Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Samúel Karl Ólason skrifar 21. mars 2025 15:56 Trump með mynd af F-47 í bakgrunni. Getty/Anna Moneymaker Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur veitt Boeing samning um að smíða næstu kynslóð bandarískra herþota. Ákvörðunin þykir mikill fengur fyrir Boeing en forsvarsmenn fyrirtækisins hafa staðið fyrir margvíslegum og alvarlegum vandamálum á undanförnum árum. Þessar tilteknu orrustuþotur, hafa lengi gengið undir nafninu NGAD (Next generation air dominance) og eiga að leysa F-22 þoturnar af hólmi en þær verða væntanlega ekki teknar í notkun fyrr en einhvern tímann á næsta áratug. Trump tilkynnti ákvörðunina rétt í þessu og sagði þá að þotan yrði kölluð F-47. Trump er titlaður sem 45. og 47. forseti Bandaríkjanna. Litlar upplýsingar eru til um hönnun þeirra og búnað en eðli málsins samkvæmt hefur mikil leynd hvílt yfir þróuninni. President Donald Trump announces Boeing has been awarded a contract to design and build the US’s next-generation fighter jet. The new fighter is expected to enter service in the 2030s if everything goes according to plan https://t.co/JCzoHvwyZK pic.twitter.com/CfxQQymjfE— Bloomberg TV (@BloombergTV) March 21, 2025 Trump sagði að verulega erfitt væri að sjá hana á ratsjám og að hún væri mun öflugri en aðrar herþotur. Hann sagði einnig að herþotan væri hönnuð til að fljúga með drónum. Boeing hefur gert æfingar með drónum sem þessum á undanförnum árum og meðal annars í Ástralíu. Í frétt Reuters kemur fram að Boeing hafi átt í vök að verjast á ýmsum sviðum. Farþegaflugvélaframleiðslan hafi beðið mikla hnekki og hergagnaframleiðslan sömuleiðis. Svipaða sögu er einnig að segja af geimferðadeild Boeing sem hefur tapað mikilli markaðshlutdeild þegar kemur að geimskotum í Bandaríkjunum og hefur þróun fyrirtækisins á geimfarinu Starliner gengið verulega illa. Sjá einnig: Boeing í basli með Starliner Starfsmenn Boeing hafa þó lengi framleitt herþotur í Missouri og verður F-47 þotan væntanlega framleidd þar. Tilkynnt var árið 2023 að Boeing ætlaði að hætta að framleiðslu F-18 Hornet herþotur í Missouri og var þá gefið til kynna að það væri til að auka framleiðslugetu á nýrri tegund herþota. Talið er að Boeing muni fá hundruð milljarða dala fyrir framleiðslu F-47 á næstu árum. Ekki liggur fyrir hver kostnaðurinn við hverja þotu á að vera. Bandaríkin Donald Trump Hernaður Boeing Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Þessar tilteknu orrustuþotur, hafa lengi gengið undir nafninu NGAD (Next generation air dominance) og eiga að leysa F-22 þoturnar af hólmi en þær verða væntanlega ekki teknar í notkun fyrr en einhvern tímann á næsta áratug. Trump tilkynnti ákvörðunina rétt í þessu og sagði þá að þotan yrði kölluð F-47. Trump er titlaður sem 45. og 47. forseti Bandaríkjanna. Litlar upplýsingar eru til um hönnun þeirra og búnað en eðli málsins samkvæmt hefur mikil leynd hvílt yfir þróuninni. President Donald Trump announces Boeing has been awarded a contract to design and build the US’s next-generation fighter jet. The new fighter is expected to enter service in the 2030s if everything goes according to plan https://t.co/JCzoHvwyZK pic.twitter.com/CfxQQymjfE— Bloomberg TV (@BloombergTV) March 21, 2025 Trump sagði að verulega erfitt væri að sjá hana á ratsjám og að hún væri mun öflugri en aðrar herþotur. Hann sagði einnig að herþotan væri hönnuð til að fljúga með drónum. Boeing hefur gert æfingar með drónum sem þessum á undanförnum árum og meðal annars í Ástralíu. Í frétt Reuters kemur fram að Boeing hafi átt í vök að verjast á ýmsum sviðum. Farþegaflugvélaframleiðslan hafi beðið mikla hnekki og hergagnaframleiðslan sömuleiðis. Svipaða sögu er einnig að segja af geimferðadeild Boeing sem hefur tapað mikilli markaðshlutdeild þegar kemur að geimskotum í Bandaríkjunum og hefur þróun fyrirtækisins á geimfarinu Starliner gengið verulega illa. Sjá einnig: Boeing í basli með Starliner Starfsmenn Boeing hafa þó lengi framleitt herþotur í Missouri og verður F-47 þotan væntanlega framleidd þar. Tilkynnt var árið 2023 að Boeing ætlaði að hætta að framleiðslu F-18 Hornet herþotur í Missouri og var þá gefið til kynna að það væri til að auka framleiðslugetu á nýrri tegund herþota. Talið er að Boeing muni fá hundruð milljarða dala fyrir framleiðslu F-47 á næstu árum. Ekki liggur fyrir hver kostnaðurinn við hverja þotu á að vera.
Bandaríkin Donald Trump Hernaður Boeing Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira