Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 28. mars 2025 23:25 Mette Frederiksen segir Atlantshafsbandalagið þurfa að stórauka viðveru sína á norðurslóðum. EPA/Bo Amstrup Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur segist fagna því að varaforseti Bandaríkjanna hafi tekið það skýrt fram í ræðu sinni á Grænlandi að Bandaríkin virði sjálfsákvörðunarrétt Grænlendinga. Hún segir ummæli hans í garð dönsku þjóðarinnar ósanngjörn. Hún birti færslu á síðu sinni á Facebook í dag þar sem hún segir orðræðu J.D. Vance varaforseta í garð dönsku þjóðarinnar ósanna. Hann fór hörðum orðum um dönsk stjórnvöld í heimsókn sinni á herstöðina bandarísku í Pituffik á Grænlandi þar sem hann er í opinberri heimsókn, í óþökk stjórnvalda bæði í Kaupmannahöfn og Nuuk. „Skilaboð okkar til Danmerkur eru skýr: þið hafið ekki staðið ykkur gagnvart grænlensku þjóðinni. Þið hafið vanfjárfest í grænlensku þjóðinni, þið hafið vanfjárfest í öryggisinnviðum þessa ótrúlega, gullfallega landflæmis sem er fullt af ótrúlegu fólki,“ sagði hann meðal annars. Frederiksen segir Danmörku góðan og sterkan bandamann. „Það erum við í samhengi ógnarinnar úr Rússlandi. Og við höfum aukið útgjöld til varnarmála svo eftir er tekið. Í mörg ár höfum við staðið við hlið Bandaríkjamanna í erfiðum aðstæðum. Því er það ekki með sanngjörnum hætti sem varaforsetinn talar um Danmörku,“ segir hún. Mette Frederiksen segir þó að það sé rétt að aukna áherslu þurfi að leggja á öryggismál á norðurheimskautinu. Danir séu að auka eftirlit sitt og styrkja hernaðarlega viðveru sína með smíðum nýrra skipa, dróna og gervihnatta. Hún bendir jafnframt á að Grænland sé einnig hluti af Atlantshafsbandalaginu og því þurfi bandalagið að stórauka viðveru sína á heimskautinu. Við erum tilbúin til að vinna með Bandaríkjamönnum dag og nótt. Slíkt samstarf þarf að grundvallast á hinum nauðsynlegu alþjóðlegu leikreglum. Og á auknum vörnum fyrir alla hluta Atlantshafsbandalagsins,“ segir Mette. Danmörk Grænland Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Sjá meira
Hún birti færslu á síðu sinni á Facebook í dag þar sem hún segir orðræðu J.D. Vance varaforseta í garð dönsku þjóðarinnar ósanna. Hann fór hörðum orðum um dönsk stjórnvöld í heimsókn sinni á herstöðina bandarísku í Pituffik á Grænlandi þar sem hann er í opinberri heimsókn, í óþökk stjórnvalda bæði í Kaupmannahöfn og Nuuk. „Skilaboð okkar til Danmerkur eru skýr: þið hafið ekki staðið ykkur gagnvart grænlensku þjóðinni. Þið hafið vanfjárfest í grænlensku þjóðinni, þið hafið vanfjárfest í öryggisinnviðum þessa ótrúlega, gullfallega landflæmis sem er fullt af ótrúlegu fólki,“ sagði hann meðal annars. Frederiksen segir Danmörku góðan og sterkan bandamann. „Það erum við í samhengi ógnarinnar úr Rússlandi. Og við höfum aukið útgjöld til varnarmála svo eftir er tekið. Í mörg ár höfum við staðið við hlið Bandaríkjamanna í erfiðum aðstæðum. Því er það ekki með sanngjörnum hætti sem varaforsetinn talar um Danmörku,“ segir hún. Mette Frederiksen segir þó að það sé rétt að aukna áherslu þurfi að leggja á öryggismál á norðurheimskautinu. Danir séu að auka eftirlit sitt og styrkja hernaðarlega viðveru sína með smíðum nýrra skipa, dróna og gervihnatta. Hún bendir jafnframt á að Grænland sé einnig hluti af Atlantshafsbandalaginu og því þurfi bandalagið að stórauka viðveru sína á heimskautinu. Við erum tilbúin til að vinna með Bandaríkjamönnum dag og nótt. Slíkt samstarf þarf að grundvallast á hinum nauðsynlegu alþjóðlegu leikreglum. Og á auknum vörnum fyrir alla hluta Atlantshafsbandalagsins,“ segir Mette.
Danmörk Grænland Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Sjá meira