Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Sindri Sverrisson skrifar 18. mars 2025 07:31 Halldór B. Jónsson var Framari í húð og hár og hélt áfram að styðja við sitt félag þegar hann féll frá í fyrra. Samsett/Fram/Diego Utanaðkomandi styrkir til knattspyrnudeildar Fram voru rúmlega 143 milljónum króna hærri í fyrr en árið 2023. Þar spilar inn í veglegur arfur sem deildin fékk. Halldór B. Jónsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar Fram og fyrrum varaformaður KSÍ, lést 9. júlí í fyrra eftir veikindi, þá 75 ára gamall. Guðmundur Torfason, núverandi formaður knattspyrnudeildar Fram, staðfesti í samtali við Vísi að Halldór hefði haft sitt kæra félag í erfðaskránni og að um „dágóða upphæð“ væri að ræða. Guðmundur kvaðst hins vegar bundinn trúnaði varðandi nákvæma tölu. Ljóst er að arfurinn hefur þó áhrif á það að svokallaðir „aðrir styrkir“ í ársreikningi Fram voru tæplega 176,8 milljónir króna í fyrra samanborið við 33,4 milljónir 2023. Heiðursfélagi og formaður á gullskeiði Framarar minntust Halldórs fyrir viðureign Fram og KR í Bestu deild karla síðasta sumar þegar liðin mættust á heimavelli Fram í Úlfarsárdal. Þegar hann hafði heilsu til var Halldór fastagestur á heimaleikjum Framara. Halldór var gerður að heiðursfélaga Fram á 100 ára afmæli félagsins árið 2008 en hann var mikill drifkraftur á bakvið gríðarmikla velgengni Framara á níunda áratug síðustu aldar. Hann tók við formennsku knattspyrnudeildarinnar árið 1981. „Halldór og stjórnarmenn hans í Fram lögðu mikla áhersla að styrkja meistaraflokk Fram, sem varð mjög sigursæll undir stjórn Ásgeirs Elíassonar þjálfara en liðið vann 15 bikara á sjö árum. Meðal annars varð félagið Íslandsmeistari þrisvar sinnum og bikarmeistari jafnoft,“ segir á heimasíðu Fram í grein um andlát Halldórs. Síðar varð Halldór varaformaður KSÍ og sá mikið um innra starf innan Knattspyrnusambands Íslands. Hann var til mynda formaður mótanefndar og formaður dómaranefndar til margra ára. Halldór var sæmdur heiðurskrossi KSÍ, sem er æðsta heiðursmerki sambandsins. Úr örlitlu tapi í 75 milljóna hagnað Arfurinn frá Halldóri nýtist Frömurum vel, meðal annars til að mæta hækkandi launakostnaði en samkvæmt ársreikningi hækkuðu laun og launatengd gjöld um tæpar fjörutíu milljónir á milli ára og voru 163,9 milljónir króna í fyrra. Tekjur af félagaskiptum voru í fyrra 7,4 milljónir samanborið við 27,6 milljónir árið 2023 og tekjur af miðasölu hækkuðu lítillega og voru rúmlega 19,1 milljón. Alls nam hagnaður síðasta árs 74,7 milljónum króna eftir hálfrar milljónar króna tap árið 2023. Heildareignir félagsins námu í árslok 114,1 milljón og eigið fé 77,9 milljónum. Besta deild karla Fram Tengdar fréttir Stuðningsmaður arfleiddi Blika að 200 milljónum króna Stuðningsmaður Breiðabliks arfleiddi knattspyrnudeild félagsins að nærri 200 milljónum króna á árinu. Félagið gerir ekki ráð fyrir að nýta peninginn í beinan rekstur deildarinnar. 1. janúar 2023 19:31 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira
Halldór B. Jónsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar Fram og fyrrum varaformaður KSÍ, lést 9. júlí í fyrra eftir veikindi, þá 75 ára gamall. Guðmundur Torfason, núverandi formaður knattspyrnudeildar Fram, staðfesti í samtali við Vísi að Halldór hefði haft sitt kæra félag í erfðaskránni og að um „dágóða upphæð“ væri að ræða. Guðmundur kvaðst hins vegar bundinn trúnaði varðandi nákvæma tölu. Ljóst er að arfurinn hefur þó áhrif á það að svokallaðir „aðrir styrkir“ í ársreikningi Fram voru tæplega 176,8 milljónir króna í fyrra samanborið við 33,4 milljónir 2023. Heiðursfélagi og formaður á gullskeiði Framarar minntust Halldórs fyrir viðureign Fram og KR í Bestu deild karla síðasta sumar þegar liðin mættust á heimavelli Fram í Úlfarsárdal. Þegar hann hafði heilsu til var Halldór fastagestur á heimaleikjum Framara. Halldór var gerður að heiðursfélaga Fram á 100 ára afmæli félagsins árið 2008 en hann var mikill drifkraftur á bakvið gríðarmikla velgengni Framara á níunda áratug síðustu aldar. Hann tók við formennsku knattspyrnudeildarinnar árið 1981. „Halldór og stjórnarmenn hans í Fram lögðu mikla áhersla að styrkja meistaraflokk Fram, sem varð mjög sigursæll undir stjórn Ásgeirs Elíassonar þjálfara en liðið vann 15 bikara á sjö árum. Meðal annars varð félagið Íslandsmeistari þrisvar sinnum og bikarmeistari jafnoft,“ segir á heimasíðu Fram í grein um andlát Halldórs. Síðar varð Halldór varaformaður KSÍ og sá mikið um innra starf innan Knattspyrnusambands Íslands. Hann var til mynda formaður mótanefndar og formaður dómaranefndar til margra ára. Halldór var sæmdur heiðurskrossi KSÍ, sem er æðsta heiðursmerki sambandsins. Úr örlitlu tapi í 75 milljóna hagnað Arfurinn frá Halldóri nýtist Frömurum vel, meðal annars til að mæta hækkandi launakostnaði en samkvæmt ársreikningi hækkuðu laun og launatengd gjöld um tæpar fjörutíu milljónir á milli ára og voru 163,9 milljónir króna í fyrra. Tekjur af félagaskiptum voru í fyrra 7,4 milljónir samanborið við 27,6 milljónir árið 2023 og tekjur af miðasölu hækkuðu lítillega og voru rúmlega 19,1 milljón. Alls nam hagnaður síðasta árs 74,7 milljónum króna eftir hálfrar milljónar króna tap árið 2023. Heildareignir félagsins námu í árslok 114,1 milljón og eigið fé 77,9 milljónum.
Besta deild karla Fram Tengdar fréttir Stuðningsmaður arfleiddi Blika að 200 milljónum króna Stuðningsmaður Breiðabliks arfleiddi knattspyrnudeild félagsins að nærri 200 milljónum króna á árinu. Félagið gerir ekki ráð fyrir að nýta peninginn í beinan rekstur deildarinnar. 1. janúar 2023 19:31 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira
Stuðningsmaður arfleiddi Blika að 200 milljónum króna Stuðningsmaður Breiðabliks arfleiddi knattspyrnudeild félagsins að nærri 200 milljónum króna á árinu. Félagið gerir ekki ráð fyrir að nýta peninginn í beinan rekstur deildarinnar. 1. janúar 2023 19:31