Værum öruggari utan Schengen Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 20. mars 2025 08:17 „Friðhelgi landamæra er samofin þjóðaröryggi landsins og því mikilvægt að tryggja öryggi þeirra og að borgaralegar löggæslustofnanir séu í stakk búnar til að takast á við nýjar og fjölbreyttar áskoranir. Á sama tíma er þörf á að styrkja viðbúnað okkar til takast á við ytri ógnir.“ Svo segir í grein sem Jón Pétur Jónsson, yfirlögregluþjónn við embætti Ríkislögreglustjóra og fulltrúi Íslands í stjórnborði Frontex, landamærastofnunar Evrópusambandsins, og Íris Björg Kristjánsdóttir, sviðsstjóri alþjóða- og landamærasviðs hjá embættinu og varamaður hjá stjórnborðinu, rituðu á Vísi nýverið. Full ástæða er til þess að taka undir þessi orð þeirra Jóns Péturs og Írisar Bjargar en ólíkt því sem fyrir þeim vakti geta orðin ekki talizt rök fyrir áframhaldandi aðild Íslands að Schengen-svæðinu. Þvert á móti. Við gerðumst þannig aðilar að svæðinu fyrir rúmum tuttugu árum síðan og felldum niður hefðbundið landamæraeftirlit gagnvart öðrum aðildarríkjum þess í trausti þess að við gætum stólað á eftirlit á ytri mörkunum. Sú hefur hins vegar aldrei verið raunin og hafa milljónir manna komizt inn á svæðið á þeim tíma samkvæmt gögnum frá Frontex, einkum á suður- og austurmörkum þess. Vaxandi umræða hefur fyrir vikið átt sér stað í aðildarríkjum Schengen-svæðisins um öryggi á ytri mörkum þess allt frá því að það kom til sögunnar. Hans Leijtens, yfirmaður Frontex, lýsti því yfir í samtali við þýzka dagblaðið Welt í janúar á síðasta ári að ómögulegt væri að koma í veg fyrir það að hægt væri að komast með ólögmætum hætti inn á Schengen-svæðið. Hefur hann lýst andstöðu sinni við aðgerðir til þess að styrkja ytri mörkin samkvæmt fréttinni. „Ekkert getur komið í veg fyrir að fólk fari yfir landamæri, engir veggir, engin girðing, ekkert haf, ekkert fljót,“ hefur blaðið eftir honum. Morgunblaðið hafði eftir Úlfari Lúðvíkssyni, lögreglustjóra á Suðurnesjum, 24. janúar á síðasta ári að hending ein réði því hvort brotamenn væru stöðvaðir á landamærum Íslands að öðrum aðildarríkjum Schengen-svæðisins þar sem hefðbundnu landamæraeftirliti væri ekki fyrir að fara gagnvart þeim eins og ríkjum utan svæðisins þar sem framvísa þyrfti vegabréfum. Þá sagði hann landamærin tiltölulega greiðfær fyrir brotamenn þaðan í blaðinu 11. janúar sama ár sem sæktust mjög eftir því að komast til landsins. Færa mætti gild rök fyrir því að Ísland ætti að standa utan svæðisins. „Starf lögreglu og tollgæzlu á Keflavíkurflugvelli er gríðarlega mikilvægt en eins og kunnugt er höfum við ekki fullkomna stjórn á því hverjir koma til landsins vegna fyrirkomulags á innri landamærum Íslands [gagnvart öðrum aðildarríkjum Schengen] þar sem heimilt er að fara yfir landamæri Schengen-svæðisins án þess að landamæraeftirlit fari fram, án tillits til ríkisfangs einstaklings,“ sagði Úlfar einnig í viðtalinu við Morgunblaðið. Fyrir vikið væru helztu áskoranirnar á innri landamærunum á meðan ytri mörkin væru miklu öruggari þar sem sinnt væri hefðbundnu landamæraeftirliti. Hafa má í huga í þeim efnum að beinlínis er innbyggt Schengen-regluverkið að hefðbundið landamæraeftirlit sé öruggara enda er þar að finna heimild til þess að taka tímabundið upp slíkt eftirlit sé mikil hætta talin á ferðum sem ýmis ríki hafa nýtt sér. Með aðildinni að Schengen var þeirri vörn sem felst í náttúrulegum landamærum landsins einfaldlega fórnað. Fullkominn forsendubrestur hefur í raun átt sér stað í þessum efnum. Þannig er ekki nóg með að ekki hafi tekizt að tryggja ytri mörk svæðisins heldur hefur yfirmaður Frontex beinlínis lýst því yfir að sú verði aldrei raunin. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Landamæri Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Sjá meira
„Friðhelgi landamæra er samofin þjóðaröryggi landsins og því mikilvægt að tryggja öryggi þeirra og að borgaralegar löggæslustofnanir séu í stakk búnar til að takast á við nýjar og fjölbreyttar áskoranir. Á sama tíma er þörf á að styrkja viðbúnað okkar til takast á við ytri ógnir.“ Svo segir í grein sem Jón Pétur Jónsson, yfirlögregluþjónn við embætti Ríkislögreglustjóra og fulltrúi Íslands í stjórnborði Frontex, landamærastofnunar Evrópusambandsins, og Íris Björg Kristjánsdóttir, sviðsstjóri alþjóða- og landamærasviðs hjá embættinu og varamaður hjá stjórnborðinu, rituðu á Vísi nýverið. Full ástæða er til þess að taka undir þessi orð þeirra Jóns Péturs og Írisar Bjargar en ólíkt því sem fyrir þeim vakti geta orðin ekki talizt rök fyrir áframhaldandi aðild Íslands að Schengen-svæðinu. Þvert á móti. Við gerðumst þannig aðilar að svæðinu fyrir rúmum tuttugu árum síðan og felldum niður hefðbundið landamæraeftirlit gagnvart öðrum aðildarríkjum þess í trausti þess að við gætum stólað á eftirlit á ytri mörkunum. Sú hefur hins vegar aldrei verið raunin og hafa milljónir manna komizt inn á svæðið á þeim tíma samkvæmt gögnum frá Frontex, einkum á suður- og austurmörkum þess. Vaxandi umræða hefur fyrir vikið átt sér stað í aðildarríkjum Schengen-svæðisins um öryggi á ytri mörkum þess allt frá því að það kom til sögunnar. Hans Leijtens, yfirmaður Frontex, lýsti því yfir í samtali við þýzka dagblaðið Welt í janúar á síðasta ári að ómögulegt væri að koma í veg fyrir það að hægt væri að komast með ólögmætum hætti inn á Schengen-svæðið. Hefur hann lýst andstöðu sinni við aðgerðir til þess að styrkja ytri mörkin samkvæmt fréttinni. „Ekkert getur komið í veg fyrir að fólk fari yfir landamæri, engir veggir, engin girðing, ekkert haf, ekkert fljót,“ hefur blaðið eftir honum. Morgunblaðið hafði eftir Úlfari Lúðvíkssyni, lögreglustjóra á Suðurnesjum, 24. janúar á síðasta ári að hending ein réði því hvort brotamenn væru stöðvaðir á landamærum Íslands að öðrum aðildarríkjum Schengen-svæðisins þar sem hefðbundnu landamæraeftirliti væri ekki fyrir að fara gagnvart þeim eins og ríkjum utan svæðisins þar sem framvísa þyrfti vegabréfum. Þá sagði hann landamærin tiltölulega greiðfær fyrir brotamenn þaðan í blaðinu 11. janúar sama ár sem sæktust mjög eftir því að komast til landsins. Færa mætti gild rök fyrir því að Ísland ætti að standa utan svæðisins. „Starf lögreglu og tollgæzlu á Keflavíkurflugvelli er gríðarlega mikilvægt en eins og kunnugt er höfum við ekki fullkomna stjórn á því hverjir koma til landsins vegna fyrirkomulags á innri landamærum Íslands [gagnvart öðrum aðildarríkjum Schengen] þar sem heimilt er að fara yfir landamæri Schengen-svæðisins án þess að landamæraeftirlit fari fram, án tillits til ríkisfangs einstaklings,“ sagði Úlfar einnig í viðtalinu við Morgunblaðið. Fyrir vikið væru helztu áskoranirnar á innri landamærunum á meðan ytri mörkin væru miklu öruggari þar sem sinnt væri hefðbundnu landamæraeftirliti. Hafa má í huga í þeim efnum að beinlínis er innbyggt Schengen-regluverkið að hefðbundið landamæraeftirlit sé öruggara enda er þar að finna heimild til þess að taka tímabundið upp slíkt eftirlit sé mikil hætta talin á ferðum sem ýmis ríki hafa nýtt sér. Með aðildinni að Schengen var þeirri vörn sem felst í náttúrulegum landamærum landsins einfaldlega fórnað. Fullkominn forsendubrestur hefur í raun átt sér stað í þessum efnum. Þannig er ekki nóg með að ekki hafi tekizt að tryggja ytri mörk svæðisins heldur hefur yfirmaður Frontex beinlínis lýst því yfir að sú verði aldrei raunin. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is.
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun