Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Kjartan Kjartansson skrifar 26. mars 2025 13:44 Efla á sænska herinn með stórauknum framlögum við endurvopnunar Svíþjóðar sem ríkisstjórn landsins kynnti í dag. Vísir/EPA Sænska ríkisstjórnin tilkynnti í dag að hún ætlaði að taka þrjú hundruð milljarða sænskra að láni til þess að endurnýja vopnabúnað Svíþjóðar. Aðgerðirnar eru þær umfangsmestu frá tímum kalda stríðsins, að sögn Ulfs Kristersson, forsætisráðherra. Fjárfestingin í hernum, sem gæti numið allt að fjögur þúsund milljörðum íslenskra króna til ársins 2035, verður fjármögnuð með nýrri lántöku. Kristersson sagði á blaðamannafundi í dag að sú leið væri farin til þess að ekki þurfi að skera niður framlög til velferðarmála eða innra öryggis. „Þetta verður umfangsmesta endurnýjun vopnabúnaðar frá kalda stríðinu,“ sagði forsætisráðherra minnihlutastjórnar hægri flokka sem þarf að reiða sig á stuðning hægrijaðarflokksins Svíþjóðardemókrata. Stjórn Kristersson tilkynnti einnig um frekari aðgerðir til að efla varnir Svíþjóða og styðja Úkraínu í baráttunni gegn innrás Rússlands. Viðbótarfjármagni verður varið í að verjast svonefndum blönduðum ógnum, strandgæslan fær aukið fjármagn og fjárheimildir til þess að kaupa varnartengdan búnað verða rýmkaðar. Stuðningur Svíþjóðar verður aukinn töluvert frá því sem áður hafði verið ákveðið. Ríkisstjórnin ætlar að ráðstafa fimmtán milljörðum sænskra króna, jafnvirði um 199 milljarða íslenskra króna, af fjármálaáætlun næsta árs á þessu ári til að styðja Úkraínu frekar. „Við verðum að gera það sem við getum til þess að styrkja frekar varnargetu Úkraínu hér og nú,“ sagði Johan Pehrson, menntamálaráðherra, á blaðamannafundinum. Stóraukin áhersla á varnarmál í Evrópu Evrópuríki leggja nú stóraukna áherslu á öryggis- og varnarmál, bæði vegna stríðsins í Úkraínu en einnig vegna fullyrðinga fultrúa Bandaríkjastjórnar sem benda til þess að Bandaríkin gætu að miklu leyti dregið sig út úr þátttöku í vörnum álfunnar. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tilkynnti fyrr í þessum mánuði að auka ætti fjárfestingu í vörnum Evrópu um 800 milljarða evra fyrir lok áratugsins, meira en 115 þúsund milljarða íslenskra króna. Varað var við því að Evrópa stæði frammi fyrir aðsteðjandi og vaxandi ógn, meðal annars af heimsvaldastefnu Vladímírs Pútín Rússlandsforseta, í hvítbók framkvæmdastjórnarinnar um varnarviðbúnað Evrópu sem var birt í síðustu viku. Evrópuríki þyrftu að leggja gríðarlega fjármuni í að byggja upp vopnabúr sín og heri næstu árin til þess að bæta upp fyrir áratugalanga vanfjármögnun þeirra eftir kalda stríðið. Svíþjóð Öryggis- og varnarmál Hernaður Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira
Fjárfestingin í hernum, sem gæti numið allt að fjögur þúsund milljörðum íslenskra króna til ársins 2035, verður fjármögnuð með nýrri lántöku. Kristersson sagði á blaðamannafundi í dag að sú leið væri farin til þess að ekki þurfi að skera niður framlög til velferðarmála eða innra öryggis. „Þetta verður umfangsmesta endurnýjun vopnabúnaðar frá kalda stríðinu,“ sagði forsætisráðherra minnihlutastjórnar hægri flokka sem þarf að reiða sig á stuðning hægrijaðarflokksins Svíþjóðardemókrata. Stjórn Kristersson tilkynnti einnig um frekari aðgerðir til að efla varnir Svíþjóða og styðja Úkraínu í baráttunni gegn innrás Rússlands. Viðbótarfjármagni verður varið í að verjast svonefndum blönduðum ógnum, strandgæslan fær aukið fjármagn og fjárheimildir til þess að kaupa varnartengdan búnað verða rýmkaðar. Stuðningur Svíþjóðar verður aukinn töluvert frá því sem áður hafði verið ákveðið. Ríkisstjórnin ætlar að ráðstafa fimmtán milljörðum sænskra króna, jafnvirði um 199 milljarða íslenskra króna, af fjármálaáætlun næsta árs á þessu ári til að styðja Úkraínu frekar. „Við verðum að gera það sem við getum til þess að styrkja frekar varnargetu Úkraínu hér og nú,“ sagði Johan Pehrson, menntamálaráðherra, á blaðamannafundinum. Stóraukin áhersla á varnarmál í Evrópu Evrópuríki leggja nú stóraukna áherslu á öryggis- og varnarmál, bæði vegna stríðsins í Úkraínu en einnig vegna fullyrðinga fultrúa Bandaríkjastjórnar sem benda til þess að Bandaríkin gætu að miklu leyti dregið sig út úr þátttöku í vörnum álfunnar. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tilkynnti fyrr í þessum mánuði að auka ætti fjárfestingu í vörnum Evrópu um 800 milljarða evra fyrir lok áratugsins, meira en 115 þúsund milljarða íslenskra króna. Varað var við því að Evrópa stæði frammi fyrir aðsteðjandi og vaxandi ógn, meðal annars af heimsvaldastefnu Vladímírs Pútín Rússlandsforseta, í hvítbók framkvæmdastjórnarinnar um varnarviðbúnað Evrópu sem var birt í síðustu viku. Evrópuríki þyrftu að leggja gríðarlega fjármuni í að byggja upp vopnabúr sín og heri næstu árin til þess að bæta upp fyrir áratugalanga vanfjármögnun þeirra eftir kalda stríðið.
Svíþjóð Öryggis- og varnarmál Hernaður Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira