Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar 25. mars 2025 11:31 Nú standa yfir rektorskosningar við HÍ – atkvæðisbærir eru starfsfólk skólans og nemendur. Komið er fram í aðra umferð og þetta orðið einvígi! Það er jákvætt að í stærsta akademíska samfélagi þjóðarinnar velji þegnar þess sér leiðtoga/þjón/forystusauð eða ær. Það er mjög valdeflandi fyrir starfsfólk og nemendur og hluti af þeirri hugmynd að HÍ sé sjálfstætt samfélag. Skerpir á því sem er sameiginlegt (eða hvað, sjá neðar). Allir frambjóðendur voru og eru vel hæfir og gætu allir hafa staðið sig vel (nýyrði - forystuauður). Bæði Magnús og Silja eru góð rektorsefni og munu geta talað máli háskólasamfélagsins út á við og tekist á við þær áskoranir sem það stendur frammi fyrir. Eins og í flestum kosningum þá skapast mikil umræða m.a. um hlutverk HÍ (víðtækt!) og stöðu HÍ (bagaleg!), hvað má betur fara og hvað er ágætlega gert (margt!). Þessi umræða smitar út frá sér til almennings og til stjórnvalda. Og einhver blæbrigðamunur er í stefnu þeirra sem bjóða sig fram og þeir hafa sjálfir efalaust lært mikið um það hvernig HÍ er uppbyggður og hvar skóinn kreppir. Hluti af umræðunni undarfarnar vikur er þó af öðrum toga og ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum sem les þessi orð. Hér er átt við straum af yfirlýsingum um ágæti einstaka frambjóðenda og yfirlýsingar um stuðning. HÍ er líka skipt í svið og deildir (herdeildir?) og ljóst er að margir skipa sér í hóp fyrst og fremst eftir því – styðja sinn fulltrúa. Með réttu eða líklega röngu á þeirri forsendu að hann skilji best og geti því sinnt best sínu sviði/fólki. Þeir lýsa yfir stuðningi og mæra mannskosti eins. Slíkur stuðningur er talinn eðlilegur en ef frambjóðendur eru svipað hæfir og stefnumál nánast þau sömu – hvað er þá stuðningurinn annað en það að hafna hinum? Við þetta má bæta kosningaherferðum – endurteknum úthringingum, uppákomum, bæklingum, veggspjöldum, tiktok þetta og tiktok hitt. Kapp er hlaupið í frambjóðendur eða kannski frekar stuðningsfólk, enginn vill vera sá sem er með minnstan yfirlýstan stuðning eða fæstar auglýsingar! Mörgum er ofboðið en þetta er leikjafræði djöfulsins, ef einn gerir mikið, þá þurfa hinir að gera það líka til að vera með. Þannig að kosningar sem ættu að snúast um það sem er sameiginlegt og að finna sameiginlegan þjónandi leiðtoga, fara að snúast um það sem aðskilur. Líkt og prófkjör geta farið illa í stjórnmálaflokka, skapar þetta hættu á óeiningu. Það væri því HÍ til framdráttar að í næstu rektorskosningum reyni frambjóðendur að samstilla betur strengi sína og að þeir sem kjósi beri stuðning sinn (og harm) frekar í hljóði. Sérstaklega ef enginn áþreifanlegur munur er á stefnu. Það ætti ekki að koma niður á mikilvægri umræðu en vera öllum til hagsbóta, ekki síst samstöðu innan skólans. Sem er einmitt eitt af því sem mætti vera meira af. Höfundur er prófessor við HÍ og styður alla til góðra verka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Mest lesið Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Nú standa yfir rektorskosningar við HÍ – atkvæðisbærir eru starfsfólk skólans og nemendur. Komið er fram í aðra umferð og þetta orðið einvígi! Það er jákvætt að í stærsta akademíska samfélagi þjóðarinnar velji þegnar þess sér leiðtoga/þjón/forystusauð eða ær. Það er mjög valdeflandi fyrir starfsfólk og nemendur og hluti af þeirri hugmynd að HÍ sé sjálfstætt samfélag. Skerpir á því sem er sameiginlegt (eða hvað, sjá neðar). Allir frambjóðendur voru og eru vel hæfir og gætu allir hafa staðið sig vel (nýyrði - forystuauður). Bæði Magnús og Silja eru góð rektorsefni og munu geta talað máli háskólasamfélagsins út á við og tekist á við þær áskoranir sem það stendur frammi fyrir. Eins og í flestum kosningum þá skapast mikil umræða m.a. um hlutverk HÍ (víðtækt!) og stöðu HÍ (bagaleg!), hvað má betur fara og hvað er ágætlega gert (margt!). Þessi umræða smitar út frá sér til almennings og til stjórnvalda. Og einhver blæbrigðamunur er í stefnu þeirra sem bjóða sig fram og þeir hafa sjálfir efalaust lært mikið um það hvernig HÍ er uppbyggður og hvar skóinn kreppir. Hluti af umræðunni undarfarnar vikur er þó af öðrum toga og ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum sem les þessi orð. Hér er átt við straum af yfirlýsingum um ágæti einstaka frambjóðenda og yfirlýsingar um stuðning. HÍ er líka skipt í svið og deildir (herdeildir?) og ljóst er að margir skipa sér í hóp fyrst og fremst eftir því – styðja sinn fulltrúa. Með réttu eða líklega röngu á þeirri forsendu að hann skilji best og geti því sinnt best sínu sviði/fólki. Þeir lýsa yfir stuðningi og mæra mannskosti eins. Slíkur stuðningur er talinn eðlilegur en ef frambjóðendur eru svipað hæfir og stefnumál nánast þau sömu – hvað er þá stuðningurinn annað en það að hafna hinum? Við þetta má bæta kosningaherferðum – endurteknum úthringingum, uppákomum, bæklingum, veggspjöldum, tiktok þetta og tiktok hitt. Kapp er hlaupið í frambjóðendur eða kannski frekar stuðningsfólk, enginn vill vera sá sem er með minnstan yfirlýstan stuðning eða fæstar auglýsingar! Mörgum er ofboðið en þetta er leikjafræði djöfulsins, ef einn gerir mikið, þá þurfa hinir að gera það líka til að vera með. Þannig að kosningar sem ættu að snúast um það sem er sameiginlegt og að finna sameiginlegan þjónandi leiðtoga, fara að snúast um það sem aðskilur. Líkt og prófkjör geta farið illa í stjórnmálaflokka, skapar þetta hættu á óeiningu. Það væri því HÍ til framdráttar að í næstu rektorskosningum reyni frambjóðendur að samstilla betur strengi sína og að þeir sem kjósi beri stuðning sinn (og harm) frekar í hljóði. Sérstaklega ef enginn áþreifanlegur munur er á stefnu. Það ætti ekki að koma niður á mikilvægri umræðu en vera öllum til hagsbóta, ekki síst samstöðu innan skólans. Sem er einmitt eitt af því sem mætti vera meira af. Höfundur er prófessor við HÍ og styður alla til góðra verka.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun