Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 27. mars 2025 20:13 Jens-Frederik Nielsen leiðir Demokraatit, stærsta flokkinn á grænlenska þinginu eftir nýafstaðnar kosningar. EPA/Christian Klindt Sølbeck Viðræðum um myndun meirihluta á grænlenska þinginu er lokið og koma fjórir fimm flokkanna á þinginu að nýrri ríkisstjórn. Til stendur að undirrita stjórnarsáttmála í hádeginu á morgun. Heimildir grænlenska ríkisútvarpsins herma að allir flokkarnir á grænlenska þinginu, að flokknum Naleraq undanskildum, komi að myndun ríkisstjórnarinnar. Grænlendingar gengu til kosninga þann ellefta mars undir mjög óvenjulegum kringumstæðum. Varla var þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum í og við kjörstaði og er skemmst frá því að segja að grænlenska þjóðin sé ekki vön því að umheimurinn sýni stjórnmálunum þar í landi þvílíkan áhuga. Grænlendingar hafa setið undir stöðugum hótunum frá Donald Trump Bandaríkjaforseta sem hefur heitið því að innlima landið sama hvað það kostar. Í þessari viku vakti það hneykslan að óboðin bandarísk sendinefnd hygði á ferðalag til Grænlands. J.D. Vance varaforseti Bandaríkjanna er á leið sinni þangað ásamt eiginkonu sinni en þau ætla sér einungis að heimsækja bandarísku herstöðina Pituffik á norðvestanverðu landinu vegna harkalegra viðbragða í Nuuk og Kaupmannahöfn. Í skugga væringanna bar stjórnarandstaðan stórsigur í kosningunum og í fyrsta sinn í sögu heima- og landsstjórnarinnar er frjálshyggjuflokkur sá stærsti á þinginu. Demokraatit undir handleiðslu Jens-Frederik Nielsen vann mikinn sigur og hafa leitt stjórnarmyndunarviðræður til þessa. Samkvæmt staðarmiðlinum Sermitsiaq stendur til að undirrita stjórnarsáttmála klukkan ellefu á morgun á grænlenskum tíma í menningarsetrinu Katuaq. Flokkarnir Demokraatit, Siumut, Inuit Ataqatigiit og Atassut eiga sín á milli 23 fulltrúa af 31 á þinginu en vinstri flokkarnir Siumut og Iniut Ataqatigiit mynduðu síðustu ríkisstjórn sem Múte B. Egede, formaður Inuit Ataqatigiit samstarfsflokks Vinstri grænna, fór fyrir. Jens-Frederik Nielsen, formaður Demokraatit og líklegt landsstjórnarformannsefni, hefur látið hafa það eftir sér að hann sæktist eftir því að mynda breiðfylkingarstjórn þvert yfir miðju til að takast á við varhugaverða þróun í heimsmálunum og svo virðist sem að honum hafi tekist það. Grænland Kosningar á Grænlandi Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Erlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira
Heimildir grænlenska ríkisútvarpsins herma að allir flokkarnir á grænlenska þinginu, að flokknum Naleraq undanskildum, komi að myndun ríkisstjórnarinnar. Grænlendingar gengu til kosninga þann ellefta mars undir mjög óvenjulegum kringumstæðum. Varla var þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum í og við kjörstaði og er skemmst frá því að segja að grænlenska þjóðin sé ekki vön því að umheimurinn sýni stjórnmálunum þar í landi þvílíkan áhuga. Grænlendingar hafa setið undir stöðugum hótunum frá Donald Trump Bandaríkjaforseta sem hefur heitið því að innlima landið sama hvað það kostar. Í þessari viku vakti það hneykslan að óboðin bandarísk sendinefnd hygði á ferðalag til Grænlands. J.D. Vance varaforseti Bandaríkjanna er á leið sinni þangað ásamt eiginkonu sinni en þau ætla sér einungis að heimsækja bandarísku herstöðina Pituffik á norðvestanverðu landinu vegna harkalegra viðbragða í Nuuk og Kaupmannahöfn. Í skugga væringanna bar stjórnarandstaðan stórsigur í kosningunum og í fyrsta sinn í sögu heima- og landsstjórnarinnar er frjálshyggjuflokkur sá stærsti á þinginu. Demokraatit undir handleiðslu Jens-Frederik Nielsen vann mikinn sigur og hafa leitt stjórnarmyndunarviðræður til þessa. Samkvæmt staðarmiðlinum Sermitsiaq stendur til að undirrita stjórnarsáttmála klukkan ellefu á morgun á grænlenskum tíma í menningarsetrinu Katuaq. Flokkarnir Demokraatit, Siumut, Inuit Ataqatigiit og Atassut eiga sín á milli 23 fulltrúa af 31 á þinginu en vinstri flokkarnir Siumut og Iniut Ataqatigiit mynduðu síðustu ríkisstjórn sem Múte B. Egede, formaður Inuit Ataqatigiit samstarfsflokks Vinstri grænna, fór fyrir. Jens-Frederik Nielsen, formaður Demokraatit og líklegt landsstjórnarformannsefni, hefur látið hafa það eftir sér að hann sæktist eftir því að mynda breiðfylkingarstjórn þvert yfir miðju til að takast á við varhugaverða þróun í heimsmálunum og svo virðist sem að honum hafi tekist það.
Grænland Kosningar á Grænlandi Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Erlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira