Af hverju ætti að verja okkur ef við endurgjöldum ekki greiðann? Sigurður Loftur Thorlacius skrifar 27. mars 2025 08:30 Undanfarnar vikur hefur því verið velt upp hvort Ísland þurfi að koma upp varnarher í ljósi breyttra aðstæðna í heiminum. Í gegnum söguna hafa Íslendingar verið mótfallnir því en er það réttlætanlegt á ófriðartímum? Af hverju ætti einhver að senda hermenn til að verja okkur og fórna lífi sínu ef við gerum ekki slíkt hið sama? Ef á okkur yrði ráðist ættu NATÓ þjóðir að koma okkur til varnar, allt frá Norðmönnum til Tyrkja. Af hverju erum við þá ekki tilbúin að gera það sama fyrir þessar þjóðir? Er það ekki siðferðislega rangt að krefja aðra um að fórna sér fyrir mann sjálfan en ekki öfugt? Ísland er eins og hver önnur smáborg í Evrópu með svipaðan mannfjölda og Bergen í Noregi. Hvernig myndu menn taka því ef Bergen tæki upp á því að segja: „Já nei, við ætlum ekki að vera með neina hermenn því við erum svo friðelskandi borg. Þið verðið samt að koma og verja okkur ef einhver ræðst á okkur. Við getum samt alveg hjálpað til með netöryggisvarnir og svoleiðis.“ Það væri fráleitt og gengi aldrei upp. Af hverju eigum við þá að vera stikkfrí? Af orðræðu Bandaríkjaforseta tel ég nokkuð augljóst að varnarsamningur okkar við Bandaríkin er marklaus og að samstaða NATÓ sé löskuð. Væntanlega myndi Trump ekki svara játandi ef einhver spyrði hann: „Myndir þú koma Íslandi til varnar, sem leggur lítið sem ekkert til eigin varnarmála?“ Hann myndi sjálfsagt ákveða að innlima landið líkt og Grænland, hundsa það ef Rússland gerði innrás eða krefja okkur um greiðslu fyrir varnirnar. Við erum í NATÓ og erum því ekki hlutlaus þjóð. Það hefur líka sýnt sig að það þýðir ekki að vera hlutlaus en hafa engan herafla til að verja hlutleysið. Við vorum hernumin um leið og seinni heimstyrjöld skall á og vorum heppin að það var af vinveittri þjóð sem tók aðeins yfir varnir landsins en ekki neitt meira. Svisslendingar hafa haldið hlutleysi sínu í gegnum tvær heimstyrjaldir með ríkri hefð um herskyldu. Í seinni heimstyrjöldinni gátu Svisslendingar kallað til 430.000 hermenn (10% þjóðarinnar) með stuðningi frá 210.000 manns til viðbótar. Það borgar sig ekki að ráðast inn í land þar sem stór hluti þjóðarinnar er í varaliðinu. Það er auðvelt að ímynda sér sviðsmyndir þar sem Ísland yrði skotmark ef átökin stigmagnast. Til dæmis ef Rússland ákveður að ráðast inn í Eystrasaltsríkin, fyrrum sambandsríki Sovétríkjanna, og heyja þar með stríð við NATÓ. Gefum okkur að hin Norðurlöndin myndu senda herafla til að styðja Eystrasaltsríkin en að Bandaríkin væru tvístígandi. Þá væri ráðlegast fyrir Rússland að hernema Ísland, enda engin fyrirstaða, til að skera á mögulegar vopnasendingar frá Bandaríkjunum til Evrópu og koma aftan að hinum Norðurlandaþjóðunum. Engin ein þjóð í Evrópu getur varist einsömul heldur verða Evrópuþjóðir að reiða sig á sameinaðan styrk. Þar skiptir miklu máli að allar 400.000 manna einingar leggi til herafla, hvort sem sú eining er land eins og Ísland eða borg eins og Bergen. Þúsund manna her frá Íslandi gæti riðið baggamuninn í vörnum Evrópu gegn innrás frá Rússlandi, t.d. í Eystrasaltslöndunum. Ef á okkur yrði ráðist þá dugir ekki að lögregla kalli til almenning sem hefur enga herþjálfun fengið. Ætlum við að treysta því að rjúpnaskytturnar reddi þessu? Ef einn rússneskur kafbátur dúkkar upp í Reykjavíkurhöfn með 50-100 hermönnum þá gætu þeir auðveldlega tekið yfir Alþingi, Stjórnarráðið og stjórn landsins. Það er klaufalegt og skammarlegt að maður geti ekki sjálfur gripið til vopna fyrir landið sitt. Margir spyrja hvort það myndi nokkru breyta ef Ísland væri með varnarher af því hann yrði svo lítill. En ég spyr þá á móti, þarf hann nokkuð að vera lítill? Ef hér væri innleidd almenn herskylda og flest okkar fengju herþjálfun, þá myndu Rússar hugsa sig tvisvar um áður en þeir réðust hingað inn. Þúsund manna herlið með tvö þúsund manna varalið myndi duga til að bægja helstu ógnum frá. Við stærri innrásir væri hægt að kalla inn þau sem hafa fengið herþjálfun en þau gætu hlaupið á tugum þúsunda ef herskylda væri almenn. Við skulum ekki leggja traust okkar á það að menn eins og Pútín, sem svífst greinilega einskis til að ná fram sinni heimsvaldastefnu, muni virða okkar æðri hugsjón um hlutlausa, herlausa og friðelskandi þjóð þegar á hólminn er komið. Höfundur er umhverfisverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggis- og varnarmál Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hefur því verið velt upp hvort Ísland þurfi að koma upp varnarher í ljósi breyttra aðstæðna í heiminum. Í gegnum söguna hafa Íslendingar verið mótfallnir því en er það réttlætanlegt á ófriðartímum? Af hverju ætti einhver að senda hermenn til að verja okkur og fórna lífi sínu ef við gerum ekki slíkt hið sama? Ef á okkur yrði ráðist ættu NATÓ þjóðir að koma okkur til varnar, allt frá Norðmönnum til Tyrkja. Af hverju erum við þá ekki tilbúin að gera það sama fyrir þessar þjóðir? Er það ekki siðferðislega rangt að krefja aðra um að fórna sér fyrir mann sjálfan en ekki öfugt? Ísland er eins og hver önnur smáborg í Evrópu með svipaðan mannfjölda og Bergen í Noregi. Hvernig myndu menn taka því ef Bergen tæki upp á því að segja: „Já nei, við ætlum ekki að vera með neina hermenn því við erum svo friðelskandi borg. Þið verðið samt að koma og verja okkur ef einhver ræðst á okkur. Við getum samt alveg hjálpað til með netöryggisvarnir og svoleiðis.“ Það væri fráleitt og gengi aldrei upp. Af hverju eigum við þá að vera stikkfrí? Af orðræðu Bandaríkjaforseta tel ég nokkuð augljóst að varnarsamningur okkar við Bandaríkin er marklaus og að samstaða NATÓ sé löskuð. Væntanlega myndi Trump ekki svara játandi ef einhver spyrði hann: „Myndir þú koma Íslandi til varnar, sem leggur lítið sem ekkert til eigin varnarmála?“ Hann myndi sjálfsagt ákveða að innlima landið líkt og Grænland, hundsa það ef Rússland gerði innrás eða krefja okkur um greiðslu fyrir varnirnar. Við erum í NATÓ og erum því ekki hlutlaus þjóð. Það hefur líka sýnt sig að það þýðir ekki að vera hlutlaus en hafa engan herafla til að verja hlutleysið. Við vorum hernumin um leið og seinni heimstyrjöld skall á og vorum heppin að það var af vinveittri þjóð sem tók aðeins yfir varnir landsins en ekki neitt meira. Svisslendingar hafa haldið hlutleysi sínu í gegnum tvær heimstyrjaldir með ríkri hefð um herskyldu. Í seinni heimstyrjöldinni gátu Svisslendingar kallað til 430.000 hermenn (10% þjóðarinnar) með stuðningi frá 210.000 manns til viðbótar. Það borgar sig ekki að ráðast inn í land þar sem stór hluti þjóðarinnar er í varaliðinu. Það er auðvelt að ímynda sér sviðsmyndir þar sem Ísland yrði skotmark ef átökin stigmagnast. Til dæmis ef Rússland ákveður að ráðast inn í Eystrasaltsríkin, fyrrum sambandsríki Sovétríkjanna, og heyja þar með stríð við NATÓ. Gefum okkur að hin Norðurlöndin myndu senda herafla til að styðja Eystrasaltsríkin en að Bandaríkin væru tvístígandi. Þá væri ráðlegast fyrir Rússland að hernema Ísland, enda engin fyrirstaða, til að skera á mögulegar vopnasendingar frá Bandaríkjunum til Evrópu og koma aftan að hinum Norðurlandaþjóðunum. Engin ein þjóð í Evrópu getur varist einsömul heldur verða Evrópuþjóðir að reiða sig á sameinaðan styrk. Þar skiptir miklu máli að allar 400.000 manna einingar leggi til herafla, hvort sem sú eining er land eins og Ísland eða borg eins og Bergen. Þúsund manna her frá Íslandi gæti riðið baggamuninn í vörnum Evrópu gegn innrás frá Rússlandi, t.d. í Eystrasaltslöndunum. Ef á okkur yrði ráðist þá dugir ekki að lögregla kalli til almenning sem hefur enga herþjálfun fengið. Ætlum við að treysta því að rjúpnaskytturnar reddi þessu? Ef einn rússneskur kafbátur dúkkar upp í Reykjavíkurhöfn með 50-100 hermönnum þá gætu þeir auðveldlega tekið yfir Alþingi, Stjórnarráðið og stjórn landsins. Það er klaufalegt og skammarlegt að maður geti ekki sjálfur gripið til vopna fyrir landið sitt. Margir spyrja hvort það myndi nokkru breyta ef Ísland væri með varnarher af því hann yrði svo lítill. En ég spyr þá á móti, þarf hann nokkuð að vera lítill? Ef hér væri innleidd almenn herskylda og flest okkar fengju herþjálfun, þá myndu Rússar hugsa sig tvisvar um áður en þeir réðust hingað inn. Þúsund manna herlið með tvö þúsund manna varalið myndi duga til að bægja helstu ógnum frá. Við stærri innrásir væri hægt að kalla inn þau sem hafa fengið herþjálfun en þau gætu hlaupið á tugum þúsunda ef herskylda væri almenn. Við skulum ekki leggja traust okkar á það að menn eins og Pútín, sem svífst greinilega einskis til að ná fram sinni heimsvaldastefnu, muni virða okkar æðri hugsjón um hlutlausa, herlausa og friðelskandi þjóð þegar á hólminn er komið. Höfundur er umhverfisverkfræðingur.
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar