Þingmanni blöskrar svör Rósu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. mars 2025 12:44 Guðmundur Ari Sigurjónsson þingmaður Samfylkingarinnar er hugsi yfir ákvörðun þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Þingmaður Samfylkingarinnar segir galið að Rósa Guðbjartsdóttir ætli að halda áfram störfum í bæjarstjórn og sitja í stjórn sveitarfélaga meðfram þingmennsku. Það feli í sér hagsmunaárekstur og trúnaðarbrest við sveitarfélögin í landinu. Rósa var kjörin inn á þing í nóvember sem fjórði þingmaður Sjálfstæðisflokksins í suðvesturkjördæmi. Þá var hún enn bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar en Valdimar Víðisson tók við af henni um áramótin. Um leið varð Rósa formaður bæjarráðs og hefur verið síðan þá. Hún hyggst halda áfram sem bæjarfulltrúi næstu mánuði. Sömuleiðis ætlar hún að halda áfram í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga þrátt fyrir þingsetuna. Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir ákvörðun Rósu óeðlilega. „Þetta er svo galið. Eitt af megin markmiðum Sambands íslenskra sveitarfélaga felst í hagmunagæslu sveitarfélaganna gagnvart ríkisvaldinu. Sambandið mótar stefnu sveitarfélaganna og hefur svo náin samskipti við Alþingi,“ segir Guðmundur Ari í færslu á Facebook. „Það að þingmaður sitji í stjórn sambandsins er algjör hagsmunaárekstur og trúnaðarbrestur við sveitarfélögin í landinu. Þessi ákvörðun Rósu setur alla stjórnina í skrýtna stöðu þar sem þau trúnaðarsamtöl sem fram fara í stjórn Sambandsins fara nú fram með fulltrúa Alþingis á fundunum. Formaður og stjórn Sambandsins þurfa að geta ráðið ráðum sínum og átt í trúnaðarsamskiptum um samskipti við m.a. ríkisstjórnina án þess að þurfa að gæta að því fulltrúar þingsins séu viðstaddir.“ Hann segir eftirminnilegt á síðasta kjörtímabili þegar Bjarni Jónsson fulltrúi Vinstri grænna í stjórn Sambandsins var kjörinn á þing. „Þá hneyksluðust fulltrúar Sjálfstæðismanna mikið á því að hann sagði sig ekki strax úr stjórn Sambandsins. Ég skil það vel enda sat ég sjálfur í stjórn Sambandsins þegar ég var kjörinn á þing og sagði mig strax úr stjórninni. Ég sagði mig líka úr bæjarstjórn því fyrir mér er þingmannastarfið fullt starf og ég treysti vel öðrum öflugum fulltrúum Samfylkingar til að taka sæti í bæjarstjórn Seltjarnarnes og stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga.“ Hann ætli að leyfa öðrum að ræða um launatölur og hvaða mánaðarlaun einstaklingur hafi af skattgreiðendum sem sitji á Alþingi, bæjarstjórn Hafnarfjarðar, nefndum á vegum Hafnarfjarðar og stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. „En það sem ég skil ekki er að Hafnfirðingar og Sjálfstæðismenn sætti sig við að kjörinn fulltrúi á þeirra vegum dreifi kröftum sínum á þennan hátt og neiti að hleypa öðrum Sjálfstæðismönnum að trúnaðarstörfum. Hvernig getur einstaklingur í fullu starfi á Alþingi mætt á sama tíma á bæjarstjórnarfundi, nefndarfundi og fundi í stjórn Sambandsins?“ Sveitarstjórnarmál Hafnarfjörður Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Sjá meira
Rósa var kjörin inn á þing í nóvember sem fjórði þingmaður Sjálfstæðisflokksins í suðvesturkjördæmi. Þá var hún enn bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar en Valdimar Víðisson tók við af henni um áramótin. Um leið varð Rósa formaður bæjarráðs og hefur verið síðan þá. Hún hyggst halda áfram sem bæjarfulltrúi næstu mánuði. Sömuleiðis ætlar hún að halda áfram í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga þrátt fyrir þingsetuna. Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir ákvörðun Rósu óeðlilega. „Þetta er svo galið. Eitt af megin markmiðum Sambands íslenskra sveitarfélaga felst í hagmunagæslu sveitarfélaganna gagnvart ríkisvaldinu. Sambandið mótar stefnu sveitarfélaganna og hefur svo náin samskipti við Alþingi,“ segir Guðmundur Ari í færslu á Facebook. „Það að þingmaður sitji í stjórn sambandsins er algjör hagsmunaárekstur og trúnaðarbrestur við sveitarfélögin í landinu. Þessi ákvörðun Rósu setur alla stjórnina í skrýtna stöðu þar sem þau trúnaðarsamtöl sem fram fara í stjórn Sambandsins fara nú fram með fulltrúa Alþingis á fundunum. Formaður og stjórn Sambandsins þurfa að geta ráðið ráðum sínum og átt í trúnaðarsamskiptum um samskipti við m.a. ríkisstjórnina án þess að þurfa að gæta að því fulltrúar þingsins séu viðstaddir.“ Hann segir eftirminnilegt á síðasta kjörtímabili þegar Bjarni Jónsson fulltrúi Vinstri grænna í stjórn Sambandsins var kjörinn á þing. „Þá hneyksluðust fulltrúar Sjálfstæðismanna mikið á því að hann sagði sig ekki strax úr stjórn Sambandsins. Ég skil það vel enda sat ég sjálfur í stjórn Sambandsins þegar ég var kjörinn á þing og sagði mig strax úr stjórninni. Ég sagði mig líka úr bæjarstjórn því fyrir mér er þingmannastarfið fullt starf og ég treysti vel öðrum öflugum fulltrúum Samfylkingar til að taka sæti í bæjarstjórn Seltjarnarnes og stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga.“ Hann ætli að leyfa öðrum að ræða um launatölur og hvaða mánaðarlaun einstaklingur hafi af skattgreiðendum sem sitji á Alþingi, bæjarstjórn Hafnarfjarðar, nefndum á vegum Hafnarfjarðar og stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. „En það sem ég skil ekki er að Hafnfirðingar og Sjálfstæðismenn sætti sig við að kjörinn fulltrúi á þeirra vegum dreifi kröftum sínum á þennan hátt og neiti að hleypa öðrum Sjálfstæðismönnum að trúnaðarstörfum. Hvernig getur einstaklingur í fullu starfi á Alþingi mætt á sama tíma á bæjarstjórnarfundi, nefndarfundi og fundi í stjórn Sambandsins?“
Sveitarstjórnarmál Hafnarfjörður Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Sjá meira