Neikvæð áhrif innviðagjalds mikil á Norðurlandi Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar 20. mars 2025 14:01 Ferðaþjónusta byggð upp um allt land Áhrif innviðagjalds sem lagt var á skemmtiferðaskip fyrir ferðaþjónustuna eru orðin greinileg á landinu. Áhrifanna gætir með mismunandi hætti þar sem með svo skyndilegri gjaldtöku, falla áfangastaðir úr ferðaáætlun skipanna, helst þeir sem eru lengst frá suðvesturhorninu. Þetta hefur þær afleiðingar að á meðan það verður kannski 10% samdráttur heilt yfir í höfuðborginni, þá getur orðið tugprósenta samdráttur á öðrum stöðum á landinu. Í einhverjum tilfellum stefnir í að sumir áfangastaðir missi allar skipakomur. Ástæða þess að mig langar að nefna þetta er tvíþætt. Fyrir það fyrsta þá reiðir ferðaþjónustan í flestum landshlutum sig mjög mikið á komur skemmtiferðaskipanna. Skipin heimsækja yfir þrjátíu hafnir víðs vegar um landið. Þeim sem hefur orðið tíðrætt um að dreifa ferðamönnum um landið og helst yfir allt árið ætti vera annt um skipin því þau eru eini ferðamátinn sem sannanlega fer um allt landið. Þá koma skipin til landsins í um 7-8 mánuði og hina mánuði ársins eru viðskiptin skipulögð. Það er því um heilsárs störf að ræða þótt komur skipanna takmarkist við þá mánuði sem veðurfar er öruggara. Í öðru lagi þá snertir innviðagjaldið okkur hér á Norðurlandi sérstaklega illa. Nú er útlit fyrir að samdráttur hjá okkur verði um 50% á næsta ári. Þetta eru hálfgerð ragnarrök fyrir lítil fyrirtæki sem mörg hafa byggt afkomu sína á þessum dýrmætu ferðamönnum. Fyrirtæki þurfa að segja upp fólki, loka vinnustöðum og almennt draga saman seglin sem skerðir almenna samkeppnishæfni Norðurlands sem áfangastaðar ferðamanna. Áhrifanna mun því ekki aðeins gæta fyrir hafnarsjóði landsins heldur fyrir fyrirtæki sem mörg hver byggja nánast alla sína starfsemi upp á tekjum af þjónustu við gesti sem koma með skemmtiferðaskipum. Þessi fyrirtæki hafa fjárfest og lagt á sig mikla vinnu við markaðssetningu og þróun en sjá nú fram á að missa allt upp í 90% af tekjum ársins ef neikvæð áhrif innviðagjaldins skella á af fullum þunga. Þessi fyrirtæki sinna ýmissi þjónustu ss. dagsferðum um Norðurland, veitingarekstri, hvalaskoðun, gönguferðum og bjóða uppá tækifæri til að upplifa íslenska sögu og menningu. Fyrirtækin sem hér um ræðir eru gríðarlega mikilvæg til að sinna þjónustu við gesti á svæðinu allt árið. Flugklasinn laðaði að flugfélög Og hér vandast málin enn frekar. Norðurland hefur nefnilega um langt skeið lagt mikið á sig til að byggja upp sjálfbæra ferðaþjónustu í landshlutanum, þ.e. ferðaþjónustu sem reiðir sig á eigin gáttir í landshlutanum – í gegnum flug og hafnir. Við vitum að við getum ekki reitt okkur eingöngu á að ferðamenn hafi tíma eða getu til að keyra hringveginn á Norðurlandið til að heimsækja okkur – þennan sama hringveg og er blæðandi svöðusár eftir viðhaldsskort síðustu ára. Án þessarar uppbyggingar í kringum farþegaflutninga, með t.d. flugklasanum okkar og uppbyggingu flugstöðvarinnar annars vegar og hins vegar uppbyggingar hafnarsvæðisins, verður miklu erfiðara að byggja upp langtíma viðskipti í kringum ferðaþjónstuna. Hér erum við að tala um viðskipti sem ekki aðeins gagnast ferðamönnum heldur skipta þau okkur Íslendinga líka máli. Við erum að tala um hótelgistingu, veitingastaði, söfn, ýmsa afþreyingu og hefðbundna verslun. Nú í mars var haldin ráðstefna á Siglufirði og á Hólum um nærandi ferðaþjónustu. Skilgreiningin er „Nærandi ferðaþjónusta (e. regenerative tourism) er nálgun á uppbyggingu og þróun innan ferðaþjónustu þar sem velsæld og jafnvægi náttúru og samfélaga er höfð að leiðarljósi.“ Við erum öll hluti af sama menginu þar sem íbúar, ferðamenn og náttúra verða öll fyrir áhrifum af hvort öðru. Innan ferðaþjónustu þarf því framsýna hugsun og þessar bráðu aðgerðir nú hvað innviðagjaldið varðar eru þvert á slíka hugsun enda gjaldið bæði mjög hátt og það sem verst er skyndilegt og þessvegna skaðlegt markmiðum íslenskrar ferðaþjónustu. Við getum gert betur. Við fjölgum körfunum sem við setjum eggin okkar í. Við ættum ekki að brjóta eina körfuna því við þurfum á þeim öllum að halda. Bein tenging við umheiminn lykillinn að uppbyggingu Ef okkur auðnast að byggja upp ferðaþjónustu í sátt við íbúa og náttúru þá mun okkur takast hér á Norðurlandi að koma á farþegaskiptum með skemmtiferðaskipum. Ef við náum því verður komin grunnur að frekari byggingu gistirýma sem skiptifarþegarnir nýta ásamt flugi og vetrarparadís Norðurlands opnast einnig fyrir gesti með flugi – þetta er líklega mikilvægasti lykillinn að heilsárs ferðaþjónustu. Þá yrði loksins orðin til valkostur um nýjan, aðgengilegan áfangastað á landinu sem gæti opnað ný tækifæri fyrir Vesturland, Vestfirði og Austurland með sínum gestum líka, þessi landsvæði sem eru lengst frá helstu gáttinni inn í landið. Það er ekki aðeins skynsamlegt heldur líka sanngjarnt í landi þar sem náttúran hefur mikið aðdráttarafl, ferðaþjónustan hefur lagt á sig mikla vinnu og fjárfestingu til að byggja upp framúrskarandi þjónustu og menningin blómstrar fyrir íbúa og gesti. Í dag erum við komin vel af stað og getum gert margt af þessari uppbyggingu sjálf, ef aðeins við fáum frið til þess í stað fyrirvaralausra breytinga á samkeppnisumhverfinu sem við störfum í. Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnheiður Jóhannsdóttir Skemmtiferðaskip á Íslandi Akureyri Ferðaþjónusta Mest lesið Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ferðaþjónusta byggð upp um allt land Áhrif innviðagjalds sem lagt var á skemmtiferðaskip fyrir ferðaþjónustuna eru orðin greinileg á landinu. Áhrifanna gætir með mismunandi hætti þar sem með svo skyndilegri gjaldtöku, falla áfangastaðir úr ferðaáætlun skipanna, helst þeir sem eru lengst frá suðvesturhorninu. Þetta hefur þær afleiðingar að á meðan það verður kannski 10% samdráttur heilt yfir í höfuðborginni, þá getur orðið tugprósenta samdráttur á öðrum stöðum á landinu. Í einhverjum tilfellum stefnir í að sumir áfangastaðir missi allar skipakomur. Ástæða þess að mig langar að nefna þetta er tvíþætt. Fyrir það fyrsta þá reiðir ferðaþjónustan í flestum landshlutum sig mjög mikið á komur skemmtiferðaskipanna. Skipin heimsækja yfir þrjátíu hafnir víðs vegar um landið. Þeim sem hefur orðið tíðrætt um að dreifa ferðamönnum um landið og helst yfir allt árið ætti vera annt um skipin því þau eru eini ferðamátinn sem sannanlega fer um allt landið. Þá koma skipin til landsins í um 7-8 mánuði og hina mánuði ársins eru viðskiptin skipulögð. Það er því um heilsárs störf að ræða þótt komur skipanna takmarkist við þá mánuði sem veðurfar er öruggara. Í öðru lagi þá snertir innviðagjaldið okkur hér á Norðurlandi sérstaklega illa. Nú er útlit fyrir að samdráttur hjá okkur verði um 50% á næsta ári. Þetta eru hálfgerð ragnarrök fyrir lítil fyrirtæki sem mörg hafa byggt afkomu sína á þessum dýrmætu ferðamönnum. Fyrirtæki þurfa að segja upp fólki, loka vinnustöðum og almennt draga saman seglin sem skerðir almenna samkeppnishæfni Norðurlands sem áfangastaðar ferðamanna. Áhrifanna mun því ekki aðeins gæta fyrir hafnarsjóði landsins heldur fyrir fyrirtæki sem mörg hver byggja nánast alla sína starfsemi upp á tekjum af þjónustu við gesti sem koma með skemmtiferðaskipum. Þessi fyrirtæki hafa fjárfest og lagt á sig mikla vinnu við markaðssetningu og þróun en sjá nú fram á að missa allt upp í 90% af tekjum ársins ef neikvæð áhrif innviðagjaldins skella á af fullum þunga. Þessi fyrirtæki sinna ýmissi þjónustu ss. dagsferðum um Norðurland, veitingarekstri, hvalaskoðun, gönguferðum og bjóða uppá tækifæri til að upplifa íslenska sögu og menningu. Fyrirtækin sem hér um ræðir eru gríðarlega mikilvæg til að sinna þjónustu við gesti á svæðinu allt árið. Flugklasinn laðaði að flugfélög Og hér vandast málin enn frekar. Norðurland hefur nefnilega um langt skeið lagt mikið á sig til að byggja upp sjálfbæra ferðaþjónustu í landshlutanum, þ.e. ferðaþjónustu sem reiðir sig á eigin gáttir í landshlutanum – í gegnum flug og hafnir. Við vitum að við getum ekki reitt okkur eingöngu á að ferðamenn hafi tíma eða getu til að keyra hringveginn á Norðurlandið til að heimsækja okkur – þennan sama hringveg og er blæðandi svöðusár eftir viðhaldsskort síðustu ára. Án þessarar uppbyggingar í kringum farþegaflutninga, með t.d. flugklasanum okkar og uppbyggingu flugstöðvarinnar annars vegar og hins vegar uppbyggingar hafnarsvæðisins, verður miklu erfiðara að byggja upp langtíma viðskipti í kringum ferðaþjónstuna. Hér erum við að tala um viðskipti sem ekki aðeins gagnast ferðamönnum heldur skipta þau okkur Íslendinga líka máli. Við erum að tala um hótelgistingu, veitingastaði, söfn, ýmsa afþreyingu og hefðbundna verslun. Nú í mars var haldin ráðstefna á Siglufirði og á Hólum um nærandi ferðaþjónustu. Skilgreiningin er „Nærandi ferðaþjónusta (e. regenerative tourism) er nálgun á uppbyggingu og þróun innan ferðaþjónustu þar sem velsæld og jafnvægi náttúru og samfélaga er höfð að leiðarljósi.“ Við erum öll hluti af sama menginu þar sem íbúar, ferðamenn og náttúra verða öll fyrir áhrifum af hvort öðru. Innan ferðaþjónustu þarf því framsýna hugsun og þessar bráðu aðgerðir nú hvað innviðagjaldið varðar eru þvert á slíka hugsun enda gjaldið bæði mjög hátt og það sem verst er skyndilegt og þessvegna skaðlegt markmiðum íslenskrar ferðaþjónustu. Við getum gert betur. Við fjölgum körfunum sem við setjum eggin okkar í. Við ættum ekki að brjóta eina körfuna því við þurfum á þeim öllum að halda. Bein tenging við umheiminn lykillinn að uppbyggingu Ef okkur auðnast að byggja upp ferðaþjónustu í sátt við íbúa og náttúru þá mun okkur takast hér á Norðurlandi að koma á farþegaskiptum með skemmtiferðaskipum. Ef við náum því verður komin grunnur að frekari byggingu gistirýma sem skiptifarþegarnir nýta ásamt flugi og vetrarparadís Norðurlands opnast einnig fyrir gesti með flugi – þetta er líklega mikilvægasti lykillinn að heilsárs ferðaþjónustu. Þá yrði loksins orðin til valkostur um nýjan, aðgengilegan áfangastað á landinu sem gæti opnað ný tækifæri fyrir Vesturland, Vestfirði og Austurland með sínum gestum líka, þessi landsvæði sem eru lengst frá helstu gáttinni inn í landið. Það er ekki aðeins skynsamlegt heldur líka sanngjarnt í landi þar sem náttúran hefur mikið aðdráttarafl, ferðaþjónustan hefur lagt á sig mikla vinnu og fjárfestingu til að byggja upp framúrskarandi þjónustu og menningin blómstrar fyrir íbúa og gesti. Í dag erum við komin vel af stað og getum gert margt af þessari uppbyggingu sjálf, ef aðeins við fáum frið til þess í stað fyrirvaralausra breytinga á samkeppnisumhverfinu sem við störfum í. Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun