Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Kjartan Kjartansson skrifar 25. mars 2025 13:54 Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, heilsar Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB fyrr í þessum mánuði. Frederiksen hefur leitað til evrópskra bandamanna um stuðning gagnvart ásælni Bandaríkjastjórnar í Grænland. Vísir/EPA Forsætisráðherra Danmerkur segir að fyrirhuguð heimsókn óboðinnar bandarískrar sendinefndar til Grænlands setji óásættanlegan þrýsting á bæði Danmörku og Grænland. Þau ætli sér hins vegar að standast þann þrýsting. Þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjastjórnar, orkumálaráðherra hennar og eiginkona bandaríska varaforsetans ætla að leiða sendinefnd til Grænlands síðar í vikunni. Heimsóknin er í óþökk bæði grænlensku landsstjórnarinnar og danskra stjórnvalda og tengist síendurteknum yfirlýsingum ríkisstjórnar repúblikana um að hún vilji innlima Grænland. Mette Fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur, sagði í dag að heimsóknin snerist hvorki um hvað Grænland vildi eða þyrfti. Ekki væri hægt að líta á hana í öðru ljósi en því að Bandaríkin ásælist Grænland. „Ég verð að segja að þetta er óásættanlegur þrýstingur sem er settur á Grænland og Danmörku í þessum aðstæðum. Það er þrýstingur sem við munum standast,“ sagði Frederiksen við danska fjölmiðla í dag. Múte Egede, starfandi formaður grænlensku landsstjórnarinnar, lýsti hugmyndinni sem ögrun í gær þar sem stjórnarmyndunarviðræður standi enn yfir eftir þingkosningar fyrr í þessum mánuði og kosið verði til sveitarstjórna í næstu viku. Talsmaður Hvíta hússins segir að tilgangur sendinefndarinnar sé að fræðast um Grænland, menningu þess, sögu og þjóð, að því er segir í frétt Reuters. Danmörk Bandaríkin Grænland Donald Trump Tengdar fréttir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Usha Vance, varaforsetafrú Bandaríkjanna, er væntanleg til Grænlands á fimmtudag, þar sem hún hyggst heimsækja sögufræga staði og fræðast um landið. 24. mars 2025 06:34 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira
Þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjastjórnar, orkumálaráðherra hennar og eiginkona bandaríska varaforsetans ætla að leiða sendinefnd til Grænlands síðar í vikunni. Heimsóknin er í óþökk bæði grænlensku landsstjórnarinnar og danskra stjórnvalda og tengist síendurteknum yfirlýsingum ríkisstjórnar repúblikana um að hún vilji innlima Grænland. Mette Fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur, sagði í dag að heimsóknin snerist hvorki um hvað Grænland vildi eða þyrfti. Ekki væri hægt að líta á hana í öðru ljósi en því að Bandaríkin ásælist Grænland. „Ég verð að segja að þetta er óásættanlegur þrýstingur sem er settur á Grænland og Danmörku í þessum aðstæðum. Það er þrýstingur sem við munum standast,“ sagði Frederiksen við danska fjölmiðla í dag. Múte Egede, starfandi formaður grænlensku landsstjórnarinnar, lýsti hugmyndinni sem ögrun í gær þar sem stjórnarmyndunarviðræður standi enn yfir eftir þingkosningar fyrr í þessum mánuði og kosið verði til sveitarstjórna í næstu viku. Talsmaður Hvíta hússins segir að tilgangur sendinefndarinnar sé að fræðast um Grænland, menningu þess, sögu og þjóð, að því er segir í frétt Reuters.
Danmörk Bandaríkin Grænland Donald Trump Tengdar fréttir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Usha Vance, varaforsetafrú Bandaríkjanna, er væntanleg til Grænlands á fimmtudag, þar sem hún hyggst heimsækja sögufræga staði og fræðast um landið. 24. mars 2025 06:34 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira
Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Usha Vance, varaforsetafrú Bandaríkjanna, er væntanleg til Grænlands á fimmtudag, þar sem hún hyggst heimsækja sögufræga staði og fræðast um landið. 24. mars 2025 06:34