Áritun ekki trygging fyrir landgöngu í Bandaríkjunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. mars 2025 10:05 Þjóðverjar eru ekki þeir einu sem hafa verið stöðvaðir á landamærunum en fregnir hafa einnig borist af óförum Breta og Frakka, svo dæmi séu tekin. Getty Stjórnvöld í Þýskalandi hafa uppfært ferðaupplýsingar sínar varðandi ferðalög til Bandaríkjanna, þar sem fólk er varað við því að vegabréfsáritun eða ESTA-heimild séu ekki trygging fyrir því að komast inn í landið. Að minnsta kosti þrír Þjóðverjar hafa lent í vandræðum á landamærum Bandaríkjanna frá því að Donald Trump snéri aftur í Hvíta húsið og hóf aðgerðir gegn ólöglegum innflytjendum. Samkvæmt erlendum miðlum virðast aðgerðirnar hafa teygt anga sína víðar en menn óttuðust og erlendir ríkisborgarar verið stöðvaðir og jafnvel hnepptir í varðhald fyrir engar eða litlar sakir. „Lokaákvörðunin um það hvort manneskja fær að koma inn í Bandaríkin liggur hjá bandarískum landamærayfirvöldum,“ sagði talsmaður þýska utanríkisráðuneytisins í gær. Hann ítrekaði hins vegar að um ábendingu væri að ræða, ekki eiginlega ferðaviðvörun. Fólk hefur verið hvatt til þess að hafa á sér gögn sem staðfesta að það hafi bókað ferð frá Bandaríkjunum. Meðal erlendra ríkisborgara sem hafa lent í vandræðum á landamærum Bandaríkjanna eru tveir þýskir ferðamenn sem voru stöðvaðir við San Ysidro-landamærastöðina milli Tijuana og San Diego. Um var að ræða tvö aðskilin atvik en í öðru var Jessicu Brösche haldið í 46 daga og í hinu Lucas Sielaff í sextán daga. Samkvæmt miðlum í Þýskalandi máttu bæði sæta illri meðferð af hálfu yfirvalda Bandaríkja-megin. Brösche var haldið í einangrun í níu daga og Sielaff neitað um túlkaþjónustu. Bæði eru komin aftur til Þýskalands en þriðji Þjóðverjinn virðist enn í haldi. Bandaríkin Donald Trump Þýskaland Ferðalög Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira
Að minnsta kosti þrír Þjóðverjar hafa lent í vandræðum á landamærum Bandaríkjanna frá því að Donald Trump snéri aftur í Hvíta húsið og hóf aðgerðir gegn ólöglegum innflytjendum. Samkvæmt erlendum miðlum virðast aðgerðirnar hafa teygt anga sína víðar en menn óttuðust og erlendir ríkisborgarar verið stöðvaðir og jafnvel hnepptir í varðhald fyrir engar eða litlar sakir. „Lokaákvörðunin um það hvort manneskja fær að koma inn í Bandaríkin liggur hjá bandarískum landamærayfirvöldum,“ sagði talsmaður þýska utanríkisráðuneytisins í gær. Hann ítrekaði hins vegar að um ábendingu væri að ræða, ekki eiginlega ferðaviðvörun. Fólk hefur verið hvatt til þess að hafa á sér gögn sem staðfesta að það hafi bókað ferð frá Bandaríkjunum. Meðal erlendra ríkisborgara sem hafa lent í vandræðum á landamærum Bandaríkjanna eru tveir þýskir ferðamenn sem voru stöðvaðir við San Ysidro-landamærastöðina milli Tijuana og San Diego. Um var að ræða tvö aðskilin atvik en í öðru var Jessicu Brösche haldið í 46 daga og í hinu Lucas Sielaff í sextán daga. Samkvæmt miðlum í Þýskalandi máttu bæði sæta illri meðferð af hálfu yfirvalda Bandaríkja-megin. Brösche var haldið í einangrun í níu daga og Sielaff neitað um túlkaþjónustu. Bæði eru komin aftur til Þýskalands en þriðji Þjóðverjinn virðist enn í haldi.
Bandaríkin Donald Trump Þýskaland Ferðalög Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira