„Sjáum einn einstakling gjörsamlega mulinn mélinu smærra“ Jón Þór Stefánsson skrifar 21. mars 2025 12:45 Inga Sæland segir málið mannlegan harmleik. Vísir/Anton Brink Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist hafa fengið að vita af máli Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fráfarandi barna- og menntamálaráðherra, um tvöleytið í gær, nokkrum klukkutímum áður en hún tilkynnti um afsögn sína í gærkvöldi. Að mati Ingu er það Ásthildar að meta og ákveða það hvort hún haldi áfram á þingi. Inga segir að það verði vonandi ákveðið seinna í dag, eða þá um helgina, hver taki við ráðuneyti Ásthildar. Hún hefði lítið sofið í nótt vegna málsins og síðan verið á fundi ríkisstjórnarinnar fram að viðtölum við blaðamenn. Hefðir þú skipað hana sem ráðherra hefðir þú vitað þetta? „Mér finnst þetta stórfurðuleg spurning. Hún hefði sennilega sjálf aldrei sjálf gefið kost á því ef að útlitið hefði verið eins og það er í dag,“ sagði Inga. Sjá má blaðamannafund formannanna þriggja að loknum ríkisstjórnarfundi í heild sinni í spilaranum að neðan. Hetjuleg ákvörðun „Hún axlar hér ábyrgð. Hún telur að hennar persónulegu mál eiga aldrei að skyggja á okkar góða samstarf. Hún tekur mjög hetjulega ákvörðun, fordæmalausa ákvörðun. Við erum ekki vön að sjá svona ákvörðun með eins skömmum tíma.“ Inga sagðist ekki geta tjáð sig um það sem Ásthildur Lóa hafi sagt og gert fyrir 35 árum síðan. Er henni stætt áfram sem þingmanni? „Það er bara algjörlega hennar mál að meta það. Mér finnst hún sannarlega eiga erindi á Alþingi Íslendinga,“ sagði Inga. Hún tók jafnframt fram að í kjördæmi Áshildar Lóu, Suðurkjördæmi, hafi enginn verið með eins mikið umboð og hún. Mannlegur harmleikur „Ég er í rauninni harmi slegin. Ásthildur Lóa á allan minn huga núna, og ég sendi henni kærleikskveðjur. Þetta er mannlegur harmleikur sem hér er um að ræða,“ sagði Inga. „Við fengum að upplifa það hvernig við sjáum einn einstakling gjörsamlega mulinn mélinu smærra. Það var nákvæmlega það í gær þegar hæstvirtur mennta- og barnamálaráðherra brotnaði niður undan þessu álagi.“ Inga sagðist ekki ætla að krefja Ásthildi Lóu um afsögn á þingi. Hún sagðist þó hafa verið döpur yfir því að Ásthildur Lóa hefði ekki upplýst hana um málið fyrr en í gær en skilji líka hennar vanlíðan. Hún hafi ekki treyst sér að koma fram með málið. Það sé ekki auðvelt að segja frá slíkum persónulegum hjartans málum. Hún hafi sýnt hetjuskap, stigið fram sem leiðtogi og verið frábær barna- og menntamálaráðherra. Í því embætti hafi hún verið að hrinda stórum verkefnum í framkvæmd og hún eigi sannarlega erindi á Alþingi Íslendinga. Fylgst er með vendingum dagsins í vaktinni á Vísi. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Barnamálaráðherra segir af sér Alþingi Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira
Inga segir að það verði vonandi ákveðið seinna í dag, eða þá um helgina, hver taki við ráðuneyti Ásthildar. Hún hefði lítið sofið í nótt vegna málsins og síðan verið á fundi ríkisstjórnarinnar fram að viðtölum við blaðamenn. Hefðir þú skipað hana sem ráðherra hefðir þú vitað þetta? „Mér finnst þetta stórfurðuleg spurning. Hún hefði sennilega sjálf aldrei sjálf gefið kost á því ef að útlitið hefði verið eins og það er í dag,“ sagði Inga. Sjá má blaðamannafund formannanna þriggja að loknum ríkisstjórnarfundi í heild sinni í spilaranum að neðan. Hetjuleg ákvörðun „Hún axlar hér ábyrgð. Hún telur að hennar persónulegu mál eiga aldrei að skyggja á okkar góða samstarf. Hún tekur mjög hetjulega ákvörðun, fordæmalausa ákvörðun. Við erum ekki vön að sjá svona ákvörðun með eins skömmum tíma.“ Inga sagðist ekki geta tjáð sig um það sem Ásthildur Lóa hafi sagt og gert fyrir 35 árum síðan. Er henni stætt áfram sem þingmanni? „Það er bara algjörlega hennar mál að meta það. Mér finnst hún sannarlega eiga erindi á Alþingi Íslendinga,“ sagði Inga. Hún tók jafnframt fram að í kjördæmi Áshildar Lóu, Suðurkjördæmi, hafi enginn verið með eins mikið umboð og hún. Mannlegur harmleikur „Ég er í rauninni harmi slegin. Ásthildur Lóa á allan minn huga núna, og ég sendi henni kærleikskveðjur. Þetta er mannlegur harmleikur sem hér er um að ræða,“ sagði Inga. „Við fengum að upplifa það hvernig við sjáum einn einstakling gjörsamlega mulinn mélinu smærra. Það var nákvæmlega það í gær þegar hæstvirtur mennta- og barnamálaráðherra brotnaði niður undan þessu álagi.“ Inga sagðist ekki ætla að krefja Ásthildi Lóu um afsögn á þingi. Hún sagðist þó hafa verið döpur yfir því að Ásthildur Lóa hefði ekki upplýst hana um málið fyrr en í gær en skilji líka hennar vanlíðan. Hún hafi ekki treyst sér að koma fram með málið. Það sé ekki auðvelt að segja frá slíkum persónulegum hjartans málum. Hún hafi sýnt hetjuskap, stigið fram sem leiðtogi og verið frábær barna- og menntamálaráðherra. Í því embætti hafi hún verið að hrinda stórum verkefnum í framkvæmd og hún eigi sannarlega erindi á Alþingi Íslendinga. Fylgst er með vendingum dagsins í vaktinni á Vísi.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Barnamálaráðherra segir af sér Alþingi Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira