Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 27. mars 2025 15:31 Fjölskyldusameiningar eru forsenda þess að flóttafólki gangi vel að fóta sig í nýju landi. Þetta er staðreynd sem flestallt stjórnmálafólk hlýtur að vera meðvitað um. Fjölskyldan er jú eitt það mikilvægasta í lífi hverrar manneskju, ekki satt? Það gildir alveg óháð því hvaðan fólk kemur. Það kom mér þess vegna í opna skjöldu um daginn að heyra af því að ríkisstjórn Íslands hefði á fundi sínum 14. mars sl. ákveðið að endurnýja ekki samstarfssamning við Alþjóðlegu fólksflutningastofnunina (IOM) vegna fjölskyldusameininga - að því er virðist án nokkurrar pólitískrar eða samfélagslegrar umræðu. Auk þess má nefna að samningur Rauða krossins við ríkið um ráðgjafarþjónustu við flóttafólk vegna fjölskyldusameininga rennur út í júní 2025 og ekki virðist standa til að endurnýja hann. Þessi ákvörðun ríkisstjórnarinnar hefur áhrif á fólk sem tekist hefur að flýja hörmungar en á fjölskyldu sem er enn í hættu erlendis. Hér er um að ræða fylgdarlaus börn, örvæntingarfulla foreldra. Fólk sem hefur stöðu flóttamanns og er í þjónustu sveitarfélaga eins og Garðabæjar, sem gera sitt besta til að styðja við nýja íbúa sína. Hingað til hafa sveitarfélög getað leitað til ríkisins, sem fyrir tilstilli flutningssamningsins við IOM hefur getað haft uppi á fjölskyldum fólks, skipulagt og greitt ferðalög þeirra. Þetta úrræði hefur nýst því fólki sem ekki hefur haft bolmagn til þess að gera slíkt sjálft og þeim sem eiga fjölskyldur sem búa við stríðsástand. M.ö.o. hefur þetta nýst fólkinu sem er í mestri þörf. Þessi óskiljanlega ákvörðun stjórnvalda hefur vitanlega áhrif á fólkið sjálft, sem ekki mun geta sameinast fjölskyldum sínum líkt og áður, en ekki síður á samfélögin sem fólk flytur í. Að mínu mati er um að ræða aðför að því metnaðarfulla starfi sem unnið er í sveitarfélögum. Þetta þýðir fyrir okkur sem störfum á sveitarstjórnarstiginu að ríkið bindur hendur starfsfólks okkar og dregur úr þeim stuðningi sem hægt er að veita flóttafólki frá stríðshrjáðum svæðum. Ég endurtek: Fjölskyldusameiningar, sem strangar reglur gilda um nú þegar, eru alger forsenda þess að flóttafólki gangi vel að fóta sig á nýjum stað. Ég veit að ég væri ófær um að vera virkur þátttakandi í nærsamfélagi mínu ef ég væri alein í nýju landi og vissi af fjölskyldunni minni, börnunum mínum, í stöðugri hættu. Við getum öll sett okkur í þau spor. Sem kjörinn fulltrúi í bæjarstjórn Garðabæjar og í velferðarráði kalla ég eftir því að ríkisstjórnin útskýri hvað eigi nú að taka við. Því eins og staðan er núna grefur ríkið hreinlega undan nauðsynlegum stuðningi við fólk sem þarf sárlega á honum að halda og þar með undan þeim samfélögum sem taka á móti fólki á flótta. Ég trúi því ekki að það sé ætlunin. Höfundur er bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Þorvaldsdóttir Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Fjölskyldusameiningar eru forsenda þess að flóttafólki gangi vel að fóta sig í nýju landi. Þetta er staðreynd sem flestallt stjórnmálafólk hlýtur að vera meðvitað um. Fjölskyldan er jú eitt það mikilvægasta í lífi hverrar manneskju, ekki satt? Það gildir alveg óháð því hvaðan fólk kemur. Það kom mér þess vegna í opna skjöldu um daginn að heyra af því að ríkisstjórn Íslands hefði á fundi sínum 14. mars sl. ákveðið að endurnýja ekki samstarfssamning við Alþjóðlegu fólksflutningastofnunina (IOM) vegna fjölskyldusameininga - að því er virðist án nokkurrar pólitískrar eða samfélagslegrar umræðu. Auk þess má nefna að samningur Rauða krossins við ríkið um ráðgjafarþjónustu við flóttafólk vegna fjölskyldusameininga rennur út í júní 2025 og ekki virðist standa til að endurnýja hann. Þessi ákvörðun ríkisstjórnarinnar hefur áhrif á fólk sem tekist hefur að flýja hörmungar en á fjölskyldu sem er enn í hættu erlendis. Hér er um að ræða fylgdarlaus börn, örvæntingarfulla foreldra. Fólk sem hefur stöðu flóttamanns og er í þjónustu sveitarfélaga eins og Garðabæjar, sem gera sitt besta til að styðja við nýja íbúa sína. Hingað til hafa sveitarfélög getað leitað til ríkisins, sem fyrir tilstilli flutningssamningsins við IOM hefur getað haft uppi á fjölskyldum fólks, skipulagt og greitt ferðalög þeirra. Þetta úrræði hefur nýst því fólki sem ekki hefur haft bolmagn til þess að gera slíkt sjálft og þeim sem eiga fjölskyldur sem búa við stríðsástand. M.ö.o. hefur þetta nýst fólkinu sem er í mestri þörf. Þessi óskiljanlega ákvörðun stjórnvalda hefur vitanlega áhrif á fólkið sjálft, sem ekki mun geta sameinast fjölskyldum sínum líkt og áður, en ekki síður á samfélögin sem fólk flytur í. Að mínu mati er um að ræða aðför að því metnaðarfulla starfi sem unnið er í sveitarfélögum. Þetta þýðir fyrir okkur sem störfum á sveitarstjórnarstiginu að ríkið bindur hendur starfsfólks okkar og dregur úr þeim stuðningi sem hægt er að veita flóttafólki frá stríðshrjáðum svæðum. Ég endurtek: Fjölskyldusameiningar, sem strangar reglur gilda um nú þegar, eru alger forsenda þess að flóttafólki gangi vel að fóta sig á nýjum stað. Ég veit að ég væri ófær um að vera virkur þátttakandi í nærsamfélagi mínu ef ég væri alein í nýju landi og vissi af fjölskyldunni minni, börnunum mínum, í stöðugri hættu. Við getum öll sett okkur í þau spor. Sem kjörinn fulltrúi í bæjarstjórn Garðabæjar og í velferðarráði kalla ég eftir því að ríkisstjórnin útskýri hvað eigi nú að taka við. Því eins og staðan er núna grefur ríkið hreinlega undan nauðsynlegum stuðningi við fólk sem þarf sárlega á honum að halda og þar með undan þeim samfélögum sem taka á móti fólki á flótta. Ég trúi því ekki að það sé ætlunin. Höfundur er bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans í Garðabæ.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun