Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. mars 2025 15:16 Baldur Fritz Bjarnason var langmarkahæstur í Olís-deild karla í vetur. Hann skoraði 211 mörk. Næstu menn, Reynir Þór Stefánsson úr Fram og Gróttumaðurinn Jón Ómar Gíslason, skoruðu 159 mörk hvor. ír ÍR-ingurinn Baldur Fritz Bjarnason varð markakóngur Olís-deildar karla. Eftir því sem næst verður komist á hann metið yfir flest mörk að meðaltali í leik á einu tímabili í efstu deild karla í handbolta. Baldur skoraði tíu mörk þegar ÍR tapaði fyrir FH, 33-29, í lokaumferð Olís-deildarinnar í gær. Tapið kom ekki að sök fyrir ÍR-inga sem enduðu í 10. sæti og leika þar með í Olís-deildinni á næsta tímabili. Baldur, sem er aðeins átján ára (fæddur 2007) fór mikinn á sínu fyrsta tímabili í Olís-deildinni og varð markakóngur hennar með 211 mörk. Hann lék alla 22 leiki ÍR og var því með 9,59 mörk að meðaltali í leik. Eftir því sem næst verður komist er það met í efstu deild á Íslandi. Metið yfir flest mörk á einu tímabili var, og er enn, í eigu Arnórs Atlasonar. Hann skoraði 237 mörk fyrir KA tímabilið 2003-04, eða 9,48 mörk að meðaltali í leik. Aðstoðarlandsliðsþjálfarinn Arnór Atlason var markahæstur á sínu síðasta tímabili hér heima.vísir/vilhelm Baldur sló ekki metið yfir flest mörk á einu tímabili, enda voru leikirnir í deildinni fjórum fleiri tímabilið 2003-04. En metið yfir flest mörk að meðaltali í leik á einu tímabili virðist nú vera í eigu hans. Gagnagrunnur HSÍ nær þrjátíu ár aftur í tímann, eða til tímabilsins 1994-95. Upplýsingar um markakónga fyrir þann tíma eru ekki aðgengilegar. Það má þó áætla með nokkurri vissu að metið sé komið í eigu Baldurs enda voru mun færri mörk skoruð í handbolta í fyrndinni. Flest mörk að meðaltali í leik frá 1995 Baldur Fritz Bjarnason (ÍR 2025) - 9,59 Arnór Atlason (KA 2004) - 9,48 Theodór Sigurbjörnsson (ÍBV 2017) - 8,96 Julian Duranona (KA 1996) - 8,86 Halldór Jóhann Sigfússon (KA 2005) - 8,40 Mladen Cacic (ÍBV 2006) - 8,26 Ragnar Jóhannsson (Selfoss 2011) - 8,24 Haukur Þrastarson (Selfoss 2020) - 8,20 Hilmar Þórlindsson (Grótta/KR 2001) - 8,00 Jaliesky Garcia (HK 2002) - 7,88 Þrír leikmenn hafa rofið tvö hundruð marka múrinn í efstu deild frá 1995. Baldur og Arnór hafa áður verið nefndir en auk þeirra náði Theodór Sigurbjörnsson því með ÍBV tímabilið 2016-17 (233 mörk). Baldur er sonur Bjarna Fritzsonar, þjálfara ÍR, sem varð tvívegis markakóngur efstu deildar á sínum ferli. Fyrst tímabilið 2009-10 með FH (149 mörk) og svo með Akureyri tímabilið 2011-12 (163 mörk). Baldur virðist hafa erft markagenið frá föður sínum, Bjarna Fritzsyni.vísir/vilhelm Baldur er jafnframt fyrsti markakóngur ÍR í efstu deild síðan 2014-15 þegar Björgvin Þór Hólmgeirsson skoraði 168 mörk, eða 7,64 mörk að meðaltali í leik. Sturla Ásgeirsson varð markakóngur tímabilið á undan (2013-14) og Ragnar Óskarsson tímabilið 1999-00. Olís-deild karla ÍR Mest lesið Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn Leik lokið: Fram - FH 34-33 | Hádramatísk framlenging skaut Fram í úrslit Handbolti „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Fleiri fréttir Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Leik lokið: Fram - FH 34-33 | Hádramatísk framlenging skaut Fram í úrslit Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Sjá meira
Baldur skoraði tíu mörk þegar ÍR tapaði fyrir FH, 33-29, í lokaumferð Olís-deildarinnar í gær. Tapið kom ekki að sök fyrir ÍR-inga sem enduðu í 10. sæti og leika þar með í Olís-deildinni á næsta tímabili. Baldur, sem er aðeins átján ára (fæddur 2007) fór mikinn á sínu fyrsta tímabili í Olís-deildinni og varð markakóngur hennar með 211 mörk. Hann lék alla 22 leiki ÍR og var því með 9,59 mörk að meðaltali í leik. Eftir því sem næst verður komist er það met í efstu deild á Íslandi. Metið yfir flest mörk á einu tímabili var, og er enn, í eigu Arnórs Atlasonar. Hann skoraði 237 mörk fyrir KA tímabilið 2003-04, eða 9,48 mörk að meðaltali í leik. Aðstoðarlandsliðsþjálfarinn Arnór Atlason var markahæstur á sínu síðasta tímabili hér heima.vísir/vilhelm Baldur sló ekki metið yfir flest mörk á einu tímabili, enda voru leikirnir í deildinni fjórum fleiri tímabilið 2003-04. En metið yfir flest mörk að meðaltali í leik á einu tímabili virðist nú vera í eigu hans. Gagnagrunnur HSÍ nær þrjátíu ár aftur í tímann, eða til tímabilsins 1994-95. Upplýsingar um markakónga fyrir þann tíma eru ekki aðgengilegar. Það má þó áætla með nokkurri vissu að metið sé komið í eigu Baldurs enda voru mun færri mörk skoruð í handbolta í fyrndinni. Flest mörk að meðaltali í leik frá 1995 Baldur Fritz Bjarnason (ÍR 2025) - 9,59 Arnór Atlason (KA 2004) - 9,48 Theodór Sigurbjörnsson (ÍBV 2017) - 8,96 Julian Duranona (KA 1996) - 8,86 Halldór Jóhann Sigfússon (KA 2005) - 8,40 Mladen Cacic (ÍBV 2006) - 8,26 Ragnar Jóhannsson (Selfoss 2011) - 8,24 Haukur Þrastarson (Selfoss 2020) - 8,20 Hilmar Þórlindsson (Grótta/KR 2001) - 8,00 Jaliesky Garcia (HK 2002) - 7,88 Þrír leikmenn hafa rofið tvö hundruð marka múrinn í efstu deild frá 1995. Baldur og Arnór hafa áður verið nefndir en auk þeirra náði Theodór Sigurbjörnsson því með ÍBV tímabilið 2016-17 (233 mörk). Baldur er sonur Bjarna Fritzsonar, þjálfara ÍR, sem varð tvívegis markakóngur efstu deildar á sínum ferli. Fyrst tímabilið 2009-10 með FH (149 mörk) og svo með Akureyri tímabilið 2011-12 (163 mörk). Baldur virðist hafa erft markagenið frá föður sínum, Bjarna Fritzsyni.vísir/vilhelm Baldur er jafnframt fyrsti markakóngur ÍR í efstu deild síðan 2014-15 þegar Björgvin Þór Hólmgeirsson skoraði 168 mörk, eða 7,64 mörk að meðaltali í leik. Sturla Ásgeirsson varð markakóngur tímabilið á undan (2013-14) og Ragnar Óskarsson tímabilið 1999-00.
Baldur Fritz Bjarnason (ÍR 2025) - 9,59 Arnór Atlason (KA 2004) - 9,48 Theodór Sigurbjörnsson (ÍBV 2017) - 8,96 Julian Duranona (KA 1996) - 8,86 Halldór Jóhann Sigfússon (KA 2005) - 8,40 Mladen Cacic (ÍBV 2006) - 8,26 Ragnar Jóhannsson (Selfoss 2011) - 8,24 Haukur Þrastarson (Selfoss 2020) - 8,20 Hilmar Þórlindsson (Grótta/KR 2001) - 8,00 Jaliesky Garcia (HK 2002) - 7,88
Olís-deild karla ÍR Mest lesið Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn Leik lokið: Fram - FH 34-33 | Hádramatísk framlenging skaut Fram í úrslit Handbolti „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Fleiri fréttir Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Leik lokið: Fram - FH 34-33 | Hádramatísk framlenging skaut Fram í úrslit Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Sjá meira