Heilsugæslan í vanda Teitur Guðmundsson skrifar 21. mars 2025 13:00 Þegar maður fylgist með umræðunni um heilsugæsluna má merkja að það eru miklar áskoranir. Fjöldi þeirra sem býr á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist á hverju ári, samhliða því eykst þörf fyrir þjónustu. Talsverð umræða er um mönnunarvanda og ýmis konar atriði er snúa að verkefnum, stýringu þeirra og svo þeirri augljósu staðreynd að tækniframfarir á þessum vettvangi eru ekki að ná að bæta þjónustu eins og ætla mætti. Það eru margháttaðar skýringar á því sem er efni í annan pistil. Ágæt yfirsýn er yfir þjónustu á hinum ýmsu sviðum heilbrigðisþjónustu á opinberum síðum embættis landlæknis og mælaborðum sem eru uppfærð reglulega þar á meðal um heilsugæsluna. Þessu til viðbótar er hægt að átta sig á muninum á milli heilbrigðisumdæma í þjónustu og margt fleira. Rekstraraðilar fá svo reglulega tölulegar upplýsingar um stöðu mála frá Sjúkratryggingum Íslands og geta borið sig saman við aðra, mikið gagnsæi ríkir almennt og sama líkan er um fjármögnun og greiðslur til aðila. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu skiptist í 19 stöðvar, þar af eru 4 einkareknar og 15 á vegum hins opinbera. Í gegnum tíðina hafa Sjúkratryggingar gert könnun á ánægju með þjónustuna, en sú nýjasta er vegna ársins 2023. Þessar kannanir hafa endurtekið raðað þeim 4 einkareknu stöðvum í efstu sætin sem er einkar ánægjulegt. Beðið er eftir nýrri útfærslu könnunar og því ekki til nýrri gögn. Nýlega voru okkur rekstraraðilum kynntar starfssemistölur á höfuðborgarsvæðinu og kemur þar fram að verulega hefur dregið úr þjónustu. Fjöldi viðtala hjá nær öllum stöðvum hefur dregist saman, fjöldi símtala og innsendra skilaboða á Heilsuveru. Á meðan skráðum skjólstæðingum hefur fjölgað á árunum 2022-2024 um 5,5% eða 2,7% á ári, hefur þjónustan dregist verulega saman. Fjölda heimsókna árið 2024 hefur fækkað um 7,4% miðað við skráða, símtölum fækkaði um 4,5%, skilaboðum á Heilsuveru fækkaði um 25,8% og endurnýjunum lyfseðla fækkaði um 6,9%. Ekki er þessum tölum jafnt skipt heldur er um að ræða meðaltal allra 19 stöðva. Í sumum tilvikum er um að ræða tuga prósenta breytingu á einstaka þjónustuþætti. Einungis 5 stöðvar af 19 auka við sig í fjölda viðtala, 5 í fjölda símtala, 2 í fjölda skilaboða gegnum Heilsuveru og 2 í endurnýjunum lyfja. Einungis ein stöð eykur við sig í 3 af þessum 4 þáttum er snúa að þjónustu við skjólstæðinga og aðgengi. Þetta eru verulega áhugaverðar tölur og enn áhugaverðara er að skoða þær niður á einstaka starfsstöðvar. Það eru vitaskuld margar skýringar að baki og ef fram fer sem horfir mun þetta mynstur mögulega halda áfram og leiða til enn verri þjónustu. Umræða er mikilvæg og það þarf að endurskoða fjárstýringu og hvatakerfi í módeli heilsugæslunnar. Þá þarf að tryggja að þjónustuþættir standi öllum jafnt til boða sem eru að reka heilsugæslur á höfuðborgarsvæðinu. Síðast en ekki síst þarf að fara fram miklu meiri umræða um það hvað við erum að fá fyrir þá peninga sem settir eru í kerfið. Í umræddum gögnum kemur fram að á kostnaður vegna heimsókna á heilsugæslu hafi aukist um 17,3% á sama tíma og heimsóknum og komum fækkaði um 7,4%. Tökum samtalið og leggjumst á eitt við að bæta heilsugæsluþjónustu sem er grunnstoð heilbrigðiskerfisins. Höfundur er forstjóri Heilsuverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Heilsugæsla Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Þegar maður fylgist með umræðunni um heilsugæsluna má merkja að það eru miklar áskoranir. Fjöldi þeirra sem býr á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist á hverju ári, samhliða því eykst þörf fyrir þjónustu. Talsverð umræða er um mönnunarvanda og ýmis konar atriði er snúa að verkefnum, stýringu þeirra og svo þeirri augljósu staðreynd að tækniframfarir á þessum vettvangi eru ekki að ná að bæta þjónustu eins og ætla mætti. Það eru margháttaðar skýringar á því sem er efni í annan pistil. Ágæt yfirsýn er yfir þjónustu á hinum ýmsu sviðum heilbrigðisþjónustu á opinberum síðum embættis landlæknis og mælaborðum sem eru uppfærð reglulega þar á meðal um heilsugæsluna. Þessu til viðbótar er hægt að átta sig á muninum á milli heilbrigðisumdæma í þjónustu og margt fleira. Rekstraraðilar fá svo reglulega tölulegar upplýsingar um stöðu mála frá Sjúkratryggingum Íslands og geta borið sig saman við aðra, mikið gagnsæi ríkir almennt og sama líkan er um fjármögnun og greiðslur til aðila. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu skiptist í 19 stöðvar, þar af eru 4 einkareknar og 15 á vegum hins opinbera. Í gegnum tíðina hafa Sjúkratryggingar gert könnun á ánægju með þjónustuna, en sú nýjasta er vegna ársins 2023. Þessar kannanir hafa endurtekið raðað þeim 4 einkareknu stöðvum í efstu sætin sem er einkar ánægjulegt. Beðið er eftir nýrri útfærslu könnunar og því ekki til nýrri gögn. Nýlega voru okkur rekstraraðilum kynntar starfssemistölur á höfuðborgarsvæðinu og kemur þar fram að verulega hefur dregið úr þjónustu. Fjöldi viðtala hjá nær öllum stöðvum hefur dregist saman, fjöldi símtala og innsendra skilaboða á Heilsuveru. Á meðan skráðum skjólstæðingum hefur fjölgað á árunum 2022-2024 um 5,5% eða 2,7% á ári, hefur þjónustan dregist verulega saman. Fjölda heimsókna árið 2024 hefur fækkað um 7,4% miðað við skráða, símtölum fækkaði um 4,5%, skilaboðum á Heilsuveru fækkaði um 25,8% og endurnýjunum lyfseðla fækkaði um 6,9%. Ekki er þessum tölum jafnt skipt heldur er um að ræða meðaltal allra 19 stöðva. Í sumum tilvikum er um að ræða tuga prósenta breytingu á einstaka þjónustuþætti. Einungis 5 stöðvar af 19 auka við sig í fjölda viðtala, 5 í fjölda símtala, 2 í fjölda skilaboða gegnum Heilsuveru og 2 í endurnýjunum lyfja. Einungis ein stöð eykur við sig í 3 af þessum 4 þáttum er snúa að þjónustu við skjólstæðinga og aðgengi. Þetta eru verulega áhugaverðar tölur og enn áhugaverðara er að skoða þær niður á einstaka starfsstöðvar. Það eru vitaskuld margar skýringar að baki og ef fram fer sem horfir mun þetta mynstur mögulega halda áfram og leiða til enn verri þjónustu. Umræða er mikilvæg og það þarf að endurskoða fjárstýringu og hvatakerfi í módeli heilsugæslunnar. Þá þarf að tryggja að þjónustuþættir standi öllum jafnt til boða sem eru að reka heilsugæslur á höfuðborgarsvæðinu. Síðast en ekki síst þarf að fara fram miklu meiri umræða um það hvað við erum að fá fyrir þá peninga sem settir eru í kerfið. Í umræddum gögnum kemur fram að á kostnaður vegna heimsókna á heilsugæslu hafi aukist um 17,3% á sama tíma og heimsóknum og komum fækkaði um 7,4%. Tökum samtalið og leggjumst á eitt við að bæta heilsugæsluþjónustu sem er grunnstoð heilbrigðiskerfisins. Höfundur er forstjóri Heilsuverndar.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun