Umbun er sama og afleiðing Helgi S. Karlsson skrifar 26. mars 2025 10:03 Í dag stendur íslenskt samfélag á mikilvægum tímamótum. Hávær umræða um hegðunarvanda barna og ungmenna eykst með hverjum deginum, og sífellt alvarlegri fréttir um vaxandi ofbeldi og agaleysi vekja áleitnar spurningar. Flestir eru sammála um nauðsyn aukins aga, en spurningin er ekki hvort, heldur hvernig við náum því markmiði á uppbyggilegan hátt. Í gegnum tíðina beittum við aðferðum sem nú teljast úreltar og jafnvel skaðlegar— líkamlegum refsingum, skömmum og ótta sem stjórntækjum til að hafa stjórn á hegðun barna. Þessar aðferðir skiluðu vissulega skjótum árangri út frá sjónarhorni hins fullorðna, en vísindarannsóknir sýna okkur nú að langtímaafleiðingarnar geta verið mjög alvarlegar. Börn sem alast upp við slíkar refsingar eiga í hættu að glíma við aukna streitu, kvíða, þunglyndi og minni sjálfsmynd. Auk þess geta þær haft neikvæð áhrif á félagsleg tengsl og getu til að leysa vandamál (Gershoff, 2002; Ferguson, 2013). Með tímanum höfum við lært að hefðbundnar refsingar virka ekki til lengri tíma og að skortur á skýrum og vísindalega viðurkenndum aðferðum hefur skapað ákveðið tómarúm sem leitt hefur til aukins agaleysis. En sem betur fer er til vísindalega studd nálgun sem ekki aðeins skilar meiri árangri heldur einnig varanlegum jákvæðum breytingum—hugmynda- og aðferðafræði atferlisgreiningar (Skinner, 1953). Atferlisgreining byggir á rannsóknum í hegðunarvísindum og snýst um að greina, styrkja og þjálfa æskilega hegðun barna á kerfisbundinn hátt með virðingu, stuðningi og skýrum mörkum. Aðferðir atferlisgreiningar leggja áherslu á að þjálfa hegðun barna með því að skilgreina og styrkja æskilega hegðun, greina tengsl hegðunar og afleiðinga hennar og efla félagslega færni og samskiptahæfni. Atferlisgreining leggur áherslu á að börn læri að fylgja reglum með því að upplifa jákvæðar afleiðingar þess, sem styrkir hegðun þeirra og stuðlar þannig að betri aðlögun að samfélaginu og aukinni vellíðan (Cooper, Heron & Heward, 2007). Í atferlisþjálfun gegna umbunarkerfi lykilhlutverki. Til þess að umbunarkerfi styðji við framgang barns eða ungmennis og valdi ekki skaða er nauðsynlegt að gera greinarmun á frumþörfum og fríðindum. Frumþarfir, svo sem holl næring, húsaskjól og viðeigandi fatnaður, skulu aldrei vera háðar hegðun barnsins og skulu ávallt tryggðar til að tryggja öryggi og velferð þeirra. Fríðindi hins vegar, eins og snjallsímar, leikjatölvur eða merkjavara, eru ekki nauðsynleg fyrir lífsviðurværi og geta því verið áhrifarík umbun fyrir góða hegðun. Þegar börn skilja tengsl milli hegðunar og aðgangs að fríðindum eykst áhugi þeirra á að viðhalda æskilegri hegðun og ná settum markmiðum (Skinner, 1953). Umbunarkerfi sem byggja á skammtímahvötum eru sérstaklega gagnleg þar sem börn eiga oft erfitt með að skilja eða meta langtímamarkmið. Skammtímahvatar eins og hrós, viðurkenningar, táknkerfi eða bein verðlaun gefa börnum skýra og fljótlega endurgjöf sem styrkir æskilega hegðun strax. Slík kerfi hafa sýnt sig að vera mjög árangursrík í skóla- og heimilisumhverfi og stuðla að betri námsárangri, aukinni sjálfstjórn og jákvæðari samskiptum (Kazdin, 2008). Vel útfærð umbunarkerfi geta einnig auðveldað foreldrum og öðrum uppalendum hlutverk sitt með því að draga úr þörfinni fyrir stöðugar áminningar. Þegar börn læra að taka ábyrgð á hegðun sinni til að ná fram jákvæðri útkomu verður áhugi þeirra sjálfsprottinn. Foreldrar geta því frekar einbeitt sér að því að veita stuðning, leiðbeiningar og jákvæða endurgjöf. Til þess að atferlisgreining verði raunhæfur og sjálfsagður þáttur í íslensku samfélagi er nauðsynlegt að bæði foreldrar og fagfólk tileinki sér þessar vísindalega viðurkenndu aðferðir og innleiði þær markvisst í daglegt líf heimilis og skóla. Með því sköpum við samfélag þar sem börn og ungmenni eru betur fær um að taka ábyrgð á eigin hegðun. Höfundur er klínískur atferlisfræðingur, klínískur sálfræðingur og kennari. Hann er einnig framkvæmdastjóri Beanfee ehf. og BF Atferlisráðgjafar. Heimildir: Ferguson, C. J. (2013). Spanking, corporal punishment and negative long-term outcomes: A meta-analytic review of longitudinal studies. Clinical Psychology Review, 33(1), 196–208. https://doi.org/10.1016/j.cpr.2012.11.002 Gershoff, E. T. (2002). Corporal punishment by parents and associated child behaviors and experiences: A meta-analytic and theoretical review. Psychological Bulletin, 128(4), 539– 579. https://doi.org/10.1037/0033-2909.128.4.539 Kazdin, A. E. (2008). The Kazdin method for parenting the defiant child. Houghton Mifflin Harcourt. Skinner, B. F. (1953). Science and human behavior. Macmillan. Cooper, J. O., Heron, T. E., & Heward, W. L. (2007). Applied behavior analysis (2nd ed.). Pearson. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Ofbeldi barna Mest lesið Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í dag stendur íslenskt samfélag á mikilvægum tímamótum. Hávær umræða um hegðunarvanda barna og ungmenna eykst með hverjum deginum, og sífellt alvarlegri fréttir um vaxandi ofbeldi og agaleysi vekja áleitnar spurningar. Flestir eru sammála um nauðsyn aukins aga, en spurningin er ekki hvort, heldur hvernig við náum því markmiði á uppbyggilegan hátt. Í gegnum tíðina beittum við aðferðum sem nú teljast úreltar og jafnvel skaðlegar— líkamlegum refsingum, skömmum og ótta sem stjórntækjum til að hafa stjórn á hegðun barna. Þessar aðferðir skiluðu vissulega skjótum árangri út frá sjónarhorni hins fullorðna, en vísindarannsóknir sýna okkur nú að langtímaafleiðingarnar geta verið mjög alvarlegar. Börn sem alast upp við slíkar refsingar eiga í hættu að glíma við aukna streitu, kvíða, þunglyndi og minni sjálfsmynd. Auk þess geta þær haft neikvæð áhrif á félagsleg tengsl og getu til að leysa vandamál (Gershoff, 2002; Ferguson, 2013). Með tímanum höfum við lært að hefðbundnar refsingar virka ekki til lengri tíma og að skortur á skýrum og vísindalega viðurkenndum aðferðum hefur skapað ákveðið tómarúm sem leitt hefur til aukins agaleysis. En sem betur fer er til vísindalega studd nálgun sem ekki aðeins skilar meiri árangri heldur einnig varanlegum jákvæðum breytingum—hugmynda- og aðferðafræði atferlisgreiningar (Skinner, 1953). Atferlisgreining byggir á rannsóknum í hegðunarvísindum og snýst um að greina, styrkja og þjálfa æskilega hegðun barna á kerfisbundinn hátt með virðingu, stuðningi og skýrum mörkum. Aðferðir atferlisgreiningar leggja áherslu á að þjálfa hegðun barna með því að skilgreina og styrkja æskilega hegðun, greina tengsl hegðunar og afleiðinga hennar og efla félagslega færni og samskiptahæfni. Atferlisgreining leggur áherslu á að börn læri að fylgja reglum með því að upplifa jákvæðar afleiðingar þess, sem styrkir hegðun þeirra og stuðlar þannig að betri aðlögun að samfélaginu og aukinni vellíðan (Cooper, Heron & Heward, 2007). Í atferlisþjálfun gegna umbunarkerfi lykilhlutverki. Til þess að umbunarkerfi styðji við framgang barns eða ungmennis og valdi ekki skaða er nauðsynlegt að gera greinarmun á frumþörfum og fríðindum. Frumþarfir, svo sem holl næring, húsaskjól og viðeigandi fatnaður, skulu aldrei vera háðar hegðun barnsins og skulu ávallt tryggðar til að tryggja öryggi og velferð þeirra. Fríðindi hins vegar, eins og snjallsímar, leikjatölvur eða merkjavara, eru ekki nauðsynleg fyrir lífsviðurværi og geta því verið áhrifarík umbun fyrir góða hegðun. Þegar börn skilja tengsl milli hegðunar og aðgangs að fríðindum eykst áhugi þeirra á að viðhalda æskilegri hegðun og ná settum markmiðum (Skinner, 1953). Umbunarkerfi sem byggja á skammtímahvötum eru sérstaklega gagnleg þar sem börn eiga oft erfitt með að skilja eða meta langtímamarkmið. Skammtímahvatar eins og hrós, viðurkenningar, táknkerfi eða bein verðlaun gefa börnum skýra og fljótlega endurgjöf sem styrkir æskilega hegðun strax. Slík kerfi hafa sýnt sig að vera mjög árangursrík í skóla- og heimilisumhverfi og stuðla að betri námsárangri, aukinni sjálfstjórn og jákvæðari samskiptum (Kazdin, 2008). Vel útfærð umbunarkerfi geta einnig auðveldað foreldrum og öðrum uppalendum hlutverk sitt með því að draga úr þörfinni fyrir stöðugar áminningar. Þegar börn læra að taka ábyrgð á hegðun sinni til að ná fram jákvæðri útkomu verður áhugi þeirra sjálfsprottinn. Foreldrar geta því frekar einbeitt sér að því að veita stuðning, leiðbeiningar og jákvæða endurgjöf. Til þess að atferlisgreining verði raunhæfur og sjálfsagður þáttur í íslensku samfélagi er nauðsynlegt að bæði foreldrar og fagfólk tileinki sér þessar vísindalega viðurkenndu aðferðir og innleiði þær markvisst í daglegt líf heimilis og skóla. Með því sköpum við samfélag þar sem börn og ungmenni eru betur fær um að taka ábyrgð á eigin hegðun. Höfundur er klínískur atferlisfræðingur, klínískur sálfræðingur og kennari. Hann er einnig framkvæmdastjóri Beanfee ehf. og BF Atferlisráðgjafar. Heimildir: Ferguson, C. J. (2013). Spanking, corporal punishment and negative long-term outcomes: A meta-analytic review of longitudinal studies. Clinical Psychology Review, 33(1), 196–208. https://doi.org/10.1016/j.cpr.2012.11.002 Gershoff, E. T. (2002). Corporal punishment by parents and associated child behaviors and experiences: A meta-analytic and theoretical review. Psychological Bulletin, 128(4), 539– 579. https://doi.org/10.1037/0033-2909.128.4.539 Kazdin, A. E. (2008). The Kazdin method for parenting the defiant child. Houghton Mifflin Harcourt. Skinner, B. F. (1953). Science and human behavior. Macmillan. Cooper, J. O., Heron, T. E., & Heward, W. L. (2007). Applied behavior analysis (2nd ed.). Pearson.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun