Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir, Elín Karlsdóttir, Guðni Thorlacius, Gunnar Ásgrímsson og Georg Orlov Guðmundsson skrifa 26. mars 2025 10:32 Í dag og á morgun kjósum við næsta rektor Háskóla Íslands. Við erum hópur stúdenta af ólíkum fræðasviðum háskólans, sem öll eigum það sameiginlegt að styðja Silju Báru Ómarsdóttur í rektorskosningunum - og hvetjum aðra stúdenta til að gera slíkt hið sama. Það skiptir raunverulegu máli fyrir okkur stúdenta hver verður næsti rektor, og Silja Bára er ekki bara frábær kostur heldur er atkvæði til hennar atkvæði sem tryggir háskóla þar sem hlustað er á stúdenta og velferð okkar er sett á oddinn. Við kjósum Silju Báru vegna þess að: Jafnrétti og aðgengi að námi eru forgangsmál hjá Silju Báru. Stúdentar eru fjölbreyttur hópur fólks með ólíkan bakgrunn, skyldur og aðstæður. Hún mun tryggja að háskólinn sé ekki aðeins staður fyrir þá sem falla í hefðbundið mynstur náms, heldur einnig fyrir þá sem þurfa aukinn sveigjanleika, stuðning og aðlögun til að ná árangri. Geðheilbrigðis þjónusta fyrir stúdenta er grundvallaratriði – og það er margt sem þarf að laga. Silja Bára skilur að háskólinn gegnir lykilhlutverki í að hlúa að geðheilbrigði og félagslífi nemenda, en líka að hann geti ekki staðið einn í því verkefni. Hún mun þrýsta á stjórnvöld að koma með aukið fjármagn inn í geðheilbrigðismál innan veggja skólans, sem er grundvöllur þess að hægt sé að bæta geðheilbrigðisþjónustu fyrir nemendur. Nám á að vera lifandi og kennsla nýstárleg – og með Silju Báru í forystu mun Háskólinn mæta nemendum þar sem þau standa og leiða þróun kennsluhátta með framsýnum aðferðum. Hún er vinsæll kennari og það er ekki að ástæðulausu. Hún hefur í störfum sínum lagt áherslu á að tengja námið við málefni líðandi stundar og veitt nemendum tækifæri til að dýpka skilning sinn á viðfangsefnum þess. Háskólinn á að vera bakhjarl stúdenta . Ein af lykiláherslum Silju Báru er skýr afstaða hennar til hagsmunabaráttu stúdenta. Hún mun ekki bara hlusta á raddir okkar og áhyggjur, heldur styðja okkur með formlegum aðgerðum – því Háskóli Íslands getur, og á, að nýta stöðu sína til að tala fyrir bættri velferð, húsnæðisöryggi og fjárhagslegum stöðugleika stúdenta. Félagsvísindalegur bakgrunnur er dýrmætur í forystuHáskólans á þessum tímamótum, þegar samfélagsleg spenna, hraðari breytingar og vaxandi áskoranir kalla á yfirvegaða og framsýna forystu. Háskólastofnanir standa frammi fyrir stórum spurningum um jöfnuð, gagnrýna hugsun, sjálfbærni og lýðræði. Það eru mál sem krefjast rektors sem skilur þau í djúpu samhengi og nálgast þau með mannúð og félagsvísindalegri sýn. Ný nálgun á stjórnun Háskólans á aðbyggja áauknu gagnsæi, trausti og ferskari sýn. Silja Bára vill háskóla þar sem nemendur, stjórnsýslan og akademían koma öll jöfn að borðinu. Hún vill efla samtal og samstarf og skapa menningu þar sem ólíkar raddir fá að heyrast og vinna saman að sameiginlegum markmiðum. Kjarninn er sá að Silja Bára sér hagsmuni stúdenta og hagsmuni háskólans sem eitt. Án sterks og virks stúdentasamfélags getur háskólinn ekki blómstrað, og öfugt. Þess vegna skiptir máli hver leiðir hann. Silja Bára er rétti leiðtoginn á þessum tímapunkti, fyrir nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands en ekki síður fyrir samfélagið. Nýtum kosningaréttinn - það er kosið á Uglunni til kl. 17 á morgun og það tekur enga stund að kjósa! Katla Ólafsdóttir, nemi á Félagsvísindasviði Elín Karlsdóttir, nemi á Heilbrigðisvísindasviði Guðni Thorlacius, nemi á Hugvísindasviði Gunnar Ásgrímsson, nemi á Menntavísindasviði Georg Orlov Guðmundsson, nemi á Verkfræði- og náttúruvísindasviði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Í dag og á morgun kjósum við næsta rektor Háskóla Íslands. Við erum hópur stúdenta af ólíkum fræðasviðum háskólans, sem öll eigum það sameiginlegt að styðja Silju Báru Ómarsdóttur í rektorskosningunum - og hvetjum aðra stúdenta til að gera slíkt hið sama. Það skiptir raunverulegu máli fyrir okkur stúdenta hver verður næsti rektor, og Silja Bára er ekki bara frábær kostur heldur er atkvæði til hennar atkvæði sem tryggir háskóla þar sem hlustað er á stúdenta og velferð okkar er sett á oddinn. Við kjósum Silju Báru vegna þess að: Jafnrétti og aðgengi að námi eru forgangsmál hjá Silju Báru. Stúdentar eru fjölbreyttur hópur fólks með ólíkan bakgrunn, skyldur og aðstæður. Hún mun tryggja að háskólinn sé ekki aðeins staður fyrir þá sem falla í hefðbundið mynstur náms, heldur einnig fyrir þá sem þurfa aukinn sveigjanleika, stuðning og aðlögun til að ná árangri. Geðheilbrigðis þjónusta fyrir stúdenta er grundvallaratriði – og það er margt sem þarf að laga. Silja Bára skilur að háskólinn gegnir lykilhlutverki í að hlúa að geðheilbrigði og félagslífi nemenda, en líka að hann geti ekki staðið einn í því verkefni. Hún mun þrýsta á stjórnvöld að koma með aukið fjármagn inn í geðheilbrigðismál innan veggja skólans, sem er grundvöllur þess að hægt sé að bæta geðheilbrigðisþjónustu fyrir nemendur. Nám á að vera lifandi og kennsla nýstárleg – og með Silju Báru í forystu mun Háskólinn mæta nemendum þar sem þau standa og leiða þróun kennsluhátta með framsýnum aðferðum. Hún er vinsæll kennari og það er ekki að ástæðulausu. Hún hefur í störfum sínum lagt áherslu á að tengja námið við málefni líðandi stundar og veitt nemendum tækifæri til að dýpka skilning sinn á viðfangsefnum þess. Háskólinn á að vera bakhjarl stúdenta . Ein af lykiláherslum Silju Báru er skýr afstaða hennar til hagsmunabaráttu stúdenta. Hún mun ekki bara hlusta á raddir okkar og áhyggjur, heldur styðja okkur með formlegum aðgerðum – því Háskóli Íslands getur, og á, að nýta stöðu sína til að tala fyrir bættri velferð, húsnæðisöryggi og fjárhagslegum stöðugleika stúdenta. Félagsvísindalegur bakgrunnur er dýrmætur í forystuHáskólans á þessum tímamótum, þegar samfélagsleg spenna, hraðari breytingar og vaxandi áskoranir kalla á yfirvegaða og framsýna forystu. Háskólastofnanir standa frammi fyrir stórum spurningum um jöfnuð, gagnrýna hugsun, sjálfbærni og lýðræði. Það eru mál sem krefjast rektors sem skilur þau í djúpu samhengi og nálgast þau með mannúð og félagsvísindalegri sýn. Ný nálgun á stjórnun Háskólans á aðbyggja áauknu gagnsæi, trausti og ferskari sýn. Silja Bára vill háskóla þar sem nemendur, stjórnsýslan og akademían koma öll jöfn að borðinu. Hún vill efla samtal og samstarf og skapa menningu þar sem ólíkar raddir fá að heyrast og vinna saman að sameiginlegum markmiðum. Kjarninn er sá að Silja Bára sér hagsmuni stúdenta og hagsmuni háskólans sem eitt. Án sterks og virks stúdentasamfélags getur háskólinn ekki blómstrað, og öfugt. Þess vegna skiptir máli hver leiðir hann. Silja Bára er rétti leiðtoginn á þessum tímapunkti, fyrir nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands en ekki síður fyrir samfélagið. Nýtum kosningaréttinn - það er kosið á Uglunni til kl. 17 á morgun og það tekur enga stund að kjósa! Katla Ólafsdóttir, nemi á Félagsvísindasviði Elín Karlsdóttir, nemi á Heilbrigðisvísindasviði Guðni Thorlacius, nemi á Hugvísindasviði Gunnar Ásgrímsson, nemi á Menntavísindasviði Georg Orlov Guðmundsson, nemi á Verkfræði- og náttúruvísindasviði
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun