Útskrifaður af gjörgæslu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. mars 2025 15:58 Bílarnir tveir sem aldan hrifsaði í sjóinn komnir á þurrt land. Vísir/Bjarni Starfsmaður verktakafyrirtækisins Hagtaks sem hafnaði í Akraneshöfn þegar alda hrifsaði bíl í höfnina hefur verið útskrifaður af gjörgæslu. Forstjóri fyrirtækisins segir vonir standa til að hann nái sér að fullu en það komi í ljós á næstu vikum. Það var að morgni 3. mars sem tveir menn lögðu bíl sínum á bryggjuna við Akraneshöfn. Þeir eru báðir starfsmenn Hagtaks sem hefur á árinu unnið að því að lengja hafnargarðinn í Akraneshöfn. Sólarhringinn á undan hafði mikið óveður gengið yfir landið með suðvestanhátt og mikilli ölduhæð. Annar maðurinn, um þrítugt, hafði farið úr bílnum og stóð nærri honum þegar alda hrifsaði hann, bílinn með ökumanni um sextugt og annan bíl út í sjóinn. Yngri starfsmaðurinn náði að synd í land af sjálfsdáðum. Bergþór Jóhannsson, forstjóri Hagtaks, segir hann alveg búinn að ná sér. Honum hafi verið boðið upp á áfallahjálp en misjafnt sé hvernig áföll fái á fólk. Það sé einstaklingsbundið. Kafarar á Akranesi að gera sig klára í að kafa eftir bílunum tveimur sem fóru í höfnina.Vísir/Sigurjón Eldri starfsmanninum hefur verið haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæslu Landspítalans í tæpar tvær vikur. Bergþór segir manninn kominn til meðvitundar, geti tjáð sig og til standi að halda honum á almennri deild Landspítalans næstu tvær vikurnar. „Vonandi kemur í ljós að það verður allt í lagi með hann. Við verðum að bíða og sjá hvernig batinn verður,“ segir Bergþór. Gunnar Tryggvason hafnarstjóri Faxaflóahafna sagði á dögunum að til stæði að læra af þessum atburði eins og öllum náttúruhamförum. Hvort lærdómurinn fæli í sér breytt verklag eða annað kæmi kæmi í ljós á næstunni. Akranes Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira
Það var að morgni 3. mars sem tveir menn lögðu bíl sínum á bryggjuna við Akraneshöfn. Þeir eru báðir starfsmenn Hagtaks sem hefur á árinu unnið að því að lengja hafnargarðinn í Akraneshöfn. Sólarhringinn á undan hafði mikið óveður gengið yfir landið með suðvestanhátt og mikilli ölduhæð. Annar maðurinn, um þrítugt, hafði farið úr bílnum og stóð nærri honum þegar alda hrifsaði hann, bílinn með ökumanni um sextugt og annan bíl út í sjóinn. Yngri starfsmaðurinn náði að synd í land af sjálfsdáðum. Bergþór Jóhannsson, forstjóri Hagtaks, segir hann alveg búinn að ná sér. Honum hafi verið boðið upp á áfallahjálp en misjafnt sé hvernig áföll fái á fólk. Það sé einstaklingsbundið. Kafarar á Akranesi að gera sig klára í að kafa eftir bílunum tveimur sem fóru í höfnina.Vísir/Sigurjón Eldri starfsmanninum hefur verið haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæslu Landspítalans í tæpar tvær vikur. Bergþór segir manninn kominn til meðvitundar, geti tjáð sig og til standi að halda honum á almennri deild Landspítalans næstu tvær vikurnar. „Vonandi kemur í ljós að það verður allt í lagi með hann. Við verðum að bíða og sjá hvernig batinn verður,“ segir Bergþór. Gunnar Tryggvason hafnarstjóri Faxaflóahafna sagði á dögunum að til stæði að læra af þessum atburði eins og öllum náttúruhamförum. Hvort lærdómurinn fæli í sér breytt verklag eða annað kæmi kæmi í ljós á næstunni.
Akranes Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira