Einkunnir Íslands: Erfitt í fyrsta leik Arnars Íþróttadeild Vísis skrifar 20. mars 2025 22:05 Orri Steinn Óskarsson skoraði mark Íslands í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Ísland þurfti að sætta sig við 2-1 tap þegar liðið mætti Kósovó á útivelli í umspili Þjóðadeildar UEFA í kvöld. Íslenska liðið átti ágæta kafla í leiknum en frammistaða liðsins heilt yfir var ekki nægilega góð. Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður (7) Fékk mark á sig úr fyrsta skoti Kósóvó, skot sem hann sá líklega seint. Varði í tvígang mjög vel í síðari hálfleiknum en gat lítið gert í öðru marki Kósóva. Var heppinn þegar Kósóvó skoraði í þriðja sinn eftir glæfralegt skógarhlaup út í teiginn en markið var réttilega dæmt af. Guðlaugur Victor Pálsson, hægri bakvörður (5) Kraftmikill að vanda en stundum á kostnað gæðanna. Gekk of oft illa að koma boltanum vel frá sér en var öflugur í loftinu. Í þau skipti sem hann komst áleiðis sóknarlega hefði hann mátt vera rólegri á boltanum og reyna einfaldari hluti. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður (6) Var okkar skásti varnarmaður í dag og bjargaði afar vel á lokasekúndunum þegar Kósóvar voru komnir í hættulega stöðu. Öflugur í loftinu en þegar koma þurfti boltanum í spil voru möguleikarnir stundum fáir og óöryggið í uppspilinu mikið. Varnarlínan var í heild sinni óörugg og þarf að stíga upp í seinni leiknum. Aron Einar Gunnarsson, miðvörður (5) Ekki frammistaða sem fer í sögubækur Arons Einars hjá landsliðinu. Lenti undir í návígjum og gekk illa að koma boltanum í spil sem skrifast svo sem ekki eingöngu á hann. Virtist missa einbeitinguna á tímabili í seinni hálfleik og einbeitti sér fullmikið af dómaranum sem fór í taugarnar á honum. Þurfum betri frammistöðu frá okkar reynslumesta manni á sunnudag. Logi Tómasson, vinstri bakvörður (5) Var oft á tíðum í vandræðum varnarlega, virkaði öruggur og líkt og aðrir í varnarlínunni gekk stundum illa að koma boltanum í spil. Sóknarhæfileikar hans nýttust ekki sem skyldi og honum gekk illa að verjast fyrirgjöfum frá hægri kanti heimamanna. Fór af velli á 65. mínútu leiksins. Mikael Egill Ellertsson, hægri kantmaður (5) Var líflegur til að byrja með og reyndi að koma sér inn í leikinn. Býr yfir hraða sem ætti að nýtast íslenska liðinu en Mikael Agli hefur gengið bölvanlega að gera sig gildandi í landsliðstreyjunni. Týndist fljótlega þegar frammistaða liðsins dalaði og sást lítið í síðari hálfleiknum. Var tekinn af velli á 90. mínútu. Hákon Arnar Haraldsson, miðjumaður (5) Spilaði á miðri miðjunni og var í strangri gæslu Kósóva. Kom oft á tíðum mjög aftarlega að sækja boltann en náði lítið að skapa. Tapaði boltanum á vondum stað þegar Kósóvó komst í 2-1 og náði ekki að vera sá prímusmótor sem honum er ætlað að vera. Var tekinn af velli á 65. mínútu. Ísak Bergmann Jóhannesson, miðjumaður (7) Spilaði með æskuvini sínum Hákoni Arnari á miðri miðjunni. Gerði frábærlega þegar hann lagði upp jöfnunarmarkið fyrir Orra Stein með frábærri sendingu og var mikið í boltanum í fyrri hálfleiknum. Var í stóru varnarhlutverki á miðjunni og þreyttist fljótt í síðari hálfleiknum. Var tekinn af velli á 65. mínútu. Andri Lucas Guðjohnsen, vinstri kantmaður (6) Náði ágætlega saman við Orra Stein í framlínunni, hljóp mikið og reyndi hvað hann gat. Komst í gott færi seint í leiknum en Muric í marki heimamanna gerði þá vel í að loka markinu. Fékk boltann lítið í uppspilinu og komst þar af leiðandi á löngum köflum lítið inn í spilið. Orri Steinn Óskarsson, framherji (7) Fyrsti leikurinn með fyrirliðabandið og gerði afar vel þegar hann jafnaði metin á mikilvægum tímapunkti í fyrri hálfleiknum. Var duglegur og barðist vel í við líkamlega sterka varnarmenn Kósóva. Átti tvö hörkuskot sem Muric varði vel og fékk einnig dauðafæri í fyrri hálfleiknum en þá var dæmd rangstaða sem VAR hefði líklega snúið við. Er okkar hættulegasti sóknarmaður og lykilmaður. Albert Guðmundsson, framherji (5) Komst lítið í takt við leikinn og virkaði á köflum hálf týndur. Þegar hann fékk boltann gerðist lítið og ljóst að íslenska landsliðið þarf meira frá Alberti í síðari leik liðanna á sunnudaginn. Var tekinn af velli á 65. mínútu leiksins. Varamenn: Stefán Teitur Þórðarson kom inn á fyrir Ísak Bergmann Jóhannesson á 65. mínútu (5) Kom inn á miðja miðjuna en komst lítið inn í spilið. Tapaði boltanum einu sinni úti við hornfána sem skapaði hættu við mark Íslands. Arnór Ingvi Traustaon kom inn á fyrir Albert Guðmundsson á 65. mínútu (5) Komst ekki í takt við leikinn, barðist líkt og hann er vanur en lítið markvert við hans frammistöðu. Jón Dagur Þorsteinsson kom inn á fyrir Loga Tómasson á 65. mínútu (6) Gerði vel í að koma sér í algjör dauðafæri á 80. Mínútu leiksins en skotið fór beint á Muric í markinu. Kraftur í Jóni Degi eins og vanalega og spurning hvort hann fái tækifæri í byrjunarliðinu í seinni leiknum. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Handbolti Fleiri fréttir Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Sjá meira
Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður (7) Fékk mark á sig úr fyrsta skoti Kósóvó, skot sem hann sá líklega seint. Varði í tvígang mjög vel í síðari hálfleiknum en gat lítið gert í öðru marki Kósóva. Var heppinn þegar Kósóvó skoraði í þriðja sinn eftir glæfralegt skógarhlaup út í teiginn en markið var réttilega dæmt af. Guðlaugur Victor Pálsson, hægri bakvörður (5) Kraftmikill að vanda en stundum á kostnað gæðanna. Gekk of oft illa að koma boltanum vel frá sér en var öflugur í loftinu. Í þau skipti sem hann komst áleiðis sóknarlega hefði hann mátt vera rólegri á boltanum og reyna einfaldari hluti. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður (6) Var okkar skásti varnarmaður í dag og bjargaði afar vel á lokasekúndunum þegar Kósóvar voru komnir í hættulega stöðu. Öflugur í loftinu en þegar koma þurfti boltanum í spil voru möguleikarnir stundum fáir og óöryggið í uppspilinu mikið. Varnarlínan var í heild sinni óörugg og þarf að stíga upp í seinni leiknum. Aron Einar Gunnarsson, miðvörður (5) Ekki frammistaða sem fer í sögubækur Arons Einars hjá landsliðinu. Lenti undir í návígjum og gekk illa að koma boltanum í spil sem skrifast svo sem ekki eingöngu á hann. Virtist missa einbeitinguna á tímabili í seinni hálfleik og einbeitti sér fullmikið af dómaranum sem fór í taugarnar á honum. Þurfum betri frammistöðu frá okkar reynslumesta manni á sunnudag. Logi Tómasson, vinstri bakvörður (5) Var oft á tíðum í vandræðum varnarlega, virkaði öruggur og líkt og aðrir í varnarlínunni gekk stundum illa að koma boltanum í spil. Sóknarhæfileikar hans nýttust ekki sem skyldi og honum gekk illa að verjast fyrirgjöfum frá hægri kanti heimamanna. Fór af velli á 65. mínútu leiksins. Mikael Egill Ellertsson, hægri kantmaður (5) Var líflegur til að byrja með og reyndi að koma sér inn í leikinn. Býr yfir hraða sem ætti að nýtast íslenska liðinu en Mikael Agli hefur gengið bölvanlega að gera sig gildandi í landsliðstreyjunni. Týndist fljótlega þegar frammistaða liðsins dalaði og sást lítið í síðari hálfleiknum. Var tekinn af velli á 90. mínútu. Hákon Arnar Haraldsson, miðjumaður (5) Spilaði á miðri miðjunni og var í strangri gæslu Kósóva. Kom oft á tíðum mjög aftarlega að sækja boltann en náði lítið að skapa. Tapaði boltanum á vondum stað þegar Kósóvó komst í 2-1 og náði ekki að vera sá prímusmótor sem honum er ætlað að vera. Var tekinn af velli á 65. mínútu. Ísak Bergmann Jóhannesson, miðjumaður (7) Spilaði með æskuvini sínum Hákoni Arnari á miðri miðjunni. Gerði frábærlega þegar hann lagði upp jöfnunarmarkið fyrir Orra Stein með frábærri sendingu og var mikið í boltanum í fyrri hálfleiknum. Var í stóru varnarhlutverki á miðjunni og þreyttist fljótt í síðari hálfleiknum. Var tekinn af velli á 65. mínútu. Andri Lucas Guðjohnsen, vinstri kantmaður (6) Náði ágætlega saman við Orra Stein í framlínunni, hljóp mikið og reyndi hvað hann gat. Komst í gott færi seint í leiknum en Muric í marki heimamanna gerði þá vel í að loka markinu. Fékk boltann lítið í uppspilinu og komst þar af leiðandi á löngum köflum lítið inn í spilið. Orri Steinn Óskarsson, framherji (7) Fyrsti leikurinn með fyrirliðabandið og gerði afar vel þegar hann jafnaði metin á mikilvægum tímapunkti í fyrri hálfleiknum. Var duglegur og barðist vel í við líkamlega sterka varnarmenn Kósóva. Átti tvö hörkuskot sem Muric varði vel og fékk einnig dauðafæri í fyrri hálfleiknum en þá var dæmd rangstaða sem VAR hefði líklega snúið við. Er okkar hættulegasti sóknarmaður og lykilmaður. Albert Guðmundsson, framherji (5) Komst lítið í takt við leikinn og virkaði á köflum hálf týndur. Þegar hann fékk boltann gerðist lítið og ljóst að íslenska landsliðið þarf meira frá Alberti í síðari leik liðanna á sunnudaginn. Var tekinn af velli á 65. mínútu leiksins. Varamenn: Stefán Teitur Þórðarson kom inn á fyrir Ísak Bergmann Jóhannesson á 65. mínútu (5) Kom inn á miðja miðjuna en komst lítið inn í spilið. Tapaði boltanum einu sinni úti við hornfána sem skapaði hættu við mark Íslands. Arnór Ingvi Traustaon kom inn á fyrir Albert Guðmundsson á 65. mínútu (5) Komst ekki í takt við leikinn, barðist líkt og hann er vanur en lítið markvert við hans frammistöðu. Jón Dagur Þorsteinsson kom inn á fyrir Loga Tómasson á 65. mínútu (6) Gerði vel í að koma sér í algjör dauðafæri á 80. Mínútu leiksins en skotið fór beint á Muric í markinu. Kraftur í Jóni Degi eins og vanalega og spurning hvort hann fái tækifæri í byrjunarliðinu í seinni leiknum.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Handbolti Fleiri fréttir Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Sjá meira