Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. mars 2025 06:53 Waltz og Hegseth hafa brugðist við klúðrinu með því að gera lítið úr því og tala niður til Goldberg og jafnvel kenna honum um. AP/Alex Brandon Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, segist bera fulla ábyrgð á spjalli hæst settu embættismanna landsins á sviði öryggismála á samskiptaforritinu Signal. Eins og kunnugt er ræddu embættismennirnir yfirvofandi árásir á Húta í Jemen í spjallinu, á meðan Jeffrey Goldberg, ritstjóri Atlantic fylgdist með. Waltz, sem bauð Goldberg í spjallið, sagðist hins vegar í samtali við Fox News í gær ekki getað útskýrt hvernig það gerðist. Kallað hefur verið eftir því að Waltz og varnarmálaráðherrann Pete Hegseth segi af sér í kjölfar hneykslisins en þrátt fyrir að Waltz sagðist í gær bera ábyrgð á klúðrinu gaf hann ekki til kynna að hann ætlaði að axla hana, ef svo má að orði komast. „Þetta er vandræðalegt, já. Við ætlum að komast til botns í þessu,“ sagði þjóðaröryggisráðgjafinn í samtali við sjónvarpskonuna Lauru Ingraham. Hann hefði meðal annars rætt við Elon Musk um aðstoð. Þess ber að geta að Waltz stofnaði spjallið og bauð Goldberg þátttöku og því óljóst hvað er óljóst; hvað það er sem þarf að komast til botns í. Þegar Ingraham gekk á hann um það hvernig Goldberg hefði komist inn í hópinn svaraði Waltz: „Að sjálfsögðu sá ég ekki þennan lúser í hópnum. Hann leit út fyrir að vera einhver annar. Hvort hann gerði það viljandi eða hvort það gerðist af tæknilegum orsökum er eitthvað sem við erum að reyna að finna út úr.“ Waltz kallaði Goldberg einnig „blaðamannaúrhrak“ í viðtalinu. Spjallið er talið hafa brotið gegn ýmsum lögum og reglum sem gilda um trúnaðarsamskipti en bæði Trump og Repúblikanar hafa gert lítið úr málinu, sagt um mistök að ræða og að menn hafi lært sína lexíu. Sömu mildi hefur hins vegar ekki verið fyrir að fara gagnvart öðrum en eins og kunnugt er réðust Repúblikanar harðlega gegn Hillary Clinton þegar í ljós kom að hún hafði farið óvarlega í tölvupóstsamskiptum. Bandaríkin Donald Trump Öryggis- og varnarmál Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Eins og kunnugt er ræddu embættismennirnir yfirvofandi árásir á Húta í Jemen í spjallinu, á meðan Jeffrey Goldberg, ritstjóri Atlantic fylgdist með. Waltz, sem bauð Goldberg í spjallið, sagðist hins vegar í samtali við Fox News í gær ekki getað útskýrt hvernig það gerðist. Kallað hefur verið eftir því að Waltz og varnarmálaráðherrann Pete Hegseth segi af sér í kjölfar hneykslisins en þrátt fyrir að Waltz sagðist í gær bera ábyrgð á klúðrinu gaf hann ekki til kynna að hann ætlaði að axla hana, ef svo má að orði komast. „Þetta er vandræðalegt, já. Við ætlum að komast til botns í þessu,“ sagði þjóðaröryggisráðgjafinn í samtali við sjónvarpskonuna Lauru Ingraham. Hann hefði meðal annars rætt við Elon Musk um aðstoð. Þess ber að geta að Waltz stofnaði spjallið og bauð Goldberg þátttöku og því óljóst hvað er óljóst; hvað það er sem þarf að komast til botns í. Þegar Ingraham gekk á hann um það hvernig Goldberg hefði komist inn í hópinn svaraði Waltz: „Að sjálfsögðu sá ég ekki þennan lúser í hópnum. Hann leit út fyrir að vera einhver annar. Hvort hann gerði það viljandi eða hvort það gerðist af tæknilegum orsökum er eitthvað sem við erum að reyna að finna út úr.“ Waltz kallaði Goldberg einnig „blaðamannaúrhrak“ í viðtalinu. Spjallið er talið hafa brotið gegn ýmsum lögum og reglum sem gilda um trúnaðarsamskipti en bæði Trump og Repúblikanar hafa gert lítið úr málinu, sagt um mistök að ræða og að menn hafi lært sína lexíu. Sömu mildi hefur hins vegar ekki verið fyrir að fara gagnvart öðrum en eins og kunnugt er réðust Repúblikanar harðlega gegn Hillary Clinton þegar í ljós kom að hún hafði farið óvarlega í tölvupóstsamskiptum.
Bandaríkin Donald Trump Öryggis- og varnarmál Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira