Útskrifaður af gjörgæslu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. mars 2025 15:58 Bílarnir tveir sem aldan hrifsaði í sjóinn komnir á þurrt land. Vísir/Bjarni Starfsmaður verktakafyrirtækisins Hagtaks sem hafnaði í Akraneshöfn þegar alda hrifsaði bíl í höfnina hefur verið útskrifaður af gjörgæslu. Forstjóri fyrirtækisins segir vonir standa til að hann nái sér að fullu en það komi í ljós á næstu vikum. Það var að morgni 3. mars sem tveir menn lögðu bíl sínum á bryggjuna við Akraneshöfn. Þeir eru báðir starfsmenn Hagtaks sem hefur á árinu unnið að því að lengja hafnargarðinn í Akraneshöfn. Sólarhringinn á undan hafði mikið óveður gengið yfir landið með suðvestanhátt og mikilli ölduhæð. Annar maðurinn, um þrítugt, hafði farið úr bílnum og stóð nærri honum þegar alda hrifsaði hann, bílinn með ökumanni um sextugt og annan bíl út í sjóinn. Yngri starfsmaðurinn náði að synd í land af sjálfsdáðum. Bergþór Jóhannsson, forstjóri Hagtaks, segir hann alveg búinn að ná sér. Honum hafi verið boðið upp á áfallahjálp en misjafnt sé hvernig áföll fái á fólk. Það sé einstaklingsbundið. Kafarar á Akranesi að gera sig klára í að kafa eftir bílunum tveimur sem fóru í höfnina.Vísir/Sigurjón Eldri starfsmanninum hefur verið haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæslu Landspítalans í tæpar tvær vikur. Bergþór segir manninn kominn til meðvitundar, geti tjáð sig og til standi að halda honum á almennri deild Landspítalans næstu tvær vikurnar. „Vonandi kemur í ljós að það verður allt í lagi með hann. Við verðum að bíða og sjá hvernig batinn verður,“ segir Bergþór. Gunnar Tryggvason hafnarstjóri Faxaflóahafna sagði á dögunum að til stæði að læra af þessum atburði eins og öllum náttúruhamförum. Hvort lærdómurinn fæli í sér breytt verklag eða annað kæmi kæmi í ljós á næstunni. Akranes Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Sjá meira
Það var að morgni 3. mars sem tveir menn lögðu bíl sínum á bryggjuna við Akraneshöfn. Þeir eru báðir starfsmenn Hagtaks sem hefur á árinu unnið að því að lengja hafnargarðinn í Akraneshöfn. Sólarhringinn á undan hafði mikið óveður gengið yfir landið með suðvestanhátt og mikilli ölduhæð. Annar maðurinn, um þrítugt, hafði farið úr bílnum og stóð nærri honum þegar alda hrifsaði hann, bílinn með ökumanni um sextugt og annan bíl út í sjóinn. Yngri starfsmaðurinn náði að synd í land af sjálfsdáðum. Bergþór Jóhannsson, forstjóri Hagtaks, segir hann alveg búinn að ná sér. Honum hafi verið boðið upp á áfallahjálp en misjafnt sé hvernig áföll fái á fólk. Það sé einstaklingsbundið. Kafarar á Akranesi að gera sig klára í að kafa eftir bílunum tveimur sem fóru í höfnina.Vísir/Sigurjón Eldri starfsmanninum hefur verið haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæslu Landspítalans í tæpar tvær vikur. Bergþór segir manninn kominn til meðvitundar, geti tjáð sig og til standi að halda honum á almennri deild Landspítalans næstu tvær vikurnar. „Vonandi kemur í ljós að það verður allt í lagi með hann. Við verðum að bíða og sjá hvernig batinn verður,“ segir Bergþór. Gunnar Tryggvason hafnarstjóri Faxaflóahafna sagði á dögunum að til stæði að læra af þessum atburði eins og öllum náttúruhamförum. Hvort lærdómurinn fæli í sér breytt verklag eða annað kæmi kæmi í ljós á næstunni.
Akranes Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Sjá meira