Gerum góðverk á Alþjóðlega hamingjudeginum Ingrid Kuhlman skrifar 20. mars 2025 08:01 Í dag, 20. mars, er Alþjóðlegi hamingjudagurinn haldinn hátíðlegur. Sameinuðu þjóðirnar stofnuðu daginn árið 2012 til að minna á mikilvægi hamingju og vellíðanar í lífi fólks um allan heim og hvetja til aðgerða sem stuðla að jákvæðum breytingum í samfélaginu. Máttur góðverka Góðverk eru einföld en áhrifarík leið til að stuðla að jákvæðum breytingum. Smávægilegar og hugulsamar athafnir geta lyft anda annarra og skapað bylgju jákvæðni í kringum okkur. Góðverk minna okkur á mikilvægi samkenndar og mannlegra tengsla – jafnvel lítil góðverk geta haft mikil áhrif. Rannsóknir hafa sýnt að bæði það að framkvæma og verða vitni að góðverki hefur djúpstæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu. Góðverk geta aukið hamingju, dregið úr streitu og haft jákvæð áhrif á hjartaheilsu með því að lækka blóðþrýsting og auka losun vellíðanarhormóna eins og oxýtósíns. En áhrifin ná enn lengra. Góðverk efla félagsleg tengsl, auka samkennd og styrkja samfélagskennd. Þegar við sýnum góðvild gagnvart öðrum vekjum við ekki aðeins gleði hjá þeim sem njóta góðverksins heldur getur það hvatt þá til að endurgjalda góðmennskuna. Þetta kemur vel fram í meðfylgjandi myndbandi, Pay it forward, þar sem einfalt góðverk leiðir af sér keðjuverkun af hjálpsemi og samstöðu. Á sama hátt getur eitt lítið góðverk frá okkur haft áhrif langt út fyrir þann sem það beinist að og stuðlað að hlýrra, hjálpsamara og samheldnara samfélagi. Sköpum góðverkabylgju á hamingjudeginum Á þessum hamingjudegi vil ég hvetja þig til að hefja keðju góðverka með því að framkvæma að minnsta kosti eitt handahófskennt góðverk—hvort sem það er fyrir ástvin eða ókunnuga manneskju. Til að veita þér innblástur er hér listi af einföldum en kraftmiklum góðverkum sem geta dreift gleði og jákvæðni: Skrifaðu hjartnæmt bréf til kennara, vinar eða fjölskyldumeðlims. Tíndu rusl í almenningsgarði eða í götunni þinni. Leyfðu einhverjum að fara á undan þér í biðröð. Bjóddu þig fram til að sinna erindum fyrir vin eða fjölskyldumeðlim. Gefðu ókunnugum hrós fyrir fatnað, bros eða jákvæða orku. Hjálpaðu einhverjum að bera innkaupapokana út í bíl. Bjóddu nágranna að vökva blómin á meðan hann er í burtu. Skrifaðu jákvæða umsögn um fyrirtæki eða þjónustu sem þú hefur notið góðs af. Bjóddu ferðamönnum að taka hópmynd fyrir þá. Deildu fallegri tilvitnun eða skilaboðum á samfélagsmiðlum. Gefðu tíma þinn til góðgerðarstarfs eða samfélagsverkefnis. Hjálpaðu vinnufélaga óumbeðið. Verðu tíma með einhverjum sem gæti fundið fyrir einmanaleika, t.d. öldruðum nágranna. Skrifaðu bréf með jákvæðum og hvatningarorðum til einhvers. Gefðu bækur, föt eða leikföng til góðgerðarsamtaka. Styrktu góðgerðarsöfnun eða hlaupara sem tekur þátt í góðgerðarhlaupi. Taktu þátt í fjáröflunarherferð fyrir gott málefni. Keyptu litla, hugulsama gjöf handa vini eða vinnufélaga, „bara af því.“ Mundu að það skiptir ekki máli hvort góðverkið er stórt eða lítið—öll góðverk skipta máli og geta skapað keðjuverkum af jákvæðni í samfélaginu. Hvaða góðverk ætlar þú að framkvæma í dag? Höfundur er leiðbeinandi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Sjá meira
Í dag, 20. mars, er Alþjóðlegi hamingjudagurinn haldinn hátíðlegur. Sameinuðu þjóðirnar stofnuðu daginn árið 2012 til að minna á mikilvægi hamingju og vellíðanar í lífi fólks um allan heim og hvetja til aðgerða sem stuðla að jákvæðum breytingum í samfélaginu. Máttur góðverka Góðverk eru einföld en áhrifarík leið til að stuðla að jákvæðum breytingum. Smávægilegar og hugulsamar athafnir geta lyft anda annarra og skapað bylgju jákvæðni í kringum okkur. Góðverk minna okkur á mikilvægi samkenndar og mannlegra tengsla – jafnvel lítil góðverk geta haft mikil áhrif. Rannsóknir hafa sýnt að bæði það að framkvæma og verða vitni að góðverki hefur djúpstæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu. Góðverk geta aukið hamingju, dregið úr streitu og haft jákvæð áhrif á hjartaheilsu með því að lækka blóðþrýsting og auka losun vellíðanarhormóna eins og oxýtósíns. En áhrifin ná enn lengra. Góðverk efla félagsleg tengsl, auka samkennd og styrkja samfélagskennd. Þegar við sýnum góðvild gagnvart öðrum vekjum við ekki aðeins gleði hjá þeim sem njóta góðverksins heldur getur það hvatt þá til að endurgjalda góðmennskuna. Þetta kemur vel fram í meðfylgjandi myndbandi, Pay it forward, þar sem einfalt góðverk leiðir af sér keðjuverkun af hjálpsemi og samstöðu. Á sama hátt getur eitt lítið góðverk frá okkur haft áhrif langt út fyrir þann sem það beinist að og stuðlað að hlýrra, hjálpsamara og samheldnara samfélagi. Sköpum góðverkabylgju á hamingjudeginum Á þessum hamingjudegi vil ég hvetja þig til að hefja keðju góðverka með því að framkvæma að minnsta kosti eitt handahófskennt góðverk—hvort sem það er fyrir ástvin eða ókunnuga manneskju. Til að veita þér innblástur er hér listi af einföldum en kraftmiklum góðverkum sem geta dreift gleði og jákvæðni: Skrifaðu hjartnæmt bréf til kennara, vinar eða fjölskyldumeðlims. Tíndu rusl í almenningsgarði eða í götunni þinni. Leyfðu einhverjum að fara á undan þér í biðröð. Bjóddu þig fram til að sinna erindum fyrir vin eða fjölskyldumeðlim. Gefðu ókunnugum hrós fyrir fatnað, bros eða jákvæða orku. Hjálpaðu einhverjum að bera innkaupapokana út í bíl. Bjóddu nágranna að vökva blómin á meðan hann er í burtu. Skrifaðu jákvæða umsögn um fyrirtæki eða þjónustu sem þú hefur notið góðs af. Bjóddu ferðamönnum að taka hópmynd fyrir þá. Deildu fallegri tilvitnun eða skilaboðum á samfélagsmiðlum. Gefðu tíma þinn til góðgerðarstarfs eða samfélagsverkefnis. Hjálpaðu vinnufélaga óumbeðið. Verðu tíma með einhverjum sem gæti fundið fyrir einmanaleika, t.d. öldruðum nágranna. Skrifaðu bréf með jákvæðum og hvatningarorðum til einhvers. Gefðu bækur, föt eða leikföng til góðgerðarsamtaka. Styrktu góðgerðarsöfnun eða hlaupara sem tekur þátt í góðgerðarhlaupi. Taktu þátt í fjáröflunarherferð fyrir gott málefni. Keyptu litla, hugulsama gjöf handa vini eða vinnufélaga, „bara af því.“ Mundu að það skiptir ekki máli hvort góðverkið er stórt eða lítið—öll góðverk skipta máli og geta skapað keðjuverkum af jákvæðni í samfélaginu. Hvaða góðverk ætlar þú að framkvæma í dag? Höfundur er leiðbeinandi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun