„Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ Smári Jökull Jónsson skrifar 27. mars 2025 21:54 Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur Vísir/Viktor Freyr Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur viðurkenndi að finna fyrir áhyggjum vegna frekar slaks leiks hans manna í sigrinum gegn KR í kvöld. Grindavík mætir Val í 8-liða úrslitum Bónus-deildarinnar. „Þetta var mjög flatt í gegnum allan leikinn. Skrýtið því við erum búnir að tala um alla vikuna að þetta sé leikur til að koma sér af stað eftir langt hlé. Þetta var lengi af stað og við í raun komumst aldrei af stað, hvorki í vörn né sókn,“ sagði Jóhann Þór þegar Vísir ræddi við hann eftir leik í kvöld. „Eitt og eitt atriði þar sem við náum einhverjum neista. Alls konar planað varnarlega alla vikuna og menn engan veginn í takti. Skrýtið að þetta sé svona á þessum tíma. Það er eins og það er, við unnum og núna hefst alvaran eftir viku,“ bætti Jóhann Þór við en Grindavík mætir Val í 8-liða úrslitum en það verður endurtekning á úrslitarimmu liðanna frá því á síðasta tímabili. Jóhann Þór viðurkenndi að hann væri ögn áhyggjufullur yfir því á hvaða stað Grindavíkurliðið væri statt og að liðið væri ekki að spila betur. „Já og nei. Við erum með hörkugott lið og við þurfum að þjappa okkur saman og finna takt, það er alveg hægt. Ég horfði á Grindavík spila við Hamar/Þór hér í gær og sá einhverja furðulegustu ákvörðun sem ég hef séð síðan ég byrjaði að horfa á körfubolta. Það voru ansi margar hjá mínum mönnum sem voru ansi nálægt þeirri ákvörðun í kvöld.“ „Þannig að mér líður ekkert ofboðslega vel en mér líður heldur ekkert svakalega illa. Það er bara þetta og við fórum alla leið í úrslit í fyrra og þangað viljum við fara. Við vitum hvernig það er og ég trúi því að við og mínir menn þjappi sér saman og komi sér á þann stað sem þurfum að vera á.“ Hann sagðist eiga von á hörkueinvígi gegn Val í 8-liða úrslitum. „Valið hjá okkur stóð á milli þess að fara á Hlíðarenda eða norður á Sauðárkrók. Þannig að ég held að Fjóla [gjaldkeri körfuknattleiksdeildar Grindavíkur] sé bara sátt við að við séum að fara á Hlíðarenda. Tökum því eins og hverju hundsbiti. Það er talað um að Valsarar séu bestir í dag og eru það ekki liðin sem þarf að fara í gegnum til að vinna. Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ Bónus-deild karla Grindavík KR Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Fleiri fréttir Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ Sjá meira
„Þetta var mjög flatt í gegnum allan leikinn. Skrýtið því við erum búnir að tala um alla vikuna að þetta sé leikur til að koma sér af stað eftir langt hlé. Þetta var lengi af stað og við í raun komumst aldrei af stað, hvorki í vörn né sókn,“ sagði Jóhann Þór þegar Vísir ræddi við hann eftir leik í kvöld. „Eitt og eitt atriði þar sem við náum einhverjum neista. Alls konar planað varnarlega alla vikuna og menn engan veginn í takti. Skrýtið að þetta sé svona á þessum tíma. Það er eins og það er, við unnum og núna hefst alvaran eftir viku,“ bætti Jóhann Þór við en Grindavík mætir Val í 8-liða úrslitum en það verður endurtekning á úrslitarimmu liðanna frá því á síðasta tímabili. Jóhann Þór viðurkenndi að hann væri ögn áhyggjufullur yfir því á hvaða stað Grindavíkurliðið væri statt og að liðið væri ekki að spila betur. „Já og nei. Við erum með hörkugott lið og við þurfum að þjappa okkur saman og finna takt, það er alveg hægt. Ég horfði á Grindavík spila við Hamar/Þór hér í gær og sá einhverja furðulegustu ákvörðun sem ég hef séð síðan ég byrjaði að horfa á körfubolta. Það voru ansi margar hjá mínum mönnum sem voru ansi nálægt þeirri ákvörðun í kvöld.“ „Þannig að mér líður ekkert ofboðslega vel en mér líður heldur ekkert svakalega illa. Það er bara þetta og við fórum alla leið í úrslit í fyrra og þangað viljum við fara. Við vitum hvernig það er og ég trúi því að við og mínir menn þjappi sér saman og komi sér á þann stað sem þurfum að vera á.“ Hann sagðist eiga von á hörkueinvígi gegn Val í 8-liða úrslitum. „Valið hjá okkur stóð á milli þess að fara á Hlíðarenda eða norður á Sauðárkrók. Þannig að ég held að Fjóla [gjaldkeri körfuknattleiksdeildar Grindavíkur] sé bara sátt við að við séum að fara á Hlíðarenda. Tökum því eins og hverju hundsbiti. Það er talað um að Valsarar séu bestir í dag og eru það ekki liðin sem þarf að fara í gegnum til að vinna. Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“
Bónus-deild karla Grindavík KR Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Fleiri fréttir Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ Sjá meira