Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir og Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifa 17. mars 2025 07:02 Í margvíslegum samvinnuverkefnum á síðustu árum hefur Kolbrún sýnt sveigjanleika og seiglu og ekki hikað við að láta hendur standa fram úr ermum. Við styðjum framboð hennar til rektors Háskóla Íslands heilshugar og hvetjum öll þau sem atkvæðisrétt hafa til að kynna sér stefnumál hennar og árangur. Kolbrún Pálsdóttir hefur náð að tengja Menntavísindasvið Háskóla Íslands við aðrar menntastofnanir samfélagsins á nýjan hátt. Hún hefur vilja og metnað til að brjóta niður múra milli stofnana, skapa vettvang fyrir samtal ólíkra aðila og tryggja að Háskólinn starfi í tengslum við skóla á öllum stigum, fagfélög, stjórnvöld og aðra lykilaðila. Kolbrún hefur verið óþreytandi í því að styðja við þróun kennslu og rannsókna og leitað leiða til að styrkja samstarf og nýja sprota í menntakerfinu. Hún hefur ásamt samstarfsfólki af Menntavísindasviði tekið virkan þátt í mótun stefnu og uppbyggingu verkefna á vegum Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Eitt dæmi um mikilvægt samstarfsverkefni er MEMM – menntun, mótttaka og miðlun – þróunarverkefni sem mennta- og barnamálamálaráðuneytið leiðir og miðar að því að skapa samræmda stefnu fyrir móttöku og menntun barna með fjölbreyttan bakgrunn í íslenskum skólum. Annað dæmi um nýjan sprota er fagháskólanám í leikskólafræði á landsvísu þar sem Menntavísindasvið HÍ og Kennaradeild Háskólans á Akureyri byggja upp nýja námsleið saman sem mætir þörfum sveitafélaga og leikskóla um land allt. Það er ekki sjálfgefið að tryggja stuðning og fjármagn til nýrra verkefna, en Kolbrún hefur náð því með skýrri sýn, öflugri samvinnu og sannfæringarkrafti. Kolbrún hefur það sem þarf til að leiða Háskólann áfram á vegferð uppbyggingar síðustu ára. Yfirgripsmikil reynsla hennar af stjórnun og þekking á stjórnkerfinu, framsýni, seigla og ríkuleg tengsl við fjölmarga aðila munu nýtast vel í embætti rektors. Við hvetjum ykkur öll sem hafið atkvæðisrétt í rektorskjörinu sem fram fer á Uglu 18. og 19. mars til að kjósa Kolbrúnu sem næsta rektor Háskóla Íslands. Kristín Jónsdóttir er kennslukona og dósent við Deild kennslu og menntunarfræða HÍ Þórdís Jóna Sigurðardóttir er forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson Skoðun Að búa til steind getur haft skelfilegar afleiðingar! Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Í margvíslegum samvinnuverkefnum á síðustu árum hefur Kolbrún sýnt sveigjanleika og seiglu og ekki hikað við að láta hendur standa fram úr ermum. Við styðjum framboð hennar til rektors Háskóla Íslands heilshugar og hvetjum öll þau sem atkvæðisrétt hafa til að kynna sér stefnumál hennar og árangur. Kolbrún Pálsdóttir hefur náð að tengja Menntavísindasvið Háskóla Íslands við aðrar menntastofnanir samfélagsins á nýjan hátt. Hún hefur vilja og metnað til að brjóta niður múra milli stofnana, skapa vettvang fyrir samtal ólíkra aðila og tryggja að Háskólinn starfi í tengslum við skóla á öllum stigum, fagfélög, stjórnvöld og aðra lykilaðila. Kolbrún hefur verið óþreytandi í því að styðja við þróun kennslu og rannsókna og leitað leiða til að styrkja samstarf og nýja sprota í menntakerfinu. Hún hefur ásamt samstarfsfólki af Menntavísindasviði tekið virkan þátt í mótun stefnu og uppbyggingu verkefna á vegum Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Eitt dæmi um mikilvægt samstarfsverkefni er MEMM – menntun, mótttaka og miðlun – þróunarverkefni sem mennta- og barnamálamálaráðuneytið leiðir og miðar að því að skapa samræmda stefnu fyrir móttöku og menntun barna með fjölbreyttan bakgrunn í íslenskum skólum. Annað dæmi um nýjan sprota er fagháskólanám í leikskólafræði á landsvísu þar sem Menntavísindasvið HÍ og Kennaradeild Háskólans á Akureyri byggja upp nýja námsleið saman sem mætir þörfum sveitafélaga og leikskóla um land allt. Það er ekki sjálfgefið að tryggja stuðning og fjármagn til nýrra verkefna, en Kolbrún hefur náð því með skýrri sýn, öflugri samvinnu og sannfæringarkrafti. Kolbrún hefur það sem þarf til að leiða Háskólann áfram á vegferð uppbyggingar síðustu ára. Yfirgripsmikil reynsla hennar af stjórnun og þekking á stjórnkerfinu, framsýni, seigla og ríkuleg tengsl við fjölmarga aðila munu nýtast vel í embætti rektors. Við hvetjum ykkur öll sem hafið atkvæðisrétt í rektorskjörinu sem fram fer á Uglu 18. og 19. mars til að kjósa Kolbrúnu sem næsta rektor Háskóla Íslands. Kristín Jónsdóttir er kennslukona og dósent við Deild kennslu og menntunarfræða HÍ Þórdís Jóna Sigurðardóttir er forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar