og lauk með sigri Vals, enduðu í fjórða og fimmta sæti deildarinnar þetta árið og ætti þeirra einvígi í átta liða úrslitunum fyrir fram að vera eitt það mest spennandi. Klippa: Spáð í einvígi Vals og Grindavíkur En það var mál manna í Bónus körfuboltakvöldi, sem stýrt var af Stefáni Árna Pálssyni og í sérfræðinga sætunum voru þeir Teitur Örlygsson og Sævar, að tímabilið hjá Valsmönnum hafi snúist almennilega við þegar að Kristófer Acox sneri til baka úr meiðslum sem hann varð einmitt fyrir í oddaleik úrslitaeinvígisins á síðasta tímabili gegn Grindavík. „Mér finnst þetta dálítið stórt núna fyrir Kristófer, þessi úrslitakeppni,“ sagði margfaldi Íslandsmeistarinn Teitur Örlygs. „Líka bara upp á EM næsta haust. Getur hann sannfært þjálfarann um að það sé vert að taka hann með til Póllands. Ég held að þetta skipti Kristófer líka máli,“ bætti Teitur við og Sævar brást við þessum orðum með því að setja upp sviðsmynd fyrir hann. Kristófer Acox, fyrirliði Vals, lyfti bikarmeistaratitlinum á dögunum eftir sigur gegn KR í úrslitaleiknumVísir/Pawel Cieslikiewicz „Segjum að Kristófer endi á að verða Íslandsmeistari með Val, setji tuttugu stig í leik og taki tólf fráköst, myndir þú, sem fyrrverandi þjálfari, taka hann með eftir það sem á undan er gengið?“ Teitur sagðist ekki vita hvað hefði á undan gengið milli Kristófers og Craig Pedersen landsliðsþjálfara en þegar landsliðsþjálfarinn var spurður að því í viðtali hér á Vísi fyrir mánuði síðan af hverju Kristófer væri ekki valinn í landsliðið vildi hann ekki svara því hvort ósætti þeirra á milli væri ástæðan. „Ég kýs að fara ekki út í það. Ég hef þegar rætt vel og vandlega um þetta við hann og fyrir mér þá er það bara á milli mín og hans,“ sagði Pedersen á þeim tíma en viðtalið má finna hér fyrir ofan. Teitur Örlygs trúir á fyrirgefninguna. „Ég veit að Kristófer er betri en sumir gæjar í liðinu. Ég held það séu allir sammála því. Ég veit ekkert hvað gerðist þarna en ég trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri.“ Bónus-deild karla Valur Landslið karla í körfubolta Körfuboltakvöld Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Fleiri fréttir Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Sjá meira
Segja má að deildarkeppninni hafi verið ansi kaflaskipt hjá liði Vals sem byrjaði mótið herfilega og var um tíma í fallsæti en eins og hefur sannast svo oft áður í körfuboltanum snýst þetta um að toppa á réttum tíma og er Valur eitt þeirra liða sem kemur á hvað mestu skriði inn í úrslitakeppnina þar sem að bíður einvígi gegn Grindavík. Þessi lið, sem mættust í úrslitaeinvígi deildarinnar í fyrra sem fór alla leið í oddaleik og lauk með sigri Vals, enduðu í fjórða og fimmta sæti deildarinnar þetta árið og ætti þeirra einvígi í átta liða úrslitunum fyrir fram að vera eitt það mest spennandi. Klippa: Spáð í einvígi Vals og Grindavíkur En það var mál manna í Bónus körfuboltakvöldi, sem stýrt var af Stefáni Árna Pálssyni og í sérfræðinga sætunum voru þeir Teitur Örlygsson og Sævar, að tímabilið hjá Valsmönnum hafi snúist almennilega við þegar að Kristófer Acox sneri til baka úr meiðslum sem hann varð einmitt fyrir í oddaleik úrslitaeinvígisins á síðasta tímabili gegn Grindavík. „Mér finnst þetta dálítið stórt núna fyrir Kristófer, þessi úrslitakeppni,“ sagði margfaldi Íslandsmeistarinn Teitur Örlygs. „Líka bara upp á EM næsta haust. Getur hann sannfært þjálfarann um að það sé vert að taka hann með til Póllands. Ég held að þetta skipti Kristófer líka máli,“ bætti Teitur við og Sævar brást við þessum orðum með því að setja upp sviðsmynd fyrir hann. Kristófer Acox, fyrirliði Vals, lyfti bikarmeistaratitlinum á dögunum eftir sigur gegn KR í úrslitaleiknumVísir/Pawel Cieslikiewicz „Segjum að Kristófer endi á að verða Íslandsmeistari með Val, setji tuttugu stig í leik og taki tólf fráköst, myndir þú, sem fyrrverandi þjálfari, taka hann með eftir það sem á undan er gengið?“ Teitur sagðist ekki vita hvað hefði á undan gengið milli Kristófers og Craig Pedersen landsliðsþjálfara en þegar landsliðsþjálfarinn var spurður að því í viðtali hér á Vísi fyrir mánuði síðan af hverju Kristófer væri ekki valinn í landsliðið vildi hann ekki svara því hvort ósætti þeirra á milli væri ástæðan. „Ég kýs að fara ekki út í það. Ég hef þegar rætt vel og vandlega um þetta við hann og fyrir mér þá er það bara á milli mín og hans,“ sagði Pedersen á þeim tíma en viðtalið má finna hér fyrir ofan. Teitur Örlygs trúir á fyrirgefninguna. „Ég veit að Kristófer er betri en sumir gæjar í liðinu. Ég held það séu allir sammála því. Ég veit ekkert hvað gerðist þarna en ég trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri.“
Bónus-deild karla Valur Landslið karla í körfubolta Körfuboltakvöld Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Fleiri fréttir Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Sjá meira