„Ég held við höfum náð að losa okkur við hrollinn“ Smári Jökull Jónsson skrifar 18. mars 2025 19:27 Einar Árni segir sínum konum til í leiknum í Smáranum í dag. Vísir/Anton Brink „Já, ég held það,“ sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur hvort það hafi truflað hans lið að fyrir leikinn gegn Hamri/Þór bjuggust flestir við sigri hjá sjóðheitu liði Njarðvíkinga. Njarðvík hafði sigur að lokum eftir æsispennu á síðustu sekúndunum. „Ég held að það hafi verið pínu að trufla að við ættum að vinna. Við erum búin að vera á góðu flugi, þetta er tíundi sigurleikur okkar í röð, og margir feykigóðir að undanförnu. En það hafa líka verið leikir þar sem við höfum þurft að klóra okkur í gegnum eins og í dag,“ sagði Einar Árni í viðtali við Vísi eftir leikinn í dag. „Ég er bara feykiánægður með karakterinn sem við sýnum á móti frábæru liði Hamars/Þórs sem mér fannst spila vel í dag.“ Brittany Dinkins var gríðarlega öflug hjá Njarðvík en sóknarfráköstin sem liðið tók á lokamínútunum voru sömuleiðis afar dýrmæt. „Það voru dýrmætir hlutir sóknarmegin, þessi sóknarfráköst og mér fannst við leita í réttu aðgerðirnar á síðustu fimm mínútunum. Við náðum að koma okkur í forystu á betri varnarleik,“ sagði Einar en Njarðvík komst í 79-72 áður en Hamar/Þór tókst að setja þrjár ótrúlegar þriggja stiga körfur og búa til spennu. „Síðan sýna þær þvílíkan vilja að koma til baka og setja fáránlega erfið skot. Ég var alltaf að spyrja mig hvort ég ætti að taka leikhlé til að stilla okkur af. Mér leið líka vel með stelpurnar á vítalínunni, þær voru að setja vítin og það var stórt og taldi mikið í restina.“ Baráttan í Smáranum í dag var hörð.Vísir/Anton Brink Framundan er úrslitaleikur hjá Njarðvík á laugardag og sagðist Einar eftir leik vera ánægður með að leikurinn hafi þróast á þann hátt sem hann gerði og sagðist ekki vera smeykur um að tilfinningin að vera hræddur að tapa leiknum mynda fylgja hans liði í úrslitin. „Alls ekki. Ég sagði við aðstoðarþjálfarann minn, datt í smá Pollýönnu eftir leik, að það væri miklu meira úr þessu hafa heldur en að vinna með tuttugu. Held það hefðu fáir verið hissa á því held ég fyrirfram, miðað við alla umræðu. Ég held við höfum náð að losa okkur við hrollinn. Það er það sem ég trúi.“ „Ef þú myndir pína mig, þá held ég að það verði Þór“ Einar Árni sagði framundan hörku úrslitaleik á laugardag sama hvort Grindavík eða Þór Akureyri yrði mótherjinn. „Við höfum farið í alls konar erfið verkefni. Það var enginn ánægður með bikardráttinn þegar við drógumst gegn Keflavík, enginn í körfuboltasamfélaginu í Njarðvík, það var enginn peppaður. Við vorum til í verkefni og kláruðum það sterkt. Við erum að fara að mæta hörkuliði á laugardaginn.“ „Ef það verður Grindavík þá er það pressulaust lið fyrir allan penginn. Búnar að vera slakar stórum hluta vetrar, komnar í bikarúrslit og vita ekki hvort þær fara í úrslitakeppni. Stórhættulegt lið með fullt af öflugum leikmönnum.“ Hann sagðist þó eftir smá umræðu vera á því að Þór myndi verkefnið gegn Grindavík. „Ef Þór, þá er það liðið sem var lengst af ekki bara næst besta liðið, heldur besta liðið því þær unnu Hauka tvisvar í röð og meðal annars til að koma sér hingað. Við fáum hörkuleik en ég þori ekki að spá um það. Ef ég horfi í veturinn í heild og ef þú myndir pína mig, þá held ég að það verði Þór. En ég yrði ekki hissa þó það yrði Grindavík og það hlýtur að koma að því að þær springa út.“ VÍS-bikarinn UMF Njarðvík Hamar Þór Þorlákshöfn Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira
„Ég held að það hafi verið pínu að trufla að við ættum að vinna. Við erum búin að vera á góðu flugi, þetta er tíundi sigurleikur okkar í röð, og margir feykigóðir að undanförnu. En það hafa líka verið leikir þar sem við höfum þurft að klóra okkur í gegnum eins og í dag,“ sagði Einar Árni í viðtali við Vísi eftir leikinn í dag. „Ég er bara feykiánægður með karakterinn sem við sýnum á móti frábæru liði Hamars/Þórs sem mér fannst spila vel í dag.“ Brittany Dinkins var gríðarlega öflug hjá Njarðvík en sóknarfráköstin sem liðið tók á lokamínútunum voru sömuleiðis afar dýrmæt. „Það voru dýrmætir hlutir sóknarmegin, þessi sóknarfráköst og mér fannst við leita í réttu aðgerðirnar á síðustu fimm mínútunum. Við náðum að koma okkur í forystu á betri varnarleik,“ sagði Einar en Njarðvík komst í 79-72 áður en Hamar/Þór tókst að setja þrjár ótrúlegar þriggja stiga körfur og búa til spennu. „Síðan sýna þær þvílíkan vilja að koma til baka og setja fáránlega erfið skot. Ég var alltaf að spyrja mig hvort ég ætti að taka leikhlé til að stilla okkur af. Mér leið líka vel með stelpurnar á vítalínunni, þær voru að setja vítin og það var stórt og taldi mikið í restina.“ Baráttan í Smáranum í dag var hörð.Vísir/Anton Brink Framundan er úrslitaleikur hjá Njarðvík á laugardag og sagðist Einar eftir leik vera ánægður með að leikurinn hafi þróast á þann hátt sem hann gerði og sagðist ekki vera smeykur um að tilfinningin að vera hræddur að tapa leiknum mynda fylgja hans liði í úrslitin. „Alls ekki. Ég sagði við aðstoðarþjálfarann minn, datt í smá Pollýönnu eftir leik, að það væri miklu meira úr þessu hafa heldur en að vinna með tuttugu. Held það hefðu fáir verið hissa á því held ég fyrirfram, miðað við alla umræðu. Ég held við höfum náð að losa okkur við hrollinn. Það er það sem ég trúi.“ „Ef þú myndir pína mig, þá held ég að það verði Þór“ Einar Árni sagði framundan hörku úrslitaleik á laugardag sama hvort Grindavík eða Þór Akureyri yrði mótherjinn. „Við höfum farið í alls konar erfið verkefni. Það var enginn ánægður með bikardráttinn þegar við drógumst gegn Keflavík, enginn í körfuboltasamfélaginu í Njarðvík, það var enginn peppaður. Við vorum til í verkefni og kláruðum það sterkt. Við erum að fara að mæta hörkuliði á laugardaginn.“ „Ef það verður Grindavík þá er það pressulaust lið fyrir allan penginn. Búnar að vera slakar stórum hluta vetrar, komnar í bikarúrslit og vita ekki hvort þær fara í úrslitakeppni. Stórhættulegt lið með fullt af öflugum leikmönnum.“ Hann sagðist þó eftir smá umræðu vera á því að Þór myndi verkefnið gegn Grindavík. „Ef Þór, þá er það liðið sem var lengst af ekki bara næst besta liðið, heldur besta liðið því þær unnu Hauka tvisvar í röð og meðal annars til að koma sér hingað. Við fáum hörkuleik en ég þori ekki að spá um það. Ef ég horfi í veturinn í heild og ef þú myndir pína mig, þá held ég að það verði Þór. En ég yrði ekki hissa þó það yrði Grindavík og það hlýtur að koma að því að þær springa út.“
VÍS-bikarinn UMF Njarðvík Hamar Þór Þorlákshöfn Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira