Felldi tár þegar hætt var við áformin í bakgarðinum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. mars 2025 13:10 Arndís Kjartansdóttir, íbúi á völlunum í Hafnarfirði, segist hafa upplifað mikinn létti þegar fregnir bárust af því að Carbfix væri hætt við uppbyggingu í Hafnarfirði. Vísir/Einar Íbúi í Hafnarfirði segist hafa fellt tár þegar fregnir bárust af því í gær að Carbfix væri hætt við áform um kolefnisförgunarstöðina Coda Terminal í Straumsvík. Léttirinn hafi verið gríðarlegur. „Það var gríðarlegur léttir í gær, ég ætla bara ekki að lýsa því. Tár streymdu, það var svo mikill léttir. Þetta er búin að vera tíu mánaða löng barátta og loksins, hættu þeir við verkefnið og léttirinn var gríðarlegur,“ segir Arndís Kjartansdóttir, íbúi á Völlunum. Hávær andstaða gegn verkefninu hefur verið hjá hluta bæjarbúa í Hafnarfirði. Þeir hafa meðal annars llýst áhyggjum af nálægð niðurdælingarborholna við íbúabyggð á völlunum. Í áliti Skipulagsstofnunar um verkefnið kemur fram að niðurdælingin væri ekki líkleg til þess að valda skjálftavirkna eða skaða vatnsból, en það sefaði ekki áhyggjur íbúa. Formaður Loftslagsráðs lýsti því í haust að hann teldi að umræða um verkefnið hafi farið út af sporinu og að Carbfix-tæknin sé eitt merkasta framlag Íslands til loftslagsbaráttunnar. Gagnrýni á hvernig staðið var að verkinu „Það var farið af stað í þetta verkefni án samráðs við íbúa í bænum. Það kann aldrei góðri lukku að stýra ef ekki er talað við íbúa sem búa á svæðinu og mjög nálægt þessu stóra verkefni,“ segir Arndís. „Það er ekkert skrítið að íbúar séu uggandi þegar svona stórt verkefni á ferðinni. Þetta snýst ekki um gagnrýni á loftslagsmál eða að fólk vilji ekki taka þátt í því að hafa góð áhrif á loftslagið og breyta því. Þetta snýr miklu meira að því hvernig staðið var að verkefninu og staðsetningu verkefnisins.“ Bæjarstjóri og formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar lýsti efasemdum um verkefnið á dögunum og sagði framkvæmdastýra Carfix í gær að minnkandi stuðningur bæjarbúa hafi verið eina ástæða þess að hætt var við verkefnið. „Við vorum farin að fá bara kvíða yfir því að þurfa að standa í kosningabaráttu á móti stórfyriræki og Reykjavík með milljónir í vösunum. Við erum bara venjulegt fólk. Það er rosa gott að vita að páskarnir og sumarið fari ekki í kosningabaráttu,“ segir Arndís. Coda Terminal Hafnarfjörður Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Carbfix er hætt við áform um kolefnisförgunarstöðina Coda Terminal í Straumsvík í Hafnarfirði. Framkvæmdastýra fyrirtækisins segir forsendur fyrir verkefninu brostnar að svo komnu og það ætli að beina kröftum sínum annað. 21. mars 2025 15:21 Umhverfismat Coda Terminal í Straumsvík Carbfix fagnar því að umhverfismat Coda Terminal, sem er móttöku- og geymslustöð fyrir koldíoxíð (CO2) í Straumsvík sé komið í opið kynningarferli eftir um það bil tveggja ára undirbúning og vinnu. Coda Terminal tekur á móti CO2 sem fangað er frá iðnaði og ekki er hægt að útrýma með orkuskiptum (e. hard to abate). 30. maí 2024 14:01 Afhentu bæjarstjóra undirskriftalista vegna Coda Terminal Íbúar í Hafnarfirði afhentu Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra undirskriftalista í gær þar sem 6090 manns skoruðu á bæjarstjórn að falla frá áformum um Coda Terminal verkefnið eða setja það í íbúakosningu. 15. ágúst 2024 10:13 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Sjá meira
„Það var gríðarlegur léttir í gær, ég ætla bara ekki að lýsa því. Tár streymdu, það var svo mikill léttir. Þetta er búin að vera tíu mánaða löng barátta og loksins, hættu þeir við verkefnið og léttirinn var gríðarlegur,“ segir Arndís Kjartansdóttir, íbúi á Völlunum. Hávær andstaða gegn verkefninu hefur verið hjá hluta bæjarbúa í Hafnarfirði. Þeir hafa meðal annars llýst áhyggjum af nálægð niðurdælingarborholna við íbúabyggð á völlunum. Í áliti Skipulagsstofnunar um verkefnið kemur fram að niðurdælingin væri ekki líkleg til þess að valda skjálftavirkna eða skaða vatnsból, en það sefaði ekki áhyggjur íbúa. Formaður Loftslagsráðs lýsti því í haust að hann teldi að umræða um verkefnið hafi farið út af sporinu og að Carbfix-tæknin sé eitt merkasta framlag Íslands til loftslagsbaráttunnar. Gagnrýni á hvernig staðið var að verkinu „Það var farið af stað í þetta verkefni án samráðs við íbúa í bænum. Það kann aldrei góðri lukku að stýra ef ekki er talað við íbúa sem búa á svæðinu og mjög nálægt þessu stóra verkefni,“ segir Arndís. „Það er ekkert skrítið að íbúar séu uggandi þegar svona stórt verkefni á ferðinni. Þetta snýst ekki um gagnrýni á loftslagsmál eða að fólk vilji ekki taka þátt í því að hafa góð áhrif á loftslagið og breyta því. Þetta snýr miklu meira að því hvernig staðið var að verkefninu og staðsetningu verkefnisins.“ Bæjarstjóri og formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar lýsti efasemdum um verkefnið á dögunum og sagði framkvæmdastýra Carfix í gær að minnkandi stuðningur bæjarbúa hafi verið eina ástæða þess að hætt var við verkefnið. „Við vorum farin að fá bara kvíða yfir því að þurfa að standa í kosningabaráttu á móti stórfyriræki og Reykjavík með milljónir í vösunum. Við erum bara venjulegt fólk. Það er rosa gott að vita að páskarnir og sumarið fari ekki í kosningabaráttu,“ segir Arndís.
Coda Terminal Hafnarfjörður Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Carbfix er hætt við áform um kolefnisförgunarstöðina Coda Terminal í Straumsvík í Hafnarfirði. Framkvæmdastýra fyrirtækisins segir forsendur fyrir verkefninu brostnar að svo komnu og það ætli að beina kröftum sínum annað. 21. mars 2025 15:21 Umhverfismat Coda Terminal í Straumsvík Carbfix fagnar því að umhverfismat Coda Terminal, sem er móttöku- og geymslustöð fyrir koldíoxíð (CO2) í Straumsvík sé komið í opið kynningarferli eftir um það bil tveggja ára undirbúning og vinnu. Coda Terminal tekur á móti CO2 sem fangað er frá iðnaði og ekki er hægt að útrýma með orkuskiptum (e. hard to abate). 30. maí 2024 14:01 Afhentu bæjarstjóra undirskriftalista vegna Coda Terminal Íbúar í Hafnarfirði afhentu Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra undirskriftalista í gær þar sem 6090 manns skoruðu á bæjarstjórn að falla frá áformum um Coda Terminal verkefnið eða setja það í íbúakosningu. 15. ágúst 2024 10:13 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Sjá meira
Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Carbfix er hætt við áform um kolefnisförgunarstöðina Coda Terminal í Straumsvík í Hafnarfirði. Framkvæmdastýra fyrirtækisins segir forsendur fyrir verkefninu brostnar að svo komnu og það ætli að beina kröftum sínum annað. 21. mars 2025 15:21
Umhverfismat Coda Terminal í Straumsvík Carbfix fagnar því að umhverfismat Coda Terminal, sem er móttöku- og geymslustöð fyrir koldíoxíð (CO2) í Straumsvík sé komið í opið kynningarferli eftir um það bil tveggja ára undirbúning og vinnu. Coda Terminal tekur á móti CO2 sem fangað er frá iðnaði og ekki er hægt að útrýma með orkuskiptum (e. hard to abate). 30. maí 2024 14:01
Afhentu bæjarstjóra undirskriftalista vegna Coda Terminal Íbúar í Hafnarfirði afhentu Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra undirskriftalista í gær þar sem 6090 manns skoruðu á bæjarstjórn að falla frá áformum um Coda Terminal verkefnið eða setja það í íbúakosningu. 15. ágúst 2024 10:13