Vance á leið til Grænlands Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 25. mars 2025 20:51 JD Vance er varaforseti Bandaríkjanna. EPA JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, ætlar að heimsækja Grænland með Usha Vance, eiginkonu sinni á föstudag. Hann segist ætla athuga öryggisaðstæður í landinu. „Það var svo mikil tilhlökkun fyrir heimsókn Usha til Grænlands á föstudag að ég ákvað að hún gæti ekki haft svona gaman alveg ein svo ég ætla með henni,“ segir Vance í myndskeiði sem hann birti á samfélagsmiðlinum X. Greint var frá því að Ushe Vance væri á leið í óopinbera heimsókn til Grænlands ásamt Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump og Chris Wright, orkumálaráðherra. Núna ætlar JD Vance að slást í för með hópnum. Looking forward to visiting Greenland on Friday!🇺🇸 pic.twitter.com/p3HslD3hhP— JD Vance (@JDVance) March 25, 2025 Hópurinn ætlar að heimsækja bandaríska hermenn í Grænlandi en að sögn Vance ætlar hann einnig að taka stöðuna á öryggisaðstæðum landsins. „Eins og þið vitið hafa mörg önnur lönd hótað Grænlandi, hafa hótað því að nota landsvæði þeirra og vatnaleiðir til að ógna Bandaríkjunum, ógna Kanada og ógna íbúum Grænlands,“ segir varaforsetinn. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað sagst vilja eiga Grænland og fullyrt að Grænlendingar vilji einnig vera hluti af Bandaríkjunum. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur hefur sagt það komi ekki til greina að Bandaríkjamenn fái Grænland. Þá hefur Múte B. Egede, fráfarandi landsstjóri Grænlands einnig sagt að að Grænlendingar vilji ekki vera hluti af Bandaríkjunum „Ef ég tala fyrir hönd Trump forseta, þá viljum við endurvekja öryggi íbúa Grænlands því við teljum að það sé mikilvægt til að vernda öryggi alls heimsins,“ segir Vance. Þá segir hann bæði leiðtoga í Bandaríkjunum og í Danmörku hafa hundsað Grænland. „Við höldum að við getum tekið hlutina í aðra átt svo ég ætla fara og skoða þetta.“ Einungis tæpir þrír mánuðir eru síðan Donald Trump yngri heimsótti Grænland. Bandaríkin Grænland Danmörk Donald Trump Tengdar fréttir Af hverju langar Trump í Grænland? Donald Trump, sem tekur aftur við embætti forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar, hefur ítrekað talað fyrir því undanfarnar vikur að Bandaríkin „eignist“ Grænland. Landið gæti reynst stórveldinu Bandaríkjunum stór fengur í samkeppninni við Kína og Rússland en líklegt er að Trump sækist hvað mest eftir svokölluðum sjaldgæfum málmum. 8. janúar 2025 14:31 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
„Það var svo mikil tilhlökkun fyrir heimsókn Usha til Grænlands á föstudag að ég ákvað að hún gæti ekki haft svona gaman alveg ein svo ég ætla með henni,“ segir Vance í myndskeiði sem hann birti á samfélagsmiðlinum X. Greint var frá því að Ushe Vance væri á leið í óopinbera heimsókn til Grænlands ásamt Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump og Chris Wright, orkumálaráðherra. Núna ætlar JD Vance að slást í för með hópnum. Looking forward to visiting Greenland on Friday!🇺🇸 pic.twitter.com/p3HslD3hhP— JD Vance (@JDVance) March 25, 2025 Hópurinn ætlar að heimsækja bandaríska hermenn í Grænlandi en að sögn Vance ætlar hann einnig að taka stöðuna á öryggisaðstæðum landsins. „Eins og þið vitið hafa mörg önnur lönd hótað Grænlandi, hafa hótað því að nota landsvæði þeirra og vatnaleiðir til að ógna Bandaríkjunum, ógna Kanada og ógna íbúum Grænlands,“ segir varaforsetinn. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað sagst vilja eiga Grænland og fullyrt að Grænlendingar vilji einnig vera hluti af Bandaríkjunum. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur hefur sagt það komi ekki til greina að Bandaríkjamenn fái Grænland. Þá hefur Múte B. Egede, fráfarandi landsstjóri Grænlands einnig sagt að að Grænlendingar vilji ekki vera hluti af Bandaríkjunum „Ef ég tala fyrir hönd Trump forseta, þá viljum við endurvekja öryggi íbúa Grænlands því við teljum að það sé mikilvægt til að vernda öryggi alls heimsins,“ segir Vance. Þá segir hann bæði leiðtoga í Bandaríkjunum og í Danmörku hafa hundsað Grænland. „Við höldum að við getum tekið hlutina í aðra átt svo ég ætla fara og skoða þetta.“ Einungis tæpir þrír mánuðir eru síðan Donald Trump yngri heimsótti Grænland.
Bandaríkin Grænland Danmörk Donald Trump Tengdar fréttir Af hverju langar Trump í Grænland? Donald Trump, sem tekur aftur við embætti forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar, hefur ítrekað talað fyrir því undanfarnar vikur að Bandaríkin „eignist“ Grænland. Landið gæti reynst stórveldinu Bandaríkjunum stór fengur í samkeppninni við Kína og Rússland en líklegt er að Trump sækist hvað mest eftir svokölluðum sjaldgæfum málmum. 8. janúar 2025 14:31 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Af hverju langar Trump í Grænland? Donald Trump, sem tekur aftur við embætti forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar, hefur ítrekað talað fyrir því undanfarnar vikur að Bandaríkin „eignist“ Grænland. Landið gæti reynst stórveldinu Bandaríkjunum stór fengur í samkeppninni við Kína og Rússland en líklegt er að Trump sækist hvað mest eftir svokölluðum sjaldgæfum málmum. 8. janúar 2025 14:31
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“