Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Bryndís Haraldsdóttir og Diljá Mist Einarsdóttir skrifa 26. mars 2025 07:32 Á síðasta kjörtímabili studdu þingmenn Sjálfstæðisflokksins breytingu á lögum sem vörðuðu hækkun í skrefum á hámarksgreiðslum í fæðingarorlofi. Mikilvæg breyting var gerð á málinu í þinginu á þann veg að fyrsta hækkunin gilti fyrir alla foreldra sem áttu rétt á greiðslum úr fæðingarorlofssjóði. Gott fæðingarorlofskerfi er gríðarlega mikilvægt jafnréttismál sem Sjálfstæðisflokkurinn á stóran þátt í þróun og síðar umbótum á. Sjálfstæðisflokkurinn hefur löngum haft frumkvæði hvað réttindi kvenna og fleiri framfaramál varðar. Réttindi kvenna og önnur félagsleg verkefni urðu verkefni Sjálfstæðisflokksins (áður Íhaldsflokksins) löngu áður en aðrir stjórnmálaflokkar tóku slíka stefnu upp í verki. Sjálfstæðisflokkurinn státar enda af fyrstu kvenkyns þingmönnunum, borgarstjóranum og fyrstu kvenkyns ráðherrunum. Jafnrétti grunnur að góðum lífskjörum Jafnrétti er einn af hornsteinum stefnum Sjálfstæðisflokksins, enda byggir það á frelsi einstaklingsins. Með því telja sjálfstæðismenn að grunnur sé lagður að góðum lífskjörum og velferð samfélagsins alls. Sjálfstæðismenn skilja að sterkt fæðingarorlofskerfi er mikið jafnréttismál. Þörfin er sérstaklega brýn þar sem sveitarfélög eins og Reykjavíkurborg hafa ekki staðið sig sem skyldi þegar kemur að dagvistunarúrræðum. Þar skipta stór skref stjórnvalda og löggjafans í fæðingarorlofsmálum íbúa gríðarlega miklu máli. Í vikunni mælti félags- og húsnæðismálaráðherra fyrir frumvarpi um breytingu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof. Frumvarpinu var vel tekið af þingmönnum í umræðum í þingsal, en það snýr að því að styrkja réttindi fjölburaforeldra og rétt til aukins styrks eða orlofs vegna alvarlegra veikinda á meðgöngu. Loforð í stefnuræðu forsætisráðherra Við undirritaðir þingmenn söknuðum hins vegar umræðu um jafnræði varðandi hækkun á hámarksgreiðslu í fæðingarorlofi í 800-900 þ.kr. Sú umræða var enda hávær á síðasta kjörtímabili, bæði meðal stjórnarliða og stjórnarandstöðu. Í stefnuræðu forsætisráðherra Kristrúnar Frostadóttur kom jafnframt fram loforð um að fyrstu breytingar nýrrar ríkisstjórnar á fæðingarorlofskerfinu myndu m.a. snúa að því að tryggja að hærri greiðslur gengju til allra foreldra í orlofi, óháð fæðingardegi barns. Þó bólaði ekki á slíkri tillögu til þingsins og ráðherrann svaraði því til að ekki væri von á henni. Undirritaðar brugðust því við og hafa lagt fram breytingartillögu við frumvarp ráðherrans: samþykktar hækkanir á þaki á fæðingarorlofsgreiðslum gangi því til allra foreldra og barna sem eigi rétt til þeirra, óháð fæðingardegi barns. Tillagan er lögð fram á grundvelli jafnræðis og ætti að eiga breiðan þverpólitískan stuðning í þinginu. Kostnaður sem félli til vegna tillögunnar liggur ekki fyrir, en velferðarnefnd gæti óskað eftir slíkum upplýsingum við þinglega meðferð. Fjölmargar leiðir eru til að hagræða í ríkisrekstri á móti til að forgangsraða í þágu barnafjölskyldna. Meðal annars hefur verið mælt fyrir frumvarpi undirritaðra þingmanna í þinginu um afnám jafnlaunavottunar sem gæti sparað ríkisstofnunum háar fjárhæðir. Höfundar eru þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Börn og uppeldi Bryndís Haraldsdóttir Diljá Mist Einarsdóttir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Fæðingarorlof Jafnréttismál Mest lesið Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson Skoðun Múslimar Evrópu einangraðir Fastir pennar Ekki hjálpa Stasí Snærós Sindradóttir Bakþankar Tímamót Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Óbótamenn að verki Fastir pennar Skoðun Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Sjá meira
Á síðasta kjörtímabili studdu þingmenn Sjálfstæðisflokksins breytingu á lögum sem vörðuðu hækkun í skrefum á hámarksgreiðslum í fæðingarorlofi. Mikilvæg breyting var gerð á málinu í þinginu á þann veg að fyrsta hækkunin gilti fyrir alla foreldra sem áttu rétt á greiðslum úr fæðingarorlofssjóði. Gott fæðingarorlofskerfi er gríðarlega mikilvægt jafnréttismál sem Sjálfstæðisflokkurinn á stóran þátt í þróun og síðar umbótum á. Sjálfstæðisflokkurinn hefur löngum haft frumkvæði hvað réttindi kvenna og fleiri framfaramál varðar. Réttindi kvenna og önnur félagsleg verkefni urðu verkefni Sjálfstæðisflokksins (áður Íhaldsflokksins) löngu áður en aðrir stjórnmálaflokkar tóku slíka stefnu upp í verki. Sjálfstæðisflokkurinn státar enda af fyrstu kvenkyns þingmönnunum, borgarstjóranum og fyrstu kvenkyns ráðherrunum. Jafnrétti grunnur að góðum lífskjörum Jafnrétti er einn af hornsteinum stefnum Sjálfstæðisflokksins, enda byggir það á frelsi einstaklingsins. Með því telja sjálfstæðismenn að grunnur sé lagður að góðum lífskjörum og velferð samfélagsins alls. Sjálfstæðismenn skilja að sterkt fæðingarorlofskerfi er mikið jafnréttismál. Þörfin er sérstaklega brýn þar sem sveitarfélög eins og Reykjavíkurborg hafa ekki staðið sig sem skyldi þegar kemur að dagvistunarúrræðum. Þar skipta stór skref stjórnvalda og löggjafans í fæðingarorlofsmálum íbúa gríðarlega miklu máli. Í vikunni mælti félags- og húsnæðismálaráðherra fyrir frumvarpi um breytingu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof. Frumvarpinu var vel tekið af þingmönnum í umræðum í þingsal, en það snýr að því að styrkja réttindi fjölburaforeldra og rétt til aukins styrks eða orlofs vegna alvarlegra veikinda á meðgöngu. Loforð í stefnuræðu forsætisráðherra Við undirritaðir þingmenn söknuðum hins vegar umræðu um jafnræði varðandi hækkun á hámarksgreiðslu í fæðingarorlofi í 800-900 þ.kr. Sú umræða var enda hávær á síðasta kjörtímabili, bæði meðal stjórnarliða og stjórnarandstöðu. Í stefnuræðu forsætisráðherra Kristrúnar Frostadóttur kom jafnframt fram loforð um að fyrstu breytingar nýrrar ríkisstjórnar á fæðingarorlofskerfinu myndu m.a. snúa að því að tryggja að hærri greiðslur gengju til allra foreldra í orlofi, óháð fæðingardegi barns. Þó bólaði ekki á slíkri tillögu til þingsins og ráðherrann svaraði því til að ekki væri von á henni. Undirritaðar brugðust því við og hafa lagt fram breytingartillögu við frumvarp ráðherrans: samþykktar hækkanir á þaki á fæðingarorlofsgreiðslum gangi því til allra foreldra og barna sem eigi rétt til þeirra, óháð fæðingardegi barns. Tillagan er lögð fram á grundvelli jafnræðis og ætti að eiga breiðan þverpólitískan stuðning í þinginu. Kostnaður sem félli til vegna tillögunnar liggur ekki fyrir, en velferðarnefnd gæti óskað eftir slíkum upplýsingum við þinglega meðferð. Fjölmargar leiðir eru til að hagræða í ríkisrekstri á móti til að forgangsraða í þágu barnafjölskyldna. Meðal annars hefur verið mælt fyrir frumvarpi undirritaðra þingmanna í þinginu um afnám jafnlaunavottunar sem gæti sparað ríkisstofnunum háar fjárhæðir. Höfundar eru þingmenn Sjálfstæðisflokksins.
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun