Rétti tíminn er núna! Kjósum Björn! Valur Brynjar Antonsson skrifar 18. mars 2025 23:31 Átt þú enn eftir að gera upp hug þinn? Hvern þú hyggst kjósa til rektors við Háskóla Íslands? Nú sem aldrei fyrr skiptir valið máli. Við lifum á víðsjárverðum tímum. Á nær öllum sviðum breytast hlutirnir hratt. Áttavitinn virðist brotinn og vísirinn snýst í hringi. Við vitum vart hvað mun taka við á næstu árum. Á hvað skal leggja áherslu á til að takast á við heim þar sem menning, tækni og stjórnmál taka stakkaskiptum á hverju ári. Það eru margir góðir frambjóðendur. Ég mæli með frambjóðanda sem getur ekki aðeins talað máli háskólans við stjórnmálamenn, heldur vakið anda háskólans á meðal almennings. Því nú ríkir tortryggni. Við erum mettuð af sífelldu streymi upplýsinga. Það er þreyta í fólki á umræðum. Og við vitum að það er með ráði gert að rugla fólk í ríminu. Á slíkum tímum þurfum við skýra hugsun. Og til þess þurfum við andrými. Ég þekki Björn Þorsteinsson bæði sem kennara og skipuleggjanda málþinga. Í þessum aðstæðum hef ég kynnst hæfileika hans til að skapa andrúmsloft þar sem fólk þorir að tjá skoðanir sínar. Í hans návist eru engar spurningar rangar; hjá honum eru rökræður ekki glíma þar sem einn vinnur og annar tapar, heldur leið til þess að laða fram hugsun sem enn er handan við sjóndeildarhring. Í slíku andrúmslofti verður ekki aðeins til ný þekking, heldur traust. Margir þekkja feril hans sem framúrskarandi kennara, stjórnanda og fræðimanns, en hann hefur einnig lagt mikið af mörkum utan akademíunnar. Í starfi sínu fyrir Félag áhugamanna um heimspeki hefur hann í áratugi opnað vettvang fyrir gagnrýna umræðu og ræktað heimspekilega hugsun meðal almennings. Sem ritstjóri tímaritsins Hugar hefur hann stuðlað að því að gera heimspekina skiljanlega og aðgengilega. Grikkir til forna höfðu ýmis orð til þess að lýsa tímanum. Eitt slíkt var Kairos. Að sæta lagi. Réttur tími. Nú er sagt að við lifum á víðsjárverðum tíma. En slíkir tímar geta einnig orðið tímar endurnýjunar og tækifæra. Það gerist þegar fólk kemur saman og ber traust hvert til annars. Háskólinn þarf rektor sem ekki aðeins talar máli vísindanna, heldur einnig mann sem endurvekur og viðheldur upplýstri umræðu á meðal almennings. Það eru ekki orðin tóm sem það hafa reynt að ná til fólks á okkar tímum. Það er til mikils unnið að fá mann sem kann þá list sem rektor Háskóla Íslands. Þannig maður er Björn Þorsteinsson. Höfundur er formaður Félags áhugamanna um heimspeki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Skoðun Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Sjá meira
Átt þú enn eftir að gera upp hug þinn? Hvern þú hyggst kjósa til rektors við Háskóla Íslands? Nú sem aldrei fyrr skiptir valið máli. Við lifum á víðsjárverðum tímum. Á nær öllum sviðum breytast hlutirnir hratt. Áttavitinn virðist brotinn og vísirinn snýst í hringi. Við vitum vart hvað mun taka við á næstu árum. Á hvað skal leggja áherslu á til að takast á við heim þar sem menning, tækni og stjórnmál taka stakkaskiptum á hverju ári. Það eru margir góðir frambjóðendur. Ég mæli með frambjóðanda sem getur ekki aðeins talað máli háskólans við stjórnmálamenn, heldur vakið anda háskólans á meðal almennings. Því nú ríkir tortryggni. Við erum mettuð af sífelldu streymi upplýsinga. Það er þreyta í fólki á umræðum. Og við vitum að það er með ráði gert að rugla fólk í ríminu. Á slíkum tímum þurfum við skýra hugsun. Og til þess þurfum við andrými. Ég þekki Björn Þorsteinsson bæði sem kennara og skipuleggjanda málþinga. Í þessum aðstæðum hef ég kynnst hæfileika hans til að skapa andrúmsloft þar sem fólk þorir að tjá skoðanir sínar. Í hans návist eru engar spurningar rangar; hjá honum eru rökræður ekki glíma þar sem einn vinnur og annar tapar, heldur leið til þess að laða fram hugsun sem enn er handan við sjóndeildarhring. Í slíku andrúmslofti verður ekki aðeins til ný þekking, heldur traust. Margir þekkja feril hans sem framúrskarandi kennara, stjórnanda og fræðimanns, en hann hefur einnig lagt mikið af mörkum utan akademíunnar. Í starfi sínu fyrir Félag áhugamanna um heimspeki hefur hann í áratugi opnað vettvang fyrir gagnrýna umræðu og ræktað heimspekilega hugsun meðal almennings. Sem ritstjóri tímaritsins Hugar hefur hann stuðlað að því að gera heimspekina skiljanlega og aðgengilega. Grikkir til forna höfðu ýmis orð til þess að lýsa tímanum. Eitt slíkt var Kairos. Að sæta lagi. Réttur tími. Nú er sagt að við lifum á víðsjárverðum tíma. En slíkir tímar geta einnig orðið tímar endurnýjunar og tækifæra. Það gerist þegar fólk kemur saman og ber traust hvert til annars. Háskólinn þarf rektor sem ekki aðeins talar máli vísindanna, heldur einnig mann sem endurvekur og viðheldur upplýstri umræðu á meðal almennings. Það eru ekki orðin tóm sem það hafa reynt að ná til fólks á okkar tímum. Það er til mikils unnið að fá mann sem kann þá list sem rektor Háskóla Íslands. Þannig maður er Björn Þorsteinsson. Höfundur er formaður Félags áhugamanna um heimspeki.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun