Var skylt að afhenda Brúneggjagögnin eftir allt saman Jón Þór Stefánsson skrifar 26. mars 2025 15:38 Tryggvi Aðalbjörnsson hlaut blaðamannaverðlaunin fyrir umfjöllun sína um Brúnegg. Kristinn Gylfi Jónsson var framkvæmdastjóri Brúneggja. Hæstiréttur sýknaði í dag Ríkisútvarpið og Matvælastofnun af kröfum Bala ehf. og Geysis-Fjárfestingafélags ehf. í Brúneggjamálinu svokallaða. Áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur sýknað báðar stofnanir, en Landsréttur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að MAST bæri skaðabótaábyrgð og gerði stofnuninni að greiða félögunum fjórar milljónir hvoru um sig. Málið varðar umfjöllun Kastljóss 28. nóvember 2016 um dýrahald og eggjaframleiðslu Brúneggja ehf. Brúnegg voru í eigu bræðranna Kristins Gylfa og Björns Jónssona sem höfðuðu málið í gegnum félög þeirra, Bala og Geysis. Landsréttur á öðru máli Að mati Landsréttar mátti MAST ekki afhenda RÚV gögn sem vörðuðu starfsemi Brúneggja. En að mati dómsins var augljóst að strax í kjölfar þess að Kastljósþátturinn var sýndur hafi orðið hrun í sölu afurða Brúneggja. Afhending stofnunarinnar á gögnum og yfirlýsingar starfsmanna hennar orsökuðu þetta hrun. Landsréttur sagði hins vegar að ekki væri hægt að segja að umfjöllun Kastljóss væri efnislega röng, eða hefði ekki fréttagildi eða ætti ekki erindi við almenning. Afhendingin olli ekki saknæmu tjóni Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að gögnin væru ótvírætt þess eðlis að stofnuninni væri skylt að afhenda þau á grundvelli upplýsingalaga. Það hefði verið góð stjórnsýsluframkvæmd hjá MAST að óska eftir áliti Brúneggja á afhendingunni á sínum tíma. Það hefði hins vegar ekki breytt neinu um skyldu stofnunarinnar til að veita gögnin. Því var ekki fallist á að afhending gagnanna hefði verið til þess fallin að valda Brúneggjum tjóni með ólögmætum og saknæmum hætti. Hæstiréttur féllst heldur ekki á að MAST væri skaðabótaskyld vegna þess að starfsmenn stofnunarinnar voru sagðir hafa veitt liðsinni við gerð sjónvarpsþáttarins. Ekki væri hægt að sjá að afhending gagna og samskipti sem voru því tengd væri að veita liðsinni, og ekki heldur að veita viðtöl um málið. Hæstiréttur sýknaði MAST og RÚV.Vísir/Vilhelm Þar að auki komst Hæstiréttur að því að ummæli starfsmanna MAST hefðu leitt til bótaskyldu til Brúneggja vegna viðbragða birgja, smásala og neytenda við fréttaflutningi. Ekki hefði verið sýnt fram á að neitt rangt hafi komið fram í umfjölluninni. Hæstiréttur gerir því Bala og Geysi að greiða MAST annars vegar og RÚV hins vegar kostnað vegna reksturs málsins á öllum dómstigum. Félögin þurfa að greiða MAST þrjár milljónir króna og RÚV fimm milljónir. Brúneggjamálið Dómsmál Matvælaframleiðsla Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Sjá meira
Málið varðar umfjöllun Kastljóss 28. nóvember 2016 um dýrahald og eggjaframleiðslu Brúneggja ehf. Brúnegg voru í eigu bræðranna Kristins Gylfa og Björns Jónssona sem höfðuðu málið í gegnum félög þeirra, Bala og Geysis. Landsréttur á öðru máli Að mati Landsréttar mátti MAST ekki afhenda RÚV gögn sem vörðuðu starfsemi Brúneggja. En að mati dómsins var augljóst að strax í kjölfar þess að Kastljósþátturinn var sýndur hafi orðið hrun í sölu afurða Brúneggja. Afhending stofnunarinnar á gögnum og yfirlýsingar starfsmanna hennar orsökuðu þetta hrun. Landsréttur sagði hins vegar að ekki væri hægt að segja að umfjöllun Kastljóss væri efnislega röng, eða hefði ekki fréttagildi eða ætti ekki erindi við almenning. Afhendingin olli ekki saknæmu tjóni Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að gögnin væru ótvírætt þess eðlis að stofnuninni væri skylt að afhenda þau á grundvelli upplýsingalaga. Það hefði verið góð stjórnsýsluframkvæmd hjá MAST að óska eftir áliti Brúneggja á afhendingunni á sínum tíma. Það hefði hins vegar ekki breytt neinu um skyldu stofnunarinnar til að veita gögnin. Því var ekki fallist á að afhending gagnanna hefði verið til þess fallin að valda Brúneggjum tjóni með ólögmætum og saknæmum hætti. Hæstiréttur féllst heldur ekki á að MAST væri skaðabótaskyld vegna þess að starfsmenn stofnunarinnar voru sagðir hafa veitt liðsinni við gerð sjónvarpsþáttarins. Ekki væri hægt að sjá að afhending gagna og samskipti sem voru því tengd væri að veita liðsinni, og ekki heldur að veita viðtöl um málið. Hæstiréttur sýknaði MAST og RÚV.Vísir/Vilhelm Þar að auki komst Hæstiréttur að því að ummæli starfsmanna MAST hefðu leitt til bótaskyldu til Brúneggja vegna viðbragða birgja, smásala og neytenda við fréttaflutningi. Ekki hefði verið sýnt fram á að neitt rangt hafi komið fram í umfjölluninni. Hæstiréttur gerir því Bala og Geysi að greiða MAST annars vegar og RÚV hins vegar kostnað vegna reksturs málsins á öllum dómstigum. Félögin þurfa að greiða MAST þrjár milljónir króna og RÚV fimm milljónir.
Brúneggjamálið Dómsmál Matvælaframleiðsla Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Sjá meira