Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. mars 2025 18:22 Mark Nelsons, Winsconsin-búi, bíður eftir aðstoð eftir að vöruflutningabíll hans féll á hliðinna vegna mikilla vinda á milliríkjahraðbraut 44. AP Sautján eru látnir og tugir slasaðir vegna hvirfilbylja og ofsafenginna vinda sem hafa farið um mið- og suðurríki Bandaríkjanna síðustu tvo daga. Veðrakerfi sem færist austur yfir landið hefur orsakað mikla sandstorma og mörg hundruð gróðurelda í tólf ríkjum. Osafengið veðurfar, þar á meðal sterkir vindar og fellibylir, er talið munu hafa áhrif á íbúasvæði meira en 130 milljóna manna. Frá landamærum Kanada til Texas er vindum spáð sem geta náð allt að 36 metrum á sekúndu (130 km/klst) sem geti bæði leitt til snjóstorma á kaldari svæðum í norðri og gróðureldahættu í þurrari og heitari svæðum í suðri. Hvirfilbylir tættu í sig hús Flest dauðsföll urðu á laugardagsmorgun í Missouri þegar ellefu létust af völdum hvirfilbylja. Samkvæmt vegaeftirliti Missouri-ríkis slösuðust einnig fjölmargir. AP fjalla um málið. Meðal þeirra sem létust var maður sem dó þegar hvirfilbylur tætti hús hans í sundur. „Það var óþekkjanlegt sem heimili. Bara rústir einna,“ sagði Jim Akers, dánardómstjóri Butler-sýslu, þegar hann lýsti aðstæðunum sem blöstu við viðbragðsaðilum. „Gólfið var á hvolfi. Við gengum á veggjunum.“ Hins vegar hafi björgunarmönnum tekist að bjarga konu úr rústunum. Eitt húsanna sem eyðilagðist í hvirfilbyjunum sem fóru yfir Missouri.AP Sandstormar og gróðureldar í suðri Yfirvöld í Arkansas greindu frá því að í morgun hefðu þrír dáið í Independence-sýslu og 29 aðrir slasast í átta sýslum eftir að stormurinn reið yfir. Sarah Huckabee Sanders, ríkisstjóri Arkansas, greindi frá því á X að björgunarsveitarmenn væru á vettvangi til að aðstoða fólk og að hún hefði tekið 250 þúsund Bandaríkjadala (um 33,6 milljónir króna) úr neyðaráætlunarsjóði til að styðja við þau samfélög sem hefðu skaðast í stormviðrinu. Þá létust þrír í bílslysum í sandstormi í Amarillo í norðurhluta Texas, sem kallaður er Texaspönnuskaftið (e. Texas Panhandle). Íbúar ríkisins hafa bæði glímt við mikla sandstorma og meira en hundrað gróðurelda. Ástandið í Okalhoma virðist enn verra þar sem tilkynnt hefur verið um 130 gróðurelda og fjöldi fólks hefur þurft að yfirgefa heimili sín. Næstum 300 heimili hafa orðið fyrir tjóni eða eyðilagst í Oklahoma vegna eldanna. Kevin Stitt, ríkisstjóri Oklahoma, sagði um 69 hektara lands hafa orðið eldunum að bráð. Bandaríkin Gróðureldar Náttúruhamfarir Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Osafengið veðurfar, þar á meðal sterkir vindar og fellibylir, er talið munu hafa áhrif á íbúasvæði meira en 130 milljóna manna. Frá landamærum Kanada til Texas er vindum spáð sem geta náð allt að 36 metrum á sekúndu (130 km/klst) sem geti bæði leitt til snjóstorma á kaldari svæðum í norðri og gróðureldahættu í þurrari og heitari svæðum í suðri. Hvirfilbylir tættu í sig hús Flest dauðsföll urðu á laugardagsmorgun í Missouri þegar ellefu létust af völdum hvirfilbylja. Samkvæmt vegaeftirliti Missouri-ríkis slösuðust einnig fjölmargir. AP fjalla um málið. Meðal þeirra sem létust var maður sem dó þegar hvirfilbylur tætti hús hans í sundur. „Það var óþekkjanlegt sem heimili. Bara rústir einna,“ sagði Jim Akers, dánardómstjóri Butler-sýslu, þegar hann lýsti aðstæðunum sem blöstu við viðbragðsaðilum. „Gólfið var á hvolfi. Við gengum á veggjunum.“ Hins vegar hafi björgunarmönnum tekist að bjarga konu úr rústunum. Eitt húsanna sem eyðilagðist í hvirfilbyjunum sem fóru yfir Missouri.AP Sandstormar og gróðureldar í suðri Yfirvöld í Arkansas greindu frá því að í morgun hefðu þrír dáið í Independence-sýslu og 29 aðrir slasast í átta sýslum eftir að stormurinn reið yfir. Sarah Huckabee Sanders, ríkisstjóri Arkansas, greindi frá því á X að björgunarsveitarmenn væru á vettvangi til að aðstoða fólk og að hún hefði tekið 250 þúsund Bandaríkjadala (um 33,6 milljónir króna) úr neyðaráætlunarsjóði til að styðja við þau samfélög sem hefðu skaðast í stormviðrinu. Þá létust þrír í bílslysum í sandstormi í Amarillo í norðurhluta Texas, sem kallaður er Texaspönnuskaftið (e. Texas Panhandle). Íbúar ríkisins hafa bæði glímt við mikla sandstorma og meira en hundrað gróðurelda. Ástandið í Okalhoma virðist enn verra þar sem tilkynnt hefur verið um 130 gróðurelda og fjöldi fólks hefur þurft að yfirgefa heimili sín. Næstum 300 heimili hafa orðið fyrir tjóni eða eyðilagst í Oklahoma vegna eldanna. Kevin Stitt, ríkisstjóri Oklahoma, sagði um 69 hektara lands hafa orðið eldunum að bráð.
Bandaríkin Gróðureldar Náttúruhamfarir Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira