„Ég held við höfum náð að losa okkur við hrollinn“ Smári Jökull Jónsson skrifar 18. mars 2025 19:27 Einar Árni segir sínum konum til í leiknum í Smáranum í dag. Vísir/Anton Brink „Já, ég held það,“ sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur hvort það hafi truflað hans lið að fyrir leikinn gegn Hamri/Þór bjuggust flestir við sigri hjá sjóðheitu liði Njarðvíkinga. Njarðvík hafði sigur að lokum eftir æsispennu á síðustu sekúndunum. „Ég held að það hafi verið pínu að trufla að við ættum að vinna. Við erum búin að vera á góðu flugi, þetta er tíundi sigurleikur okkar í röð, og margir feykigóðir að undanförnu. En það hafa líka verið leikir þar sem við höfum þurft að klóra okkur í gegnum eins og í dag,“ sagði Einar Árni í viðtali við Vísi eftir leikinn í dag. „Ég er bara feykiánægður með karakterinn sem við sýnum á móti frábæru liði Hamars/Þórs sem mér fannst spila vel í dag.“ Brittany Dinkins var gríðarlega öflug hjá Njarðvík en sóknarfráköstin sem liðið tók á lokamínútunum voru sömuleiðis afar dýrmæt. „Það voru dýrmætir hlutir sóknarmegin, þessi sóknarfráköst og mér fannst við leita í réttu aðgerðirnar á síðustu fimm mínútunum. Við náðum að koma okkur í forystu á betri varnarleik,“ sagði Einar en Njarðvík komst í 79-72 áður en Hamar/Þór tókst að setja þrjár ótrúlegar þriggja stiga körfur og búa til spennu. „Síðan sýna þær þvílíkan vilja að koma til baka og setja fáránlega erfið skot. Ég var alltaf að spyrja mig hvort ég ætti að taka leikhlé til að stilla okkur af. Mér leið líka vel með stelpurnar á vítalínunni, þær voru að setja vítin og það var stórt og taldi mikið í restina.“ Baráttan í Smáranum í dag var hörð.Vísir/Anton Brink Framundan er úrslitaleikur hjá Njarðvík á laugardag og sagðist Einar eftir leik vera ánægður með að leikurinn hafi þróast á þann hátt sem hann gerði og sagðist ekki vera smeykur um að tilfinningin að vera hræddur að tapa leiknum mynda fylgja hans liði í úrslitin. „Alls ekki. Ég sagði við aðstoðarþjálfarann minn, datt í smá Pollýönnu eftir leik, að það væri miklu meira úr þessu hafa heldur en að vinna með tuttugu. Held það hefðu fáir verið hissa á því held ég fyrirfram, miðað við alla umræðu. Ég held við höfum náð að losa okkur við hrollinn. Það er það sem ég trúi.“ „Ef þú myndir pína mig, þá held ég að það verði Þór“ Einar Árni sagði framundan hörku úrslitaleik á laugardag sama hvort Grindavík eða Þór Akureyri yrði mótherjinn. „Við höfum farið í alls konar erfið verkefni. Það var enginn ánægður með bikardráttinn þegar við drógumst gegn Keflavík, enginn í körfuboltasamfélaginu í Njarðvík, það var enginn peppaður. Við vorum til í verkefni og kláruðum það sterkt. Við erum að fara að mæta hörkuliði á laugardaginn.“ „Ef það verður Grindavík þá er það pressulaust lið fyrir allan penginn. Búnar að vera slakar stórum hluta vetrar, komnar í bikarúrslit og vita ekki hvort þær fara í úrslitakeppni. Stórhættulegt lið með fullt af öflugum leikmönnum.“ Hann sagðist þó eftir smá umræðu vera á því að Þór myndi verkefnið gegn Grindavík. „Ef Þór, þá er það liðið sem var lengst af ekki bara næst besta liðið, heldur besta liðið því þær unnu Hauka tvisvar í röð og meðal annars til að koma sér hingað. Við fáum hörkuleik en ég þori ekki að spá um það. Ef ég horfi í veturinn í heild og ef þú myndir pína mig, þá held ég að það verði Þór. En ég yrði ekki hissa þó það yrði Grindavík og það hlýtur að koma að því að þær springa út.“ VÍS-bikarinn UMF Njarðvík Hamar Þór Þorlákshöfn Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Sjá meira
„Ég held að það hafi verið pínu að trufla að við ættum að vinna. Við erum búin að vera á góðu flugi, þetta er tíundi sigurleikur okkar í röð, og margir feykigóðir að undanförnu. En það hafa líka verið leikir þar sem við höfum þurft að klóra okkur í gegnum eins og í dag,“ sagði Einar Árni í viðtali við Vísi eftir leikinn í dag. „Ég er bara feykiánægður með karakterinn sem við sýnum á móti frábæru liði Hamars/Þórs sem mér fannst spila vel í dag.“ Brittany Dinkins var gríðarlega öflug hjá Njarðvík en sóknarfráköstin sem liðið tók á lokamínútunum voru sömuleiðis afar dýrmæt. „Það voru dýrmætir hlutir sóknarmegin, þessi sóknarfráköst og mér fannst við leita í réttu aðgerðirnar á síðustu fimm mínútunum. Við náðum að koma okkur í forystu á betri varnarleik,“ sagði Einar en Njarðvík komst í 79-72 áður en Hamar/Þór tókst að setja þrjár ótrúlegar þriggja stiga körfur og búa til spennu. „Síðan sýna þær þvílíkan vilja að koma til baka og setja fáránlega erfið skot. Ég var alltaf að spyrja mig hvort ég ætti að taka leikhlé til að stilla okkur af. Mér leið líka vel með stelpurnar á vítalínunni, þær voru að setja vítin og það var stórt og taldi mikið í restina.“ Baráttan í Smáranum í dag var hörð.Vísir/Anton Brink Framundan er úrslitaleikur hjá Njarðvík á laugardag og sagðist Einar eftir leik vera ánægður með að leikurinn hafi þróast á þann hátt sem hann gerði og sagðist ekki vera smeykur um að tilfinningin að vera hræddur að tapa leiknum mynda fylgja hans liði í úrslitin. „Alls ekki. Ég sagði við aðstoðarþjálfarann minn, datt í smá Pollýönnu eftir leik, að það væri miklu meira úr þessu hafa heldur en að vinna með tuttugu. Held það hefðu fáir verið hissa á því held ég fyrirfram, miðað við alla umræðu. Ég held við höfum náð að losa okkur við hrollinn. Það er það sem ég trúi.“ „Ef þú myndir pína mig, þá held ég að það verði Þór“ Einar Árni sagði framundan hörku úrslitaleik á laugardag sama hvort Grindavík eða Þór Akureyri yrði mótherjinn. „Við höfum farið í alls konar erfið verkefni. Það var enginn ánægður með bikardráttinn þegar við drógumst gegn Keflavík, enginn í körfuboltasamfélaginu í Njarðvík, það var enginn peppaður. Við vorum til í verkefni og kláruðum það sterkt. Við erum að fara að mæta hörkuliði á laugardaginn.“ „Ef það verður Grindavík þá er það pressulaust lið fyrir allan penginn. Búnar að vera slakar stórum hluta vetrar, komnar í bikarúrslit og vita ekki hvort þær fara í úrslitakeppni. Stórhættulegt lið með fullt af öflugum leikmönnum.“ Hann sagðist þó eftir smá umræðu vera á því að Þór myndi verkefnið gegn Grindavík. „Ef Þór, þá er það liðið sem var lengst af ekki bara næst besta liðið, heldur besta liðið því þær unnu Hauka tvisvar í röð og meðal annars til að koma sér hingað. Við fáum hörkuleik en ég þori ekki að spá um það. Ef ég horfi í veturinn í heild og ef þú myndir pína mig, þá held ég að það verði Þór. En ég yrði ekki hissa þó það yrði Grindavík og það hlýtur að koma að því að þær springa út.“
VÍS-bikarinn UMF Njarðvík Hamar Þór Þorlákshöfn Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Sjá meira