Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Kjartan Kjartansson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 18. mars 2025 09:26 Lögregla stendur vaktina við forsætisráðuneytið við Hverfisgötu. Vísir/Anton Brink Nokkrir tugir stuðningsmanna Palestínumanna komu saman til mótmæla fyrir utan ríkisstjórnarfund við Hverfisgötu í morgun. Einn þeirra segir ríkisstjórnina þurfa að láta kröftuglega í sér heyra eftir að Ísraelsher felldi á fjórða hundrað manns í árásum á Gasaströndina í nótt. Félagið Ísland-Palestína hafði boðað til mótmælanna í morgun áður en til árása Ísraela í nótt kom. Mótmælin eiga að þrýsta á ríkisstjórnina að taka frumkvæðið að viðræðum um efnahagslegar og pólitískar þvinganir gegn Ísrael á vettvangi Norðurlandanna. Fréttamaður Vísis sem var á staðnum segir að um sextíu mótmælendur hafi verið saman komnir fyrir utan ríkisstjórnarfundinn og gert hróp að ráðherrum þegar þeir mættu til hans. Krafan er um sniðgöngu Ísraels.Vísir/Anton Brink Mótmælendurnir voru meðal annars með gjallarhorn og hrópuðu slagorð til stuðnings Palestínumönnum eins og „Leyfið Gasa að lifa“. Mótmælendur með fána Palestínu fylgdust með þegar Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, mætti til ríkisstjórnarfundar á Hverfisgötu í morgun.Vísir/Anton Brink Þegar Ingu Sæland, félagsmálaráðherra, bar að garði kölluðu mótmælendur á hana hvað hún ætlaði að gera fyrir börn á Gasa. „Halda áfram að senda þeim ást og kærleika,“ var svar ráðherrans sem virtist ekki falla vel í kramið hjá mótmælendunum. Magnús Magnússon, stjórnarmaður í Félaginu Ísland-Palestína, sagði í viðtali að upphaflega hefði verið boðað til mótmælanna vegna þess að Ísraelar hafi svelt Gasaströndina og brotið gegn vopnahléssamkomulagi sem tók gildi 19. janúar. Palestínufánarnir eru áberandi.Vísir/Anton Brink Í nótt hafi stórskotahríð Ísraela á Gasa hins vegar hafist aftur. „Núna krefjumst við þess að ríkisstjórn Íslands beiti sér fyrir alþjóðalögum og mannréttindum og styðji palestínsku þjóðina og beiti sér fyrir refsiaðgerðum gegn Ísrael,“ sagði Magnús. Hann var hugsi yfir orðum Ingu Sæland um ást og kærleik. Börnin á Gasa þyrftu meira en það. Sveinn Rúnar Hauksson, fyrrverandi formaður Félagsins Ísland-Palestína, kallaði ísraelska ráðamenn stríðsglæpamenn í viðtali. Einn mótmælandi er með trommu.Vísir/Anton Brink Þeir sem hefðu látist í nótt og í morgun hafi að miklu leyti verið konur og börn Hundruð væru slösuð til viðbótar við þá sem féllu. Þá væru sjúkrahús á Gasa illa í stakk búin að taka við þeim særðu þar sem Ísraelar hafi lokað á alla flutninga nauðsynja eins og vatns, matvæla og lyfja undanfarnar vikur. Um sextíu manns standa við ríkisstjórnarfundinn.Vísir/Anton Brink „Það er ákaflega mikilvægt núna að ríkisstjórnin láti frá sér heyra og það kröftuglega og standi við gefin fyrirheit um að gripið verði til refsiaðgerða,“ sagði Sveinn Rúnar. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Sjá meira
Félagið Ísland-Palestína hafði boðað til mótmælanna í morgun áður en til árása Ísraela í nótt kom. Mótmælin eiga að þrýsta á ríkisstjórnina að taka frumkvæðið að viðræðum um efnahagslegar og pólitískar þvinganir gegn Ísrael á vettvangi Norðurlandanna. Fréttamaður Vísis sem var á staðnum segir að um sextíu mótmælendur hafi verið saman komnir fyrir utan ríkisstjórnarfundinn og gert hróp að ráðherrum þegar þeir mættu til hans. Krafan er um sniðgöngu Ísraels.Vísir/Anton Brink Mótmælendurnir voru meðal annars með gjallarhorn og hrópuðu slagorð til stuðnings Palestínumönnum eins og „Leyfið Gasa að lifa“. Mótmælendur með fána Palestínu fylgdust með þegar Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, mætti til ríkisstjórnarfundar á Hverfisgötu í morgun.Vísir/Anton Brink Þegar Ingu Sæland, félagsmálaráðherra, bar að garði kölluðu mótmælendur á hana hvað hún ætlaði að gera fyrir börn á Gasa. „Halda áfram að senda þeim ást og kærleika,“ var svar ráðherrans sem virtist ekki falla vel í kramið hjá mótmælendunum. Magnús Magnússon, stjórnarmaður í Félaginu Ísland-Palestína, sagði í viðtali að upphaflega hefði verið boðað til mótmælanna vegna þess að Ísraelar hafi svelt Gasaströndina og brotið gegn vopnahléssamkomulagi sem tók gildi 19. janúar. Palestínufánarnir eru áberandi.Vísir/Anton Brink Í nótt hafi stórskotahríð Ísraela á Gasa hins vegar hafist aftur. „Núna krefjumst við þess að ríkisstjórn Íslands beiti sér fyrir alþjóðalögum og mannréttindum og styðji palestínsku þjóðina og beiti sér fyrir refsiaðgerðum gegn Ísrael,“ sagði Magnús. Hann var hugsi yfir orðum Ingu Sæland um ást og kærleik. Börnin á Gasa þyrftu meira en það. Sveinn Rúnar Hauksson, fyrrverandi formaður Félagsins Ísland-Palestína, kallaði ísraelska ráðamenn stríðsglæpamenn í viðtali. Einn mótmælandi er með trommu.Vísir/Anton Brink Þeir sem hefðu látist í nótt og í morgun hafi að miklu leyti verið konur og börn Hundruð væru slösuð til viðbótar við þá sem féllu. Þá væru sjúkrahús á Gasa illa í stakk búin að taka við þeim særðu þar sem Ísraelar hafi lokað á alla flutninga nauðsynja eins og vatns, matvæla og lyfja undanfarnar vikur. Um sextíu manns standa við ríkisstjórnarfundinn.Vísir/Anton Brink „Það er ákaflega mikilvægt núna að ríkisstjórnin láti frá sér heyra og það kröftuglega og standi við gefin fyrirheit um að gripið verði til refsiaðgerða,“ sagði Sveinn Rúnar.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Sjá meira