Heilbrigðisþjónusta og jöfnuður Teitur Guðmundsson skrifar 24. mars 2025 12:30 Jafnt aðgengi fyrir alla óháð efnahag er lykilatriði í stefnu stjórnvalda varðandi heilbrigðisþjónustu, sem er vel. Gjaldskrár eru samræmdar og skjólstæðingar finna engan mun á buddunni milli rekstraraðila sem eru að vinna samkvæmt samningum við Sjúkratryggingar eða í hinu almenna opinbera kerfi. Mikill meirihluti þjónustunnar er fjármagnaður með framlögum ríkisins með einum eða öðrum hætti. Skjólstæðingum eru þannig tryggð þau jöfnu gæði er varða þennan mikilvæga þjónustuþátt sem heilbrigðiskerfið er og okkur þykir svo mikilvægt sem hornsteinn í samfélagi okkar. Þá eru lagðar eru línur um ýmsa gæðamælikvarða sem fylgt er eftir. Reglubundið eftirlit er á vegum Embættis Landlæknis með þeim sem veita þjónustu og skýr farvegur er um atvik og kvartanir vegna þjónustu á öllum stigum hennar. Vinna skal samkvæmt áætlun um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu sem gildir til ársins 2030 og hægt er að lesa sér nánar til um hér . Uppfylla þarf skilyrði Heilbrigðiseftirlits til rekstrar og Sjúkratryggingar Íslands skilgreina í sínum samningum hvernig þjónustu skuli háttað. Það er hins vegar svo að ekki eru allir sem veita þjónustu með slíka samninga, en undir þá falla til dæmis flest hjúkrunarheimili landsins, endurhæfingarstofnanir eins og Reykjalundur, Hveragerði, Sjúkrahúsið Vogur, stofur sérfræðilækna, sjúkraþjálfara, tannlækna og einkareknar heilsugæslur. Mjög stór hluti heilbrigðiskerfisins er svo rekinn samkvæmt fjárlögum og fellur í „samningssambandi“ sínu í raun undir ráðuneyti heilbrigðismála. Þar má telja allar heilbrigðisstofnanir umdæma, Landspítalann, Sjúkrahúsið á Akureyri og Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins. Í raun eru þannig allir undir jöfnum skilmálum að veita þjónustuna, undirgangast sama eftirlit með henni og svo framvegis. Það eru þó mikilvæg atriði sem standa útaf í þessu samhengi sem vert er að benda á í tengslum við rekstur og fjármögnun. Veitendur heilbrigðisþjónustu sitja ekki við sama borð til dæmis þegar kemur að kostnaði vegna trygginga. Einkareknar einingar, hvaða nafni sem þær nefnast þurfa að greiða tryggingu sem hið opinbera gerir ekki, fjárframlög eru þó þau sömu til rekstraraðila. Mikill aðstöðumunur er á greiðslum vegna blóðrannsókna. Svo mikill reyndar að nemur tugum prósenta á einingaverði og hefur viðgengist allt of lengi. Rekstraraðilar hjúkrunarheimila, endurhæfingarstofnana og einkareknar heilsugæslur greiða meira fyrir sömu blóðrannsóknir sem þær senda á Landspítala en t.d. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins. Þá greiða þessir aðilar líka mun meira en Sjúkratryggingar Íslands gera fyrir sömu rannsóknir þegar sérfræðilæknar á stofu senda í slíkar rannsóknir á Landspítala. Engin rök hníga að þessari mismunun sem telur í tugum milljóna á ári hverju og er tekin útúr rekstri eininganna án þess að hún fáist bætt. Margítrekað hefur það verið rætt við hið opinbera Heilbrigðisráðuneytið og Sjúkratryggingarog, meira að segja hefur Samkeppniseftirlitið gefið sitt álit á þessari mismunum allt frá árinu 2017. Því máli hefur verið fylgt eftir síðan án þess að nokkur breyting hafi orðið á. Þrátt fyrir að leitað sé til annarra aðila á markaði um að veita þessa þjónustu þá fást ekki sömu verð og ríkið greiðir sjálfu sér. Því er um markvissa og kerfisbundna kostnaðarhækkun þessara aðila að ræða sem ég nefndi að framan sem þeir geta ekki sætt sig við. Jöfnum leikinn, það er augljóst að hægt væri að veita betri og meiri þjónustu fyrir skjólstæðingana fyrir þann sparnað sem þessum aðilum virðist fyrirmunað að fá leiðréttan. Höfundur er forstjóri Heilsuverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Jafnt aðgengi fyrir alla óháð efnahag er lykilatriði í stefnu stjórnvalda varðandi heilbrigðisþjónustu, sem er vel. Gjaldskrár eru samræmdar og skjólstæðingar finna engan mun á buddunni milli rekstraraðila sem eru að vinna samkvæmt samningum við Sjúkratryggingar eða í hinu almenna opinbera kerfi. Mikill meirihluti þjónustunnar er fjármagnaður með framlögum ríkisins með einum eða öðrum hætti. Skjólstæðingum eru þannig tryggð þau jöfnu gæði er varða þennan mikilvæga þjónustuþátt sem heilbrigðiskerfið er og okkur þykir svo mikilvægt sem hornsteinn í samfélagi okkar. Þá eru lagðar eru línur um ýmsa gæðamælikvarða sem fylgt er eftir. Reglubundið eftirlit er á vegum Embættis Landlæknis með þeim sem veita þjónustu og skýr farvegur er um atvik og kvartanir vegna þjónustu á öllum stigum hennar. Vinna skal samkvæmt áætlun um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu sem gildir til ársins 2030 og hægt er að lesa sér nánar til um hér . Uppfylla þarf skilyrði Heilbrigðiseftirlits til rekstrar og Sjúkratryggingar Íslands skilgreina í sínum samningum hvernig þjónustu skuli háttað. Það er hins vegar svo að ekki eru allir sem veita þjónustu með slíka samninga, en undir þá falla til dæmis flest hjúkrunarheimili landsins, endurhæfingarstofnanir eins og Reykjalundur, Hveragerði, Sjúkrahúsið Vogur, stofur sérfræðilækna, sjúkraþjálfara, tannlækna og einkareknar heilsugæslur. Mjög stór hluti heilbrigðiskerfisins er svo rekinn samkvæmt fjárlögum og fellur í „samningssambandi“ sínu í raun undir ráðuneyti heilbrigðismála. Þar má telja allar heilbrigðisstofnanir umdæma, Landspítalann, Sjúkrahúsið á Akureyri og Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins. Í raun eru þannig allir undir jöfnum skilmálum að veita þjónustuna, undirgangast sama eftirlit með henni og svo framvegis. Það eru þó mikilvæg atriði sem standa útaf í þessu samhengi sem vert er að benda á í tengslum við rekstur og fjármögnun. Veitendur heilbrigðisþjónustu sitja ekki við sama borð til dæmis þegar kemur að kostnaði vegna trygginga. Einkareknar einingar, hvaða nafni sem þær nefnast þurfa að greiða tryggingu sem hið opinbera gerir ekki, fjárframlög eru þó þau sömu til rekstraraðila. Mikill aðstöðumunur er á greiðslum vegna blóðrannsókna. Svo mikill reyndar að nemur tugum prósenta á einingaverði og hefur viðgengist allt of lengi. Rekstraraðilar hjúkrunarheimila, endurhæfingarstofnana og einkareknar heilsugæslur greiða meira fyrir sömu blóðrannsóknir sem þær senda á Landspítala en t.d. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins. Þá greiða þessir aðilar líka mun meira en Sjúkratryggingar Íslands gera fyrir sömu rannsóknir þegar sérfræðilæknar á stofu senda í slíkar rannsóknir á Landspítala. Engin rök hníga að þessari mismunun sem telur í tugum milljóna á ári hverju og er tekin útúr rekstri eininganna án þess að hún fáist bætt. Margítrekað hefur það verið rætt við hið opinbera Heilbrigðisráðuneytið og Sjúkratryggingarog, meira að segja hefur Samkeppniseftirlitið gefið sitt álit á þessari mismunum allt frá árinu 2017. Því máli hefur verið fylgt eftir síðan án þess að nokkur breyting hafi orðið á. Þrátt fyrir að leitað sé til annarra aðila á markaði um að veita þessa þjónustu þá fást ekki sömu verð og ríkið greiðir sjálfu sér. Því er um markvissa og kerfisbundna kostnaðarhækkun þessara aðila að ræða sem ég nefndi að framan sem þeir geta ekki sætt sig við. Jöfnum leikinn, það er augljóst að hægt væri að veita betri og meiri þjónustu fyrir skjólstæðingana fyrir þann sparnað sem þessum aðilum virðist fyrirmunað að fá leiðréttan. Höfundur er forstjóri Heilsuverndar.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun