Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson skrifar 16. mars 2025 07:31 Það er orðið ljóst fyrir allnokkru að Háskóli Íslands er helsti starfsvettvangur ævi minnar. Þótt ég hafi á sínum tíma dvalið hátt í áratug erlendis í framhaldsnámi og verið nokkur misseri gestaprófessor við erlenda háskóla í áranna rás, þá hefur Háskóli Íslands verið mín heimahöfn síðan ég var ráðinn þangað fyrst sem kennari í janúar 1987. Ég hef sinnt þar ýmsum stjórnunarstörfum allt síðan 1989 og verið í margvíslegu samstarfi við þá afbragðsgóðu rektora sem hafa stýrt skólanum síðan þá og til þessa dags. Skólinn er ekki stór á alþjóðamælikvarða en hann vegur þungt í íslensku samfélagi og ég hef fengið að kynnast því hvað hann hefur verið vel rekinn og hvernig rektorar og annað stjórnarfólk skólans hafa brugðist af mikilli ábyrgð við erfiðum aðstæðum. Skólinn hefur að mínu mati ítrekað sannað að hann stendur undir því sjálfstæði sem speglast meðal annars í því að þegar líður að lokum stjórnartíðar rektors, þá fær starfsfólk og nemendur á þessum stærsta vinnustað landsins að kjósa þann sem tekur við þessu lykilembætti. Nú líður að rektorskosningum. Góðu heilli eru nokkrir ágætir umsækjendur um starfið og hafa þau kynnt viðhorf sín og reynslu á liðnum vikum. Að mínu mati er Magnús Karl Magnússon, prófessor við Læknadeild, hæfastur umsækjenda. Horfi ég þar til mikillar reynslu hans í kennslu og rannsóknum við Háskóla Íslands, þar sem hann hefur starfað síðan 2003, þar af sem prófessor síðan 2009. En einnig hef ég í huga þá sérfræðiþekkingu og starfsreynslu sem hann aflaði sér þann áratug sem hann var í framhaldsnámi í Bandaríkjunum, auk þess sem hann hefur annast margháttaða stjórnun við Háskóla Íslands, m.a. sem forseti Læknadeildar. Síðast en ekki síst byggi ég traust mitt á því hvernig Magnús hefur nálgast vettvang rektorsstarfsins, hvernig hann hefur kynnt sér af einstakri alúð hina margháttuðu starfsemi stofnunarinnar og hinar fjölbreytilegu leiðir í námi, kennslu og rannsóknum, sem og hverskonar umsýslu og rekstraratriðum. Ég veit að hann mun verða rektor sem lætur sig alla þessa stofnun varða af heilum hug, jafnt nemendur, kennara sem annað starfsfólk. Ástráður Eysteinsson, prófessor í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson Skoðun Að búa til steind getur haft skelfilegar afleiðingar! Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Það er orðið ljóst fyrir allnokkru að Háskóli Íslands er helsti starfsvettvangur ævi minnar. Þótt ég hafi á sínum tíma dvalið hátt í áratug erlendis í framhaldsnámi og verið nokkur misseri gestaprófessor við erlenda háskóla í áranna rás, þá hefur Háskóli Íslands verið mín heimahöfn síðan ég var ráðinn þangað fyrst sem kennari í janúar 1987. Ég hef sinnt þar ýmsum stjórnunarstörfum allt síðan 1989 og verið í margvíslegu samstarfi við þá afbragðsgóðu rektora sem hafa stýrt skólanum síðan þá og til þessa dags. Skólinn er ekki stór á alþjóðamælikvarða en hann vegur þungt í íslensku samfélagi og ég hef fengið að kynnast því hvað hann hefur verið vel rekinn og hvernig rektorar og annað stjórnarfólk skólans hafa brugðist af mikilli ábyrgð við erfiðum aðstæðum. Skólinn hefur að mínu mati ítrekað sannað að hann stendur undir því sjálfstæði sem speglast meðal annars í því að þegar líður að lokum stjórnartíðar rektors, þá fær starfsfólk og nemendur á þessum stærsta vinnustað landsins að kjósa þann sem tekur við þessu lykilembætti. Nú líður að rektorskosningum. Góðu heilli eru nokkrir ágætir umsækjendur um starfið og hafa þau kynnt viðhorf sín og reynslu á liðnum vikum. Að mínu mati er Magnús Karl Magnússon, prófessor við Læknadeild, hæfastur umsækjenda. Horfi ég þar til mikillar reynslu hans í kennslu og rannsóknum við Háskóla Íslands, þar sem hann hefur starfað síðan 2003, þar af sem prófessor síðan 2009. En einnig hef ég í huga þá sérfræðiþekkingu og starfsreynslu sem hann aflaði sér þann áratug sem hann var í framhaldsnámi í Bandaríkjunum, auk þess sem hann hefur annast margháttaða stjórnun við Háskóla Íslands, m.a. sem forseti Læknadeildar. Síðast en ekki síst byggi ég traust mitt á því hvernig Magnús hefur nálgast vettvang rektorsstarfsins, hvernig hann hefur kynnt sér af einstakri alúð hina margháttuðu starfsemi stofnunarinnar og hinar fjölbreytilegu leiðir í námi, kennslu og rannsóknum, sem og hverskonar umsýslu og rekstraratriðum. Ég veit að hann mun verða rektor sem lætur sig alla þessa stofnun varða af heilum hug, jafnt nemendur, kennara sem annað starfsfólk. Ástráður Eysteinsson, prófessor í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar