Skrautlegir fyrstu mánuðir hjá Flokki fólksins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. mars 2025 19:01 Mikið hefur gustað um Flokk fólksins á fyrstu þremur mánuðum ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Aðeins vika er síðan fráfarandi mennta- og barnamálaráðherra baðst afsökunar á ummælum um íslenska dómstóla. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur var skipuð 22. desember síðastliðinn. Segja má að fyrsti mánuðurinn hafi verið nokkuð rólegur en það var áður en nýtt þing kom saman sem fyrsta hneykslismál Flokks fólksins reið yfir. Það var 21. janúar sem greint var frá því að flokkurinn hefði þegið 240 milljónir króna í styrki úr ríkissjóði þrátt fyrir að hafa ekki uppfyllt skilyrði. Morgunblaðið greindi fyrst frá málinu og gekk hvað harðast fram. Það vakti hörð viðbrögð hjá flokknum. Inga Sæland, formaðurinn sagði daginn eftir að blaðið væri óvandaður falsfréttamiðill í eigu auðmanna og ákveðinna stjórnmálaafla. Tveimur vikum síðar lagði Sigurjón Þórðarson, þingmaður flokksins, það til að ríkisstyrkir til Morgunblaðsins yrðu endurskoðaðir vegna umfjöllunarinnar. „Sem að lyktar óneitanlega af hrútspungafýlunni sem flæðir úr Hádegismóum. Það er alveg með ólíkindum dylgjurnar sem hér eru settar fram. Það er með hreinum ólíkindum að þurfa að sitja undir svona dylgjum,“ sagði Inga í ræðustóli á Alþingi 20. febrúar. Og það var engin lognmolla. 27. janúar birtist frétt á Vísi um að Inga hefði hringt í skólastjóra Borgarholtsskóla og meðal annars sagst hafa ítök í lögreglunni. Barnabarn Ingu nemur við skóna og hafði glatað Nike-skóm á göngum skólans. Skórnir höfðu verið teknir í misgripum og var skilað. „Og ég biðst bara afsökunar á því í rauninni að hafa tekið, hvað á ég að segja, þessa hvatvísu ákvörðun. Hvatvísin hefur nú reynst mér mjög vel til þessa og komið mér þangað sem ég er í dag.“ Undir lok febrúarmánaðar birtust svo fréttir af því að VR hefði greitt Ragnari Þór Ingólfssyni rúmar tíu milljónir króna þegar hann lét af embætti formanns til að taka sæti á þingi. Ragnar sagði biðlaunin færi beint í neyðarsjóð fjölskyldunnar. Aðrir verkalýðsforingjar, til dæmis Sólveig Anna Jónsdóttir í Eflingu, hneyksluðust á málinu. Það var svo í síðustu viku sem héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi ríkinu í vil í bótamáli Ásthildar Lóu vegna meintra mistaka fulltrúa sýslumanns eftir uppboð á heimili hennar árið 2017. Eftir að dómurinn féll sagði Ásthildur Lóa á Facebook að hún væri löngu hætt að gera ráð fyrir réttlæti hjá íslenskum dómstólum. „Eins og ég segi get ég alveg gert það núna, beðist afsökunar á þessum ummælum. Vegna þess að ég get ekki fullyrt svona um dómstólana yfir allt,“ sagði Ásthildur Lóa eftir ríkisstjórnarfund fyrir viku síðan. Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Barnamálaráðherra segir af sér Alþingi Fréttaskýringar Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Sjá meira
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur var skipuð 22. desember síðastliðinn. Segja má að fyrsti mánuðurinn hafi verið nokkuð rólegur en það var áður en nýtt þing kom saman sem fyrsta hneykslismál Flokks fólksins reið yfir. Það var 21. janúar sem greint var frá því að flokkurinn hefði þegið 240 milljónir króna í styrki úr ríkissjóði þrátt fyrir að hafa ekki uppfyllt skilyrði. Morgunblaðið greindi fyrst frá málinu og gekk hvað harðast fram. Það vakti hörð viðbrögð hjá flokknum. Inga Sæland, formaðurinn sagði daginn eftir að blaðið væri óvandaður falsfréttamiðill í eigu auðmanna og ákveðinna stjórnmálaafla. Tveimur vikum síðar lagði Sigurjón Þórðarson, þingmaður flokksins, það til að ríkisstyrkir til Morgunblaðsins yrðu endurskoðaðir vegna umfjöllunarinnar. „Sem að lyktar óneitanlega af hrútspungafýlunni sem flæðir úr Hádegismóum. Það er alveg með ólíkindum dylgjurnar sem hér eru settar fram. Það er með hreinum ólíkindum að þurfa að sitja undir svona dylgjum,“ sagði Inga í ræðustóli á Alþingi 20. febrúar. Og það var engin lognmolla. 27. janúar birtist frétt á Vísi um að Inga hefði hringt í skólastjóra Borgarholtsskóla og meðal annars sagst hafa ítök í lögreglunni. Barnabarn Ingu nemur við skóna og hafði glatað Nike-skóm á göngum skólans. Skórnir höfðu verið teknir í misgripum og var skilað. „Og ég biðst bara afsökunar á því í rauninni að hafa tekið, hvað á ég að segja, þessa hvatvísu ákvörðun. Hvatvísin hefur nú reynst mér mjög vel til þessa og komið mér þangað sem ég er í dag.“ Undir lok febrúarmánaðar birtust svo fréttir af því að VR hefði greitt Ragnari Þór Ingólfssyni rúmar tíu milljónir króna þegar hann lét af embætti formanns til að taka sæti á þingi. Ragnar sagði biðlaunin færi beint í neyðarsjóð fjölskyldunnar. Aðrir verkalýðsforingjar, til dæmis Sólveig Anna Jónsdóttir í Eflingu, hneyksluðust á málinu. Það var svo í síðustu viku sem héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi ríkinu í vil í bótamáli Ásthildar Lóu vegna meintra mistaka fulltrúa sýslumanns eftir uppboð á heimili hennar árið 2017. Eftir að dómurinn féll sagði Ásthildur Lóa á Facebook að hún væri löngu hætt að gera ráð fyrir réttlæti hjá íslenskum dómstólum. „Eins og ég segi get ég alveg gert það núna, beðist afsökunar á þessum ummælum. Vegna þess að ég get ekki fullyrt svona um dómstólana yfir allt,“ sagði Ásthildur Lóa eftir ríkisstjórnarfund fyrir viku síðan.
Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Barnamálaráðherra segir af sér Alþingi Fréttaskýringar Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Sjá meira